Sælir drengir..
Ég fór í dag að reynsluaka 520iA E39 bíl, '97 og ekinn soldið mikið, eða um 180þ km. Bíllinn er sjálfskiptur, 150hoho, og ógeðslega þægilegur í akstri. Algjör draumur að keyra þetta, nóg pláss(ég er frekar stór svo það er kostur), og síðan hef ég soldið fetish fyrir topplúgum. Þessi er með rafdrifnum toppara. Það er rafmagn í rúðum frammí og speglum, en ekki í afturrúðum. Svo þetta er ekki beint dýr týpa.
Ég er að spá í að kaupa þennan bíl, en er þó pínu smeykur með sjálfskiptinguna. Þó bíllinn sé ekkert haugekinn, þá eru þessar sjálfskiptingar ekkert ódýrar í uppgerð ef svoleiðis þarf. Mynduð þið hræðast eitthvað þennan akstur, að því gefnu að bíllinn er 100% original?
Þegar ég tók af stað, þá kipptist hann ekkert af stað heldur var svona einsog hann væri að snuða til að byrja með. Veit ekki hvort þetta sé fyrir 'easy start' eða bara snuð í skiptingunni. Þeir sem eiga/hafa átt 520/523/528 IA gætu kannski commentað á það. Hvort skiptingin s.s. stökkgrípi og rífi sig áfram í upptaki eða taki bara einfaldlega rólega af stað.
Bíllinn er fluttur inn '01, og aðeins einn eigandi síðan þá. Hann var ekinn 130þ þegar hann kom til landsins. Semsagt 50 þúsund km.
Og að lokum, hvað mynduð þið halda að væri sanngjarnt verð fyrir svona ride?
