Jæja fórum þarna uppeftir í morgun og vorum þarna fram eftir degi að prufa og skoða og ég get með sanni sagt að þetta hafi án efa verið fáránlega flott svæði
Malbikið er algjör draumur þarna. Eitthvað aðeins um holur og annað þarna á einum leiðinlegum kafla sem verður fyllt upp í og lagað.
Við tókum bæði video og ljósmyndir og ég pósta þeim inn eftir smá þannig menn geti gert sér örlítið betur grein fyrir svæðinu sem slíku

Svæðið sem við fáum núna er mjög skemmtilegt fyrir allar tegundir bíla. Þeir vilja ekki lána nema eitt svæði sem þarna er til reynslu svona fyrst um sinn þannig braut verður sett upp. Þessi braut verður með beinum köflum, skemmtilegum beygjum og opnum leiksvæðum. Þannig það verður ekki bara gaman fyrir afturhjóladrifsbílana að mæta heldur hentar þetta bara skemmtilega vel fyrir alla og er svona í anda trackday. Sáum það strax að við hefðum getað mætt á Imprezunni og leikið okkur að því að keyra þarna líka. Opin svæði verða aftur á móti fyrir "driftið" þar sem menn hafa tækifæri á því að drifa í kringum eitthvað líklegast osfrv.
Brautin er 1.3km löng og skyldist mér á Hayabusugæjunum að þeir væru svona 1.3 mín með hana eins og hún er núna en þegar búið er að sópa, breyta og gera væri þetta kannski braut upp á 1.1-1.3 eftir því hvað þeir keyra hana hart. Bílarnir ættu þess vegna að vera eitthvað svipað lengi með brautina en þó þeir sem ætla að leika sér á leiksvæðum eitthvað örlítið lengur.
Ég sá svo önnur svæði þarna sem manni klæjaði í puttana að fá að komast í og vona ég svo innilega að þetta gangi vel upp því stóru plönin þarna, jeddúdamía, eru svaðaleg. Ég sá bara fyrir mér driftkeppnir eins og þær eru haldnar úti

Ekkert nema malbikuð auðn liggur við

Eeeen þetta leyfi núna veltur allt á því að vel takist og að allt gangi upp þannig núna verða allir að standa sig ef þetta á að verða að veruleika.