Sælir félagar.
Núna er spjallið (þ.e. umgjörðin, vefsíður o.þ.h.) einnig aðgengilegt á íslensku.
Hver og einn innskráður notandi getur valið hvort hann vill nota ensku eða íslensku með því að fara í Profile (Þín uppsetning) og velja þar Icelandic við Board Language (Tungumál borðs).
Ég hef aðeins verið að prófa að nota þetta á íslensku og það er mjög þægilegt og Baldur Þór Sveinsson hjá Öreind á þakkir skildar fyrir alveg þrælfína þýðingu!
Mæli með að sem flestir stilli á íslenskuna hjá sér og prófi.
