bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ég fór í Legoland og sá auðvitað áhugaverðan bimma - E21 CAB
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=6967
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Mon 02. Aug 2004 18:04 ]
Post subject:  Ég fór í Legoland og sá auðvitað áhugaverðan bimma - E21 CAB

Þetta hlýtur að vera sérsmíði, ég vissi allavega ekki að það væri til E21 Cabrio, nema þá auðvitað Baur Cabrio sem er með póstum fyrir aftan hurðarnar...

Þessi bíll var bara nokkuð flottur, ekkert ryð og leit vel út að innan...

Mér finnst þó ennþá E30 Cabrio flottari :wink:

Image
Image

Author:  Djofullinn [ Mon 02. Aug 2004 18:13 ]
Post subject: 

Nokkuð töff :)
Ég veit að eitthvað fyrirtæki í bandaríkjunum breytti fyrir fólk E21 í cabrio á sínum tíma en aldrei heyrt né séð það í evrópu. Hef reyndar séð myndir af einum og einum í evrópu í gegnum árin á netinu

Author:  gunnar [ Mon 02. Aug 2004 18:34 ]
Post subject: 

Já ég verð að vera sammála, mér finnst E30 mun fallegri Cabrio en E21, en hvernig gengur annars úti Bebecar ? Bílamál eitthvað að ganga ?

Author:  Alpina [ Mon 02. Aug 2004 19:16 ]
Post subject: 

Þessi bíll er á Norskum plötum

Author:  bebecar [ Mon 02. Aug 2004 21:16 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Já ég verð að vera sammála, mér finnst E30 mun fallegri Cabrio en E21, en hvernig gengur annars úti Bebecar ? Bílamál eitthvað að ganga ?


Þetta gengur hægt, maður er enn að leita að staðgreiðslu fyrir 911 bílinn því maður gerir ekkert fyrr en maður er búin að selja hann. SE sem er með umboðið fyrir mig hér á spjallinu var svo í heimsókn hjá mér þannig að það var ekkert hægt að gera á meðan... ég auglýsi hann væntanlega aftur á miðvikudaginn og þá á allt að vera klárt í að klára þetta.

Ég var að bíða eftir einum sem er víst á sjó og á að koma í land á svipuðum tíma...

Annars er ég farinn að sakna hans ógurlega mikið, það væri ekki leiðinlegt að krúsa á honum hér.... 8) Samt skíthræddur um að honum yrði stolið :roll:

Author:  gunnar [ Mon 02. Aug 2004 21:24 ]
Post subject: 

Er mikið af bílastuldum þarna ?

En hvernig er bimma flóran þarna ? Er ekki rosalega mikið af fallegum bílum þarna? Eða er þetta bara allt saab og volvo ? :lol:

Endilega taka myndir þarna úti og leyfa okkur eskimóunum að sjá aðeins út fyrir þessa blessuðu eyju.

:wink:

Author:  bebecar [ Tue 03. Aug 2004 07:31 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Er mikið af bílastuldum þarna ?

En hvernig er bimma flóran þarna ? Er ekki rosalega mikið af fallegum bílum þarna? Eða er þetta bara allt saab og volvo ? :lol:

Endilega taka myndir þarna úti og leyfa okkur eskimóunum að sjá aðeins út fyrir þessa blessuðu eyju.

:wink:


HUH, NEI! Hér er ömurleg flóra af druslum enda er danmörk dýrasta land í heimi þegar kemur að bílum.

Þú sérð fleiri Porsche bíla á einum degi á Íslandi en þú sérð á heilu ári í Danmörku!

Author:  jens [ Tue 03. Aug 2004 20:12 ]
Post subject: 

Þú hefur taugar til E21... hefur aldrei viljað segja hvar gamli bíllinn þinn er niður kominn. Og
Quote:
_________________
Ingvar Örn
Báðir til sölu, annar þeirra verður að fara!
BMW E21 323i 1981
Porsche 911S (samkvæmt nýjustu upplýsingum) 1977
"There are no old Porsches, only new drivers!"
???

Author:  bebecar [ Tue 03. Aug 2004 20:19 ]
Post subject: 

jens wrote:
Þú hefur taugar til E21... hefur aldrei viljað segja hvar gamli bíllinn þinn er niður kominn. Og
Quote:
_________________
Ingvar Örn
Báðir til sölu, annar þeirra verður að fara!
BMW E21 323i 1981
Porsche 911S (samkvæmt nýjustu upplýsingum) 1977
"There are no old Porsches, only new drivers!"
???


Ég var að laga prófílinn minn áðann og klúðraði því eitthvað, gleymdi þessu.

Nei, fyrst sá sem keypti hann hefur ekki gefið sig fram þá þegi ég... en hann fór á topp stað og á eflaust eftir að líta dagsins ljós næsta vor í 110% standi 8) Hann er þegar kominn í geymslu :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/