bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Einstakur bíll til sölu á mobile.de
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=715
Page 1 of 1

Author:  Svezel [ Mon 03. Feb 2003 21:20 ]
Post subject:  Einstakur bíll til sölu á mobile.de

Þessi einstaka E36 B8 4.6 Alpina Cabrio er til sölu á mobile.de en aðeins 23 eintök voru smíðuð í heiminum.

Þessir bílar eru einnig mjög sérstakir fyrir það að vera einu 8cyl þristarnir í sögunni og aflið í þessum bílum er víst algert rugl. Þeir eru að skila 333hö og 470Nm togi sem skilar þeim í 100kmh á 5.6 sec (skv. Alpina) og á 280kmh hámarkshraða. Milihröðunin í þessum bílum er víst all svaðaleg og skilur víst M3 alveg eftir í þeim efnum.

Getur einhver lánað mér nokkrar millur vaxtalaust í helling af árum :D

Author:  bjahja [ Mon 03. Feb 2003 21:24 ]
Post subject: 

Vá hvað hann er flottur.

Author:  hlynurst [ Mon 03. Feb 2003 21:30 ]
Post subject: 

Já þessi bíll er mjög flottur! Gaman líka að sjá ofan í húddið á honum... væri ekki leiðinlegt að vera með svona mótor í bílnum. Kannski fyrir budduna en þá kaupa menn sér ekki svona bíla!

Author:  Halli [ Mon 03. Feb 2003 21:30 ]
Post subject: 

þetta er flottur bíll ekkert of ýktur og góður litur 8)

Author:  Raggi M5 [ Mon 03. Feb 2003 23:03 ]
Post subject: 

Þetta er ágætis hræ :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/