Danni wrote:
Löggan hefur alltaf látið mig í friði, sama hvaða tíma sólahringsins ég er á ferðinni! Nema ég er að gera eitthvað sem ég á ekki ða vera að gera.
ÞANGAÐ TIL ég eignaðist minn BMW! Sem er svertur. Og ég get sko svarið það að ef ég verð stoppaður aftur í fokking tilgangslausa fíkniefnaleit þá siga ég bara býflugum eða eitthvað á þessa helvítis lögguskratta!
Hvað er málið?????
Hvernig getur þú sagt að fíkniefnaleit sé tilgangslaus??? Þó svo að þú verðir fyrir því að það sé leitað að fíkniefnum án þess að þau finnist hjá þér, finnst mér svolítið hart að kalla hana tilgangslausa. Hún er langt frá því að vera það.
Það má vel vera að þeir séu að leita í bílnum þínum vegna ástæðna sem eiga ekki við rök að styðjast, en þeir eru alveg örugglega ekki að leita í bílnum þínum án þess að það hafi tilgang. Tilgangurinn er að finna fíkniefni og þeir finna fíkniefni með að leita í bílum meðal annars. Þú þarft ekki annað en að lesa fréttablaðið í svona 3-4 daga og þá sérðu grein um að fíkniefni hafi fundist við leit í bifreið.
Ásamt því að þegar fólk sér að það er verið að leita í bifreiðinni þinni, þá hefur það ákveðið forvarnargildi svo það hefur meira að segja áhrif þegar það er leitað í bílnum þínum án þess að það finnist nokkuð.
Ég vil ekki búa í landi þar sem lögreglan skiptir sér bara af málum þar sem hún er 100% viss um að ólöglegt athæfi sé í gangi. Frekar vil ég lenda í því að það sé leitað í bílnum mínum þó svo ég hafi ekkert að fela.
Þetta er svona eins og að blóta tollvörðum fyrir að leita í farangri saklauss fólks. Hvernig ætli það myndi nú ganga að finna fíkniefni ef tollverðir mættu bara leita hjá þeim sem þeir væru alveg vissir um að væru með fíkniefni.
Sorrý.. mér finnst þetta bara mjög vanhugsað að setja svona frá sér. Einnig því að vera að blóta löggunni fyrir það að hún sé að vinna vinnuna sína. Er það ekki frekar ósanngjarnt að segja svona um fólk sem er eingöngu að vinna vinnuna sína sem við viljum að þau vinni!
Ég skil ekki ástæðu þess að þú vilt að löggan hætti að leita að fíkniefnum. Eða ert þú kannski ekki hlynntur því að draga úr fíkniefnum sem eru í umferð??