bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Aussie E30/M20 megastore
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=66969
Page 2 of 3

Author:  gstuning [ Tue 26. Aug 2014 23:04 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Reyndu að gera grein fyrir þinni skoðun með útskýringum, annars hefur hún ekkert gildi.

Author:  Angelic0- [ Tue 26. Aug 2014 23:38 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

12 puny ventlar.... need i say more :?:

Image

stöðugt ventlastilli-bras og whatever... nenni ekki svona... vill bara M50... skipta um olíu og keyra...

Author:  gstuning [ Wed 27. Aug 2014 01:23 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Þú veist ekki mikið um ventlastærðir þá.

Author:  Angelic0- [ Wed 27. Aug 2014 11:58 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Viltu meina að M20 hedd flæði jafn vel og M50...

Author:  Xavant [ Wed 27. Aug 2014 15:29 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

þú getur rifist útaf öllu! sama hvað þú rífst þá efast ég um að hinir séu að fara skifta um skoðun :)

Author:  gstuning [ Wed 27. Aug 2014 15:54 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Angelic0- wrote:
Viltu meina að M20 hedd flæði jafn vel og M50...


Það sagði enginn það, M20 ventlastærð er í fullkomnu samræmi við stærð á bore þvermálinu þannig að þeir eru ekki "puny". M20 portið er nokkuð ágætt standard fyrir 2ventla vél og betri enn mörg önnur standard 2ventla hedd. Ásinn er alveg sérstaklega slappur fyrir NA vél.

M50 hedd vs M20 hedd flæðir betur því ásarnir í því halda aftur af aflinu og því er powerið svipað standard.

Ekki vera að koma með einhverjar staðreyndir sem láta eins og þú vitir hvað þú ert að tala um þegar það er bara algjörlega ekki málið.
Það er hægt að fá sérstaklega gott power úr M20 með meiriháttar port jobbum, ás og nógu hárri þjöppu. 15Bar BMEP sem er bara 0.2bar frá því sem sést í fínustu Nascar vélum,

Author:  Angelic0- [ Wed 27. Aug 2014 15:59 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

30hp á 2000cc NA er slatta munur...

En já, ætlaði líka að koma inná að knastásinn er einmitt arfa lélegur...

Var ekkert að láta eins og ég vissi neitt... notaði kannski bara vitlaust orð... átti að vera í raun 12 fúlir ventlar :)

Author:  Alpina [ Wed 27. Aug 2014 22:53 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

M20 er barn síns tíma........... en 1985 var 325... ÓGEÐSLEGA kraftmikill bíll

Author:  Runar335 [ Thu 28. Aug 2014 02:04 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore



shit ég er ekki langt frá því að fá mér m20 núna hehe :D

Author:  Angelic0- [ Thu 28. Aug 2014 18:10 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

alltaf mega clever að banga revlimiterinn svona í fyrsta skipti sem að mótor er settur í gang... sérstaklega bara rétt eftir start :) hahahaha

Author:  ömmudriver [ Fri 29. Aug 2014 00:08 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Svo að ég svari þér Viktor með afhverju ég væri til í að eiga blæjuna núna með M20B25 í húddinu........


........þá er það einfaldlega þannig að planið hjá mér áður en ég fékk M60 delluna í hausin var að hressa uppá M20 vélina með grófari ás og ITB's vegna þess að jú M20 hljómar guðdómlega vel og þá sérstaklega með Hargte flækjum. Blæjubílar þurfa alls ekki mikið afl enda er það bara vitleysa því jú það er ekkert sem ver mann ef maður veltur(er að tala um E30 í þessu tilfelli) og boddýið er ekki beint með mikinn styrk.

Þetta myndband veitti mér innblásturinn og þessi stróker M20 er ef mig misminnir ekki með grófasta Shrick ásinn: https://www.youtube.com/watch?v=X_xPNVHB35Y

Author:  Angelic0- [ Sat 30. Aug 2014 00:25 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

neinei, það verður ekki tekið af þessu að þetta soundar fínt...



en M20 er ekkert skrímsli... barn síns tíma...

Author:  fart [ Sat 30. Aug 2014 05:43 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Af öllum delluköllunum í bílaflórunni þá eru fæstir sem vilja einhver skrímsli.

Author:  Fatandre [ Sat 30. Aug 2014 12:19 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Ég vil skrímsli :oops: :oops:

S70 með 48v DOHC.

Author:  fart [ Sat 30. Aug 2014 15:33 ]
Post subject:  Re: Aussie E30/M20 megastore

Fatandre wrote:
Ég vil skrímsli :oops: :oops:

S70 með 48v DOHC.

Það yrði samt ekki skrímsli á nútímakvarðanum.. Kanski 500+hö
Það er stock BMW í dag
Samt geæja

Page 2 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/