Quote:
Er okkur að dreyma?
Það á að vera búið að negla þetta

Samkvæmt þessu:
http://live2cruize.com/phpbb2/viewtopic ... sc&start=0Quote:
Fjölnota akstursíþróttasvæði fyrir allskyns mótaraðir
Brautin sem verður byggð á Reykjanesi mun bjóða upp á mótshald fyrir alskyns mótaraðir, innlendar og erlendar, bæði fyrir bíla og mótorhjól. Af stærri mótaröðum sem gætu nýtt brautina þegar hún er fullbyggð fyrir DTM kappakstur, A1 GP og sportbílakappakstur af ýmsu tagi. Brautin er samkvæmt stöðlum FIA, alþjóðabílasambandins og verður á næstunni prufukeyrð í tölvuhermi til að hönnun hennar fá endanlegt samþykki. Gæta þarf að öryggissvæðum og fleiri þáttum.
Inn á miðju svæðinu er jafnvel mögulegt að skipuleggja megi torfæru og/eða motokross, en karrtbraut verður byggð og núverandi aðstaða í Reykjanesbæ fyrir kart verður flutt um set á nýja svæðið. Mótorhjólamenn munu örugglega fagna uppbyggingu kappakstursbrautar og ljóst að bygging hennar mun færa kappakstur ungra ökumanna á bílum og mótorhjólum inn á öruggara svæði.
Þá er hugmyndin að byggja kvartmílubraut í löglegri stærð samkvæmt alþjóðlegri fyrirmynd. Skapast þá möguleiki að bjóða erlendum ökumönnum til keppni hérlendis, bæði frá Bandaríkjum og Evrópu. Aðstandendur brautarinnar telja að störf fyrir 300 manns geti skapast í kringum mótssvæðið í einni eða annarri mynd.