bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E-34 M5 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=6585 |
Page 1 of 3 |
Author: | Morpheus [ Sat 26. Jun 2004 13:57 ] |
Post subject: | E-34 M5 |
Ég er farinn að spá svoldið í þessum bílum, ég fann þennan og langaði bara að tékka hér , þar sem þið vitið nánast allt um þetta, hvort að verð og akstur gæti staðist, og hvað þessir bílar eru svona yfirleitt að fara á. Mér finnst alpina felgurnar geðveikar en mættu kannski vera 2" minni http://www.autoscout24.de/home/index/detail.asp?ts=5752828&id=dcwmdrwe1d1 |
Author: | Benzari [ Sat 26. Jun 2004 14:14 ] |
Post subject: | |
Verðdæmi: http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?Vie ... 65835&rd=1 Þetta fjöðrunarkerfi kostar víst hand- og fótlegg ef þú lendir í að endurnýja það. Þessi bíll sem þú ert að skoða er með sprungna blokk og er mjög líklega ekki með rétta km.stöðu. |
Author: | Geir-H [ Sat 26. Jun 2004 15:59 ] |
Post subject: | |
Ég er með eina spurnigu, ég er að spá í að reyna að versla mér einn svona, hvor vélin er betri??? ![]() ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Sat 26. Jun 2004 16:59 ] |
Post subject: | |
Það er ódýrara að reka 3.6 lítra bílana með tilliti til viðhalds. |
Author: | Morpheus [ Sat 26. Jun 2004 18:40 ] |
Post subject: | |
en er mikill munur á performanci, er ekki 3,8 bíllinn þyngri vegna meiri búnaðar |
Author: | Geir-H [ Sat 26. Jun 2004 20:38 ] |
Post subject: | |
Bilar 3,8 semsagt meira en 3,6.. |
Author: | bebecar [ Sat 26. Jun 2004 22:37 ] |
Post subject: | |
Geir-H wrote: Bilar 3,8 semsagt meira en 3,6..
Það er í sjálfur sér lítill munur á vélunum en aðallega er það kannski vegna þess að 3.6 lítra bíllinn er með mun minni búnaði og einfaldari fjöðrunabúnaði sem er mjög traustur. |
Author: | Stefan325i [ Sat 26. Jun 2004 22:51 ] |
Post subject: | |
það eru öflugri bremsur á 3.8 bílnum persónulega myndi ég taka 3.8 yfir 3.6, öflugri og betur búinn bíll. |
Author: | bebecar [ Sat 26. Jun 2004 22:56 ] |
Post subject: | |
Stefan325i wrote: það eru öflugri bremsur á 3.8 bílnum
persónulega myndi ég taka 3.8 yfir 3.6, öflugri og betur búinn bíll. Ég myndi taka eins strípaðan 3.6 og hægt er... bremsurnar á 3.6 eru alveg nógu góðar fyrir okkur ![]() Nema kannski ef maður væri í Touring, þá myndi ég alveg þiggja 3.8 og geta stillt á Comfort og notað sparkeyrslu gírinn í langkeyrslunni. Annars hef ég keyrt 3.8 lítra bíl (slæmann) og hann virkaði miklu slappari en minn gamli. |
Author: | Alpina [ Sun 27. Jun 2004 15:55 ] |
Post subject: | |
Morpheus wrote: en er mikill munur á performanci, er ekki 3,8 bíllinn þyngri vegna meiri búnaðar
Þú verður að gera upp við sjálfan þig........Að hverju ertu að leita... ![]() ![]() Auðvitað er 3.8 öflugri en 3.6 en,,,,,,, eru aðstæður til að nota þetta,,hérlendis ![]() Dýrari,,ok en margfalt skemmtilegri alhliða bíll og ,,tæplega jafn öflugur og M5 E34 ,,,,,,,,,, í spyrnu milli ljósa á M5 yfirleitt ekki möguleika en hvað ertu að sækjast eftir........SVAR=== ![]() ![]() ![]() |
Author: | Morpheus [ Sun 27. Jun 2004 17:27 ] |
Post subject: | |
ég er að fara í skóla og langaði að eiga einhvern almennilegