bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Alpina b10 v8
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=785
Page 1 of 1

Author:  rutur325i [ Mon 10. Feb 2003 22:58 ]
Post subject:  Alpina b10 v8

Ég átti leið í 10-11 lágmúla en lagði samt hjá lyfju sem kannski skiptir ekki öllu máli , á leiðinni inn í 10-11 sá ég árekstur þar sem kona klessti aftan á einhverja toyotu rollu en það skiptir kannski ekki máli heldur......

Aftur á móti þegar ég kom útur 10-11 og var að koma að bílnum mínum þá sé ég e39 bmw sem er kannski ekkert tiltökumál, nema ég sá strax að hann var með einhverju kitti og svo sá ég felgurnar, þá auðvitað fattaði ég að þetta væri alpina b10 v8 en svo kom reiðarslagið.
Eigandinn startaði bílnum og kom þetta æðislega v8 hljóð , milt en samt ógnvekjandi.

Það er alveg á hreinu að ég fer oftar í þessa 10-11 búð fyrst svona kemur fyrir þ.e.a.s árekstur og flottur bmw.

Author:  rutur325i [ Mon 10. Feb 2003 23:02 ]
Post subject: 

Maður er nú ekki með öllu viti... ég sá ekki þennan nýja dálk "áhugaverðir bimmar" eða eitthvað svoleiðis, kannski að einhver admin eða moderator flytji þetta á milli :oops:

Author:  Jói [ Tue 11. Feb 2003 17:38 ]
Post subject: 

Ég hélt í stutta stund að þessi Alpina hafi klesst á Toyotuna. :oops:

Hvernig er þessi bíll á litinn?

Author:  iar [ Tue 11. Feb 2003 20:33 ]
Post subject: 

gesturinn wrote:
Ég hélt í stutta stund að þessi Alpina hafi klesst á Toyotuna. :oops:


Sama hér... nett sjokk... :shock:

Author:  DXERON [ Wed 12. Feb 2003 13:14 ]
Post subject: 

já það hefði verið leiðinlegt að lesa ef bimminn hefði verið í árekstrinum....... örugglega skemmtilegir bimmar þessir Alpina... 8)

Author:  Moni [ Wed 12. Feb 2003 18:37 ]
Post subject: 

Þessi Alpina bimmi á heima uppí grafarvogi, E39 B10 V8 silfurgrár eða kannski frekar ljós ljós blár (ég kann ekki að skilgreina litinn betur :? ) Ég var að vinna í húsi við hliðina bara rétt áðan og hann er tjónaður að framan, ég sá að stuðarinn hangir niður öðrumeginn að framan :( En þessi bíll er SVAKALEGUR!!! með þeim flottari sem ég hef séð(af E39 hér á landi!!! :D )

Author:  bjahja [ Wed 12. Feb 2003 19:16 ]
Post subject: 

Ha þessi bíll er nýkominn til landsins er það ekki, er hann strax tjónaður???
Var þetta mikið djöfulsins synd :(

Author:  Moni [ Wed 12. Feb 2003 19:27 ]
Post subject: 

Hann sneri með framendann að húsinu, ég sá bara að framstuðarinn hékk niður öðru megin... Hann er með skoðun til 2005 eins og allir nýir bílar árið 2002, þannig að þetta er mjög nýtt!

Getur einhver sagt mér specs um þennan bíl????

Author:  Svezel [ Wed 12. Feb 2003 20:25 ]
Post subject: 

Hér er allt um þessa bíla.

Author:  Moni [ Wed 12. Feb 2003 20:45 ]
Post subject: 

Takk Svezel!!! Ég varð reyndar svo óþolinmóður að ég fann þetta sjálfur :D En ég er sko alveg til í að fá mér 1 stk. B10 V8!!!

Er Alpina á vegum BMW verksmiðjanna??? eins og Motorsportdeildin (M)

Author:  Alpina [ Wed 12. Feb 2003 21:09 ]
Post subject: 

nei

Author:  Þórður Helgason [ Wed 12. Feb 2003 22:17 ]
Post subject:  Alpina

Lookið er ekki nærri nógu aggressívt á þessum bílum.

Author:  Moni [ Mon 17. Feb 2003 19:29 ]
Post subject: 

Eru Alpina bílarnir allir beinskiptir eða eru þeir til sjálfskiptir???

Author:  Djofullinn [ Mon 17. Feb 2003 19:35 ]
Post subject: 

Þeir eru til sjálfskiptir 8)

Author:  ///MR HUNG [ Tue 18. Feb 2003 16:29 ]
Post subject: 

hann var fluttur inn með lafandi stuðara :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/