bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 17:02

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW e39
PostPosted: Fri 14. Feb 2003 10:08 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Þessi e39 er til sölu

Hvað finnst ykkur um verðið á þessum? :?: Þessi er greinilega vel með farinn og vel búinn, en talsvert mikið ekinn, beinskiptur og ekki mikið áhvílandi. Finnst ykkur ekki verðið ansi hátt? Ég mundi segja að þetta væri milljón króna bíll, ekki minna, en varla meira. :shock: Það er spurning að bjóða millu á borðið ef hann verður lengi til sölu. Hann má síðan eiga 323inn minn, Mözduna sko :) Hvað er annars átt við með M-optic? Er hann með M fjöðrun?

Hvað ætli muni í peningum á sambærilegum 520 og 523? Það virðist vera mun meira framboð af 523 og ég hef ekki ennþá séð mikið ekinn 520 til sölu.

Hefur einhver ykkar prófað sjálfskiptan e39 annars vegar og beinskiptan hinsvegar, og gæti borið þá saman? Hvernig er beinskiptur e39? Ég hef prófað nokkra e39 en alltaf sjálfskipta. :shock:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 14. Feb 2003 10:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég myndi nú aldrei borga meira en 1200þús fyrir þennan og þetta er ekki bíll sem selst svo auðveldlega. Töluvert keyrður beinskiptur E39 ekki með leðri er engin spes söluvara þótt þetta geti verið fínasti bíll.

Ef þú ert að spá í þennan bíl þá myndi ég láta skoða hann því það eru dýrir varahlutir í þessa eins og aðra bimma.

Ég er ekki alveg að skilja þetta M optic, það eru engar M svuntur á honum.

Ég myndi sjálfur aldrei kaupa beinskiptan E39, nema þá auðvitað M5 og kannski 540 sport. Þetta eru svona rúntprammar sem eiga að vera sjálfskiptir (IMO).

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 14. Feb 2003 10:47 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég held ég hafi nú keyrt þennan tiltekna bíl. Ég gerði tilboð í hann en hann vildi ekki taka því (ég er dauðfeginn, en hann ætti að hafa séð eftir því). Hann vildi alltaf fá alltof mikið fyrir bílinn..

En það er hörkustuð að keyra þetta beinskipt en ég held að öruggast sé að kaupa svona sjálfskipt nema þú fáir hann á nógu góðu verði til að geta dömpað því svo í framhaldi af því.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 14. Feb 2003 10:48 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Ég er sammála þér með verðið, 1200 þúsund í mesta lagi hljómar rétt. Þótt að sjálfskiptur e39 sé ótrúlega relaxing þá finnst mér líklegra að ég fái fyrr leið á sjálfskiptum heldur en beinskiptum. Ég þarf hinsvegar að fá betri samanburð.

Ég mundi láta rífa þennan bíl niður í öreindir, áður en ég mundi kaupa hann.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 15. Feb 2003 15:49 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Quote:
Ég gerði tilboð í hann en hann vildi ekki taka því (ég er dauðfeginn, en hann ætti að hafa séð eftir því). Hann vildi alltaf fá alltof mikið fyrir bílinn


Bebecar: Hvað er þetta langt síðan, hvað vildi hann mikið og hvað bauðst þú honum? Af hverju ertu dauðfeginn að hann hafi hafnað tilboðinu þín? :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 17. Feb 2003 18:04 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
mér finnst þetta verð nú ekkert út í hött ..... í efri kantinum Ok.
eru ekki allir 520-523 árg. 96-97 (520 kom víst fyrst '97) á bilinu 1.500 til 2 millur ?
en það er alveg gefið að eigandinn myndi slá 300 kall af honum í staðgreiðslu (og sjálfsagt reynandi að fá meira), sérstaklega miðað við að hann er kominn í 200.000 km
en miljón held ég að væri gott verð, ef bílinn er annars ótjónaður og í ágætu standi ...

nú á ég einn svona E39 520 '97 ek 150 k
aukahlutir eru topplúga, steptronic og Nokia sími.
ég er alveg harðánægður með bílinn, myndi aldrei vilja hafa hann beinskiptan þó :) hann er í góðu standi og alltaf farið í skoðanir samkvæmt þjónustubók (eitthvað sem er nauðsynlegt að kynna sér við kaup á svona bíl), og ég myndi hreint ekki láta hann fyrir minna en þetta!

