bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kodak Moment - M6
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=8528
Page 1 of 1

Author:  mags [ Fri 10. Dec 2004 16:05 ]
Post subject:  Kodak Moment - M6

Langaði bara að deila þessu með einhverjum... ættum kannski að hafa svona "BMW sightings" þráð hérna.... og þó.

Ég get nú ekki talist sérstakur aðdándi útlitsins á nýju sexunni og varð því dálítið undrandi þegar ein slík kom lullandi eftir götunni þar sem ég stóð á ljósum áðan og beið (í München).

Það fyrsta sem ég sá var (eðlilega) framendinn og það var strax greinilegt að þarna var ekki venjuleg sexa á ferðinni því það var smá feluplast á svuntunni og bíllinn greinilega kraftalegri en venjuleg sexa. Sem betur fer var rautt á umferðarljósunum þannig að gaurinn þurfti að stoppa bílinn og ég gat aðeins skoðað á honum (bílnum) afturendann af smá færi.... og það var enginn smá afturendi! Fjögur púströr sem teygðu sig undan svuntunni - þau stærstu sem ég hef séð á standard BMW 8)

Þessi stund hefði verið enn betri ef ég hefði heyrt meira í vélinni en það er svo sem ekki við því að búast í traffíkinni á föstudags eftirmiðdegi.

Það var hins vegar algjört !#"$"#!% að vera ekki með myndavélina en bílinn var hins vegar nákvæmlega eins og þessi hérna... sami litur, feluplast og alles.

Skemmtilegt hvað svona lítil atvik geta lífgað upp á skammdegið :biggrin:

Image

Author:  HPH [ Fri 10. Dec 2004 19:36 ]
Post subject: 

hvar sástu þetta?

Author:  Kristjan [ Fri 10. Dec 2004 19:58 ]
Post subject:  Re: Kodak Moment - M6

mags wrote:
varð því dálítið undrandi þegar ein slík kom lullandi eftir götunni þar sem ég stóð á ljósum áðan og beið (í München).


HPH: Pay attention

Author:  Jökull [ Fri 10. Dec 2004 20:03 ]
Post subject: 

Dóri :slap:

Author:  IceDev [ Fri 10. Dec 2004 20:51 ]
Post subject: 

*ÖFUND*


Bangle á nokkra góða bíla og er þessi án efa í öðru sæti á mínum lista!

1. Z9 concept
2. M6
3. Z4

Author:  HPH [ Fri 10. Dec 2004 21:03 ]
Post subject: 

ég var ekki að filgjast með sorry

Author:  mags [ Fri 10. Dec 2004 21:06 ]
Post subject: 

Alveg sammála því að Z4 sé vel heppnaður hjá Bangle og svo er nýja fimman líka mjög góð þróun á nýju hönnunarlínunni hjá BMW.

Sjöan er hins vegar algjör hvalur og hræðilegt monster og asnalegur - samt fíla ég hann á einhvern undarlegan hátt :hmm: Líklega af því hann er svo yfirgengilegur og út úr kú.

Author:  stinnitz [ Fri 10. Dec 2004 22:33 ]
Post subject: 

...þetta er líkt og amerískur muscle car.! Eleanor úr Gone in 60 seconds :lol:

Author:  bjahja [ Sat 11. Dec 2004 07:14 ]
Post subject: 

stinnitz wrote:
...þetta er líkt og amerískur muscle car.! Eleanor úr Gone in 60 seconds :lol:

Whaatt, neiiiii :lol: :lol:
En ég elska nýju sexuna en hamman sexan er svo geðveik hún er svo yfirgengilega getnaðaraleg :drool: mig langar í svoleðis

Author:  íbbi_ [ Sat 11. Dec 2004 08:46 ]
Post subject: 

kannski erég bara ruglaður en mér finnst bara öll bangle línan geðveik, sjöan er náttla fyrsti bíllin með þessu lúkki og þeir eru alltaf að þróast og þeir eru sona að ná fram rétta lúkkinu.. e65 verður geðveik með facelyftinu sem maður hefur verið að heyra af, sá einhverjar myndir af þessu´, og með AC schnitzer kittinu rt hún gjööðveik 8)

Author:  fart [ Sat 11. Dec 2004 19:27 ]
Post subject: 

Bangle er sennilega eini karlmaðurinn sem ég gæti hugsað mér að sænga hjá. Hann er ,,,,,,ALVEG,,,,, með þetta.

Author:  Kristjan [ Sat 11. Dec 2004 19:41 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
kannski erég bara ruglaður en mér finnst bara öll bangle línan geðveik


Ég er alveg sammála þessu, Bangle veit sínu viti.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/