Jæja, búinn að framkvæma fyrstu viðgerð.
Reyndar ekki merkileg viðgerð, 4 skrúfur losaðar og skrúfaðar aftur en þá með nýjum loftflæðiskynjurum í inntakinu á vélinni (er það ekki soggrein á ísl?).
Forsagan er sú að eftir því sem ég hef keyrt bílinn meira og meira þá fór mér að finnast "kraftkúrvan" hálf skrýtin. Þegar maður var á WOT þá kom stundum "hik" í kraftinn, eins og bíllinn slái aðeins af. Svo var stundum hægagangurinn mjög grófur þegar bíllinn var kaldur og þurfti að láta hann ganga í 1-2 mín til að hann yrði keyrsluhæfur.
Eftir smá stúdíu á
www.m5board.com þá fannst mér líklegast að þetta væru loftflæðiskynjararnir. Svo vel vildi til að þeir voru með group buy í gangi þannig að skynjararnir kosta $115. Í umboðinu held ég að þeir séu í nágrenni við 25 þúsund stykkið.
Fékk skynjarana í dag, skellti þeim í og tók smá rúnt. Bíllinn virkaði hálf funky fyrst, lausagangurinn út um allt, drap á sér 2-3 sinnum á Sæbrautinni í keyrslu. En eftir ca. 30 km akstur var allt komið í lag.
Þá tók maður spólvörnina af, setti sport mode on og HOLY CRAP!
Það eru þónokkur hross vöknuð af værum blundi!
Bíllinn er algjörlega stökkbreyttur, miklu meiri kraftur og throttle response er miklu betra. Fór upp á Bláfjallaveg og þar tók ég nokkur run (eftir að hafa farið í könnunarferð) og tókst að láta bílinn spóla í skiptingunni úr 2. í 3. sem hefur aldrei gerst áður.
Þannig að ef einhverjir hér eru á E39 M5 og vilja fá ódýra hressingu í bílinn þá er group buy linkurinn hér:
http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?t=57375
Mæli eindregið með gaurnum sem stendur fyrir þessu group buy, hann er mjög þægilegur í viðskiptum.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...