_________________
ozeki@simnet.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: BMW
PostPosted: Mon 17. Feb 2003 18:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þetta er bíllinn minn (fyrrverandi) og flutti bílinn inn.(lét gera það)
Og er að ég held fyrsti notaði E-39 fluttur til landsins
Keypti hann haustið 1998 og var keyrður 111000 þegar ég fékk hann
FRÁBÆR BÍLL og getur aksturinn allveg passað,,
Mjög skemmtileg litasamsetning svartur og grár,,
Glerlúga,, Multifunction stýri,, 6 CD magasín,, skíðapoki og rafmagn
í afturrúðum,,, stórskemmtilegur bíll sem þrælvinnur............
Kom sjálfum mér á óvart.

Góðar stundir!!!!!!!!!!!

Sv.H.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 17. Feb 2003 19:01 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Ozeki wrote:
... eru ekki allir 520-523 árg. 96-97 (520 kom víst fyrst '97) á bilinu 1.500 til 2 millur ? ... ég er alveg harðánægður með bílinn, myndi aldrei vilja hafa hann beinskiptan þó :) hann er í góðu standi og alltaf farið í skoðanir samkvæmt þjónustubók (eitthvað sem er nauðsynlegt að kynna sér við kaup á svona bíl), og ég myndi hreint ekki láta hann fyrir minna en þetta! ...


Þetta er reyndar ekki alveg rétt, en mjög eðlilegt að þú skyldir halda þetta. Ég hélt þetta fyrst sjálfur, en BMW e39 kom fyrst sem 520, 523, 525 TD, 528 og 540, allir um vorið 1996. Á Íslandi eru reyndar frekar fáir 520 '96 en þó nokkrir samt. Einhverra hluta vegna eru 520 bílarnir oftar en ekki dýrari heldur en 523 á Íslandi. Það er eitthvað sem ég botna ekki alveg í, en ástæðan gæti þó verið sú að 520 séu svo fáir, kannski gamlar auglýsingar að verðið sé orðið úrelt.

Ég hreinlega verð að fá að keyra beinskiptan e39, en miðað við hvað e34, e36 og e46 eru góðir beinskiptir þá held ég að beinskiptur e39 sé alveg jafn góður og vel það. Merkilegt að það eru mjög skiptar skoðanir um hvort e39 eigi að vera beinskiptur eða sjálfskiptur. Flestir geta varla hugsað sér e39 beinskiptan, en nokkrum finnst e39 það sportlegur að hann sé betri með meira "driver involvement". Kanarnir eru ekki hrifnir af beinskiptum bílum, en e39 hefur reynst vera algjör undantekning. Þeir eru einmitt ansi hrifnir af beinskiptum e39. Sjálfskiptur er e39 frábær, en beinskiptur gæti varla verið verri og mér finnst e39 ekki þessi týpiski sjálfskipti sleði.

Þessi e39 hérna sem er núna til umræðu var einnig til sölu fyrir nokkrum mánuðum síðan
og þá var sett á hann 1470 þús. Þetta er samt greinilega sami bíllinn. Núna nokkru seinna er hann til sölu á 1670 þús. :shock: Allaveganna hann er með M-fjöðrun, beinskiptur og með þessari yndislegu vél. :wink:

Ozeki: Ert þú ekki á 520 steptronic? Og sömuleiðis Svezel? Hvernig er þessi steptronic? Bilanagjörn? Ég hef verið nokkuð mikið á Alfa Romeo 156 Selespeed og skiptingin í honum er til mikilla vandræða, alls konar hljóð og dýrar viðgerðir útaf þessi Selespeed. En á hinn bóginn þá er hún svakalega skemmtileg og allt þannig, en ekki þess virði finnst mér. Á þannig nokkuð við um BMW? Steptronic kom reyndar seint '96 og eru því flestir eftir '96 og væntanlega eru þeir of dýrir fyrir mig.

520 á bilasolur.is

Saga e39 í stuttu máli á Parkers


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Feb 2003 19:02 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
júbb, bílinn hjá mér er með Steptronic skiptingu.
Hún er bara eins pottþétt eins og mögulegt er ! Það eru allavega smáatriði sem koma manni á óvart ef maður þekkir þetta ekki bara allt út í hörgul áður en maður kaupir bílinn. Eins og til dæmis að hann skiptir sér strax niður ef maður rennir niður í móti og stígur létt á bremsuna, í stað þess að láta bremsur taka mómentið úr gírbúnaðinum, þá er skipt niður. Það virkar ekki þannig að manni finnist það óþægilegt að skipt sé niður, heldur gengur þetta fyrir sig akkúrat eins og maður vill !! svona eftir á að hyggja :)

Með árgerðir á E39 520. Það er kannski rétt að til séu '96 520. Minn er skráður í Þýskalandi 10/96 og er skráður '97 model, sem er svo sem ekkert óeðlilegt. hér er talað um að E39 hafi fyrst komið án 520, þá framleiddur '95 og kemur á markað sem '96 bíll. 520 kom svo einni árgerð seinna, kannski þá 520 hafi þá náð því að vera skráður sem 96 árgerð. Ég hélt alltaf að þeir væru allir '97

_________________
ozeki@simnet.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Feb 2003 19:19 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Ég hef einnig séð að 520 e39 hafi komið í lok sumars '96. Ég hef samt séð marga 520 e39 á mobile.de sem hafa verið framleiddir fyrstu mánuðina 1996.

Ozeki: Með þessa 2 lítra vél. Finnst þér hún hæfa þessu þunga body? Hefuru prófað sambærilegan 523 til að miða við??


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Feb 2003 19:59 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Oct 2002 15:12
Posts: 167
Location: Hér og Nú
ég er alveg hæðst ánægður með vélina í bílnum, og þá er sama hvar er tekið niður .... það má varla á milli sjá hvort maður sé ánægðari með skiptinguna eða vélina. Nú er rétt að geta þess að ég var sko engin BMW fan áður en ég keypti þennan, svo það er engin BMW blinda á ferðinni :)

Mér finnst vélin alveg þrumuvinna, vel að merkja miðað við að vera þetta tveggja lítra. Ég hef ekki prófað aðra BMW bíla ... svo ekkert að miða við þar. En ég hef verið töluvert í bíladótinu, sérstaklega ameríkönum, og alltaf verið með smá bakteríu. Svo ég miða bara við þá flóru sem ég verið í :) Ég veit alveg að stærri vélar myndu skila meira, sérstaklega á lægri snúning. Sem maður þekkir vel frá 5-7,4 lítra ameríkönum, en það er ekkert sem fer í pirrurnar á mér.
Það er uppgefið að hann sé ca. 10 sek í hundraðið, hann vegur rúm 1500 kíló tómur, sjálfskiptur, dettur alltaf í gang (ég meina sko að teyja hendina inn í bílinn og rétt snúa startaranum í 19 stiga frosti ) og er að taka þetta 10-12 lítra á hundraðið í skjöktinu úr og í vinnu - 15 mín túrar.

_________________
ozeki@simnet.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 18. Feb 2003 20:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
BMW 520i er 10,2 sek 0-100 en 520iA er 11,2 sek 0-100
BMW 523i er 8,5 sek 0-100 en 523iA er 9,6 sek 0-100
Þetta er tekið úr þýskum owners manual úr '97 bíl.
Byrjað var að framleiða E39 í spetemper 1995.
Mér var boðinn 520iA bíll E39 sem var 12/1995 mér fannst hann of gamall þetta var úti í þýskalandi.
Ég hef prófað sjálfskipta 520 bíla og mér finnst þeir frekar kraftlausir a.m.k. ekki kraftmiklir enda 11.2 sek í 100. Ef líka prófað beinskiptan 520 bíl hann er allt í lagi maður getur spilað vel inn á gírana. Svo hef ég keyrt 523iA steptronic mjög mikið og það er kraftmikill/sprækur bíll og sjálfskiptingin er draumur. Hef aldrei prófað 523i beinskiptan það er örugglega skruggu-kerra enda 8,5 sek í 100. En persónulega myndi ég ekki vilja E39 beinskiptan.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 1 guest


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group