Ozeki wrote:
... eru ekki allir 520-523 árg. 96-97 (520 kom víst fyrst '97) á bilinu 1.500 til 2 millur ? ... ég er alveg harðánægður með bílinn, myndi aldrei vilja hafa hann beinskiptan þó

hann er í góðu standi og alltaf farið í skoðanir samkvæmt þjónustubók (eitthvað sem er nauðsynlegt að kynna sér við kaup á svona bíl), og ég myndi hreint ekki láta hann fyrir minna en þetta! ...
Þetta er reyndar ekki alveg rétt, en mjög eðlilegt að þú skyldir halda þetta. Ég hélt þetta fyrst sjálfur, en BMW e39 kom fyrst sem 520, 523, 525 TD, 528 og 540, allir um vorið 1996. Á Íslandi eru reyndar frekar fáir 520 '96 en þó nokkrir samt. Einhverra hluta vegna eru 520 bílarnir oftar en ekki dýrari heldur en 523 á Íslandi. Það er eitthvað sem ég botna ekki alveg í, en ástæðan gæti þó verið sú að 520 séu svo fáir, kannski gamlar auglýsingar að verðið sé orðið úrelt.
Ég
hreinlega verð að fá að keyra beinskiptan e39, en miðað við hvað e34, e36 og e46 eru góðir beinskiptir þá held ég að beinskiptur e39 sé alveg jafn góður og vel það. Merkilegt að það eru mjög skiptar skoðanir um hvort e39 eigi að vera beinskiptur eða sjálfskiptur. Flestir geta varla hugsað sér e39 beinskiptan, en nokkrum finnst e39 það sportlegur að hann sé betri með meira "driver involvement". Kanarnir eru ekki hrifnir af beinskiptum bílum, en e39 hefur reynst vera algjör undantekning. Þeir eru einmitt ansi hrifnir af beinskiptum e39. Sjálfskiptur er e39 frábær, en beinskiptur gæti varla verið verri og mér finnst e39 ekki þessi týpiski sjálfskipti sleði.
Þessi e39 hérna sem er núna til umræðu var einnig
til sölu fyrir nokkrum mánuðum síðan
og þá var sett á hann 1470 þús. Þetta er samt greinilega sami bíllinn. Núna nokkru seinna er hann til sölu á 1670 þús.

Allaveganna hann er með M-fjöðrun, beinskiptur og með þessari
yndislegu vél.
Ozeki: Ert þú ekki á 520 steptronic? Og sömuleiðis Svezel? Hvernig er þessi steptronic? Bilanagjörn? Ég hef verið nokkuð mikið á Alfa Romeo 156 Selespeed og skiptingin í honum er til mikilla vandræða, alls konar hljóð og dýrar viðgerðir útaf þessi Selespeed. En á hinn bóginn þá er hún svakalega skemmtileg og allt þannig, en ekki þess virði finnst mér. Á þannig nokkuð við um BMW? Steptronic kom reyndar seint '96 og eru því flestir eftir '96 og væntanlega eru þeir of dýrir fyrir mig.
520 á bilasolur.is
Saga e39 í stuttu máli á Parkers