bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skuggalegur!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=808
Page 1 of 1

Author:  Moni [ Wed 12. Feb 2003 21:20 ]
Post subject:  Skuggalegur!!!

Þessi er geðveikur, "tjúnaður" af DINAN,
Þetta er 540i, 4,4l V8 með supercharger og skilar víst einhverjum 450 hp...

Image

Image

Hreint ekki slæmur!

Gaurinn hlýtur að vera mafíósi eða eitthvað svoleiðis, prófiði bara að kíkja á síðuna!!!

www.jimmy540i.com

Author:  bjahja [ Wed 12. Feb 2003 21:51 ]
Post subject: 

Hann er sjálfskiptur :(

Author:  Svezel [ Wed 12. Feb 2003 22:13 ]
Post subject: 

Ekkert að því að þessi sé sjálfskiptur, nær 100kmh á 4 sek!

Ég er á þeirri skoðun að allar fimmur nema M5 og kannski einhverjar Alpinur eigi að vera sjálfskiptar.

Author:  Halli [ Thu 13. Feb 2003 22:14 ]
Post subject: 

þessi bill er bara snilld 8)

Author:  hlynurst [ Thu 13. Feb 2003 23:45 ]
Post subject: 

Ótrúlega fallegur. Og ekki skemmir fyrir að hann er öflugur. En... ég er eins og sumir, verð að hafa þetta beinskipt. Kallið mig bara skrítinn. :)

Author:  Moni [ Mon 17. Feb 2003 19:35 ]
Post subject: 

svezel wrote:
Ég er á þeirri skoðun að allar fimmur nema M5 og kannski einhverjar Alpinur eigi að vera sjálfskiptar.


Ég er sammála! Mér finnst 3 línan, M3 og litlu bílarnir mega vera beinskiptir en 5 og 7 línan eiga að vera sjálfskiptir... nema auðvitað M5!!!

En það eru alltaf til undantekningar :D

Author:  Djofullinn [ Mon 17. Feb 2003 19:39 ]
Post subject: 

Ég er ekki sammála því, ég vill hafa mína bíla beinskipta, mér finnst miklu skemmtilegra að keyra beinskipta bimma :roll:

Author:  Moni [ Mon 17. Feb 2003 19:49 ]
Post subject: 

Já það er gaman, minns er beinskiptur... mér finnst eðalvagnar eiga vera sjálfskiptir en sportarar eiga vera beinskiptir... En það er enginn með sama smekk þannig að það er ekki hægt að rífast um þetta! :wink:

Author:  siggiii [ Mon 17. Feb 2003 20:33 ]
Post subject: 

svezel wrote:
Ekkert að því að þessi sé sjálfskiptur, nær 100kmh á 4 sek!

Ég er á þeirri skoðun að allar fimmur nema M5 og kannski einhverjar Alpinur eigi að vera sjálfskiptar.




Sammála enn þetta er alltaf bara persónulegt :)

Author:  Haffi [ Tue 18. Feb 2003 09:14 ]
Post subject: 

mér finnst skemmtilegra að keyra ssk á cruisinu.... t.d. gamli 320 bíllinn var á 3000rpm á 100km/h en nýji SSK einu ári nýrri er á 2000rpm á 110km/h.

Munar soldið þar á milli, kemst hraðar og enginn bólginn fótur eftir laugarvegin (Bý þar 3 mán á ári)

Author:  hlynurst [ Tue 18. Feb 2003 12:29 ]
Post subject: 

Það er reyndar rétt hjá þér. Þau einu skipti sem ég keyri laugarveginn þá bölva ég bílnum fyrir að vera ekki ssk... en það er reyndar eini staðurinn sem ég bölva skiptingunni.

Author:  gstuning [ Tue 18. Feb 2003 15:19 ]
Post subject: 

Eftir að ég skipti yfir í 320i slave cylender, sem eykur enn á stífleika kúplingarinnar þá kemst ég ekki niður allan laugaveginn,
ótrúlegt og ég er með mjög sterk læri takk fyrir,

áður var það slatti problem en svo ómögulegt,
:)
En beinskipt rúlar,

Author:  bjahja [ Tue 18. Feb 2003 21:23 ]
Post subject: 

Ég forðast það að keyra niður laugaveginn, enda er ég hvorki með bassaakeilu, aflitað hár né gulan bíl :wink:. En ég geri það annað slagið þegar fólk í bílnum vill það og þá er eina skiptið sem ég vildi hafa hann sjálfskiptan.

Author:  SpeedGirl [ Fri 28. Feb 2003 16:06 ]
Post subject: 

Það var einmitt verið að setja útá það að bíllinn hjá mér væri beinskiptur, var sagt við mig "hvernig geturu keyrt svona stórann bíll með beinskiptingu" ............ Ég vil ekki sjá sjálfskipt........ Ég bara kann ekki að keyra sjálfskipt, hefur alveg verið vandamál hehehehe.... hamrandi á bremsuna þegar ég ætla að "kúpla" og svo framvegis. En mér finnst bara að það ætti að vera jafnt af bein og sjálfsk. þá getur mar valið. Ekki væri ég sátt ef einhverjar ákveðnar týpur væru bara sjálfskiptar osfrv. :?

Author:  Þórður Helgason [ Sat 01. Mar 2003 00:36 ]
Post subject:  skipting

Ég féll nú fyrir mínum 735i, ekki síst vegna fimm gíra kassans.

Þetta stór og öflugur bíll, beinskiptur, og kemur alveg frábærlega út.

Það er ekki eins og maður sé að skipta um gír á 5 sek fresti til þess að
halda umferðarhraða, eins og á sumum austurlenskum druslum, maður er í sama gír frá 30 kmklst til 70+ innanbæjar án þess að vera að nauðga eða þenja. Verður ekki betra.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/