Jæja, þá er komin ný tímareim í bílinn og allt sem því fylgir, vatnsdæla, strekkjari og fleira gúdderí. Einnig var skipt um vatnslás. En eitt fannst mér frekar furðulegt og það var það að það var ENGINN vatnslás fyrir.. hvernig getur staðið á því veit ég ekki, og einnig vantar festingu við vatnskassa og eina hlíf, hluti sem eiga að vera í bílnum original.. en það var bara pantað þessa hluti og þeir verða svo settir í..
Framsætið er allt að koma til, það ætti að komast í bílinn fyrir kvöldið, en hitinn í því sæti virkar ekki, hvað gæti valdið því? ég er búinn að tjékka víra bæði frá rofanum og frá sætinu, gæti þetta ekki bara verið eitthvað í sætinu sjálfu sem er ónýtt??
Annars lagaðist gangurinn í bílinum alveg helling við tímareimsskiptin, en hann er samt ekki jafn lágvær eins og ég myndi vilja.. ætlaði að stilla ventlabilið en bílinn er með vökvaundirlyftur þannig að það er ekki hægt

En hvað gæti þá valdið þessum grófa gangi? Hann er alls ekki mikill, bara svona aðeins..
Annars verður bílinn þrifinn í fyrramálið og allt gert klárt fyrir samkomu
Meira síðar...