Égstunda orðið líkamsrækt, 5x í viku, fótbolti í brenslu með félögunum 2 í viku og lyfti 3x. Ég er kastari (íslandsmeistari í kúlu) og í vel þyngri kanntinum, er 17 ára 193cm á hæð og 112 kg, var í fríi í allt sumar vegna meiðsla en er að koma sterkur inn aftur... loksins, verð komin í fanta form fyrir sumarið þannig að þetta er alveg yndislegt. Ég tel að það sé hverjum manni nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega og halda sér í þokkalegu formi, ekkert eins leiðinlegt og koma móður og másandi út úr kringlunni eftir að hafa labbað einn hring þar.

Það er þó yndislegt að taka stundum æfingar í glasalyftingum og bensínfótapressu, þá er eins og ég segji nausinlegt að hreyfa sig eitthvað stundum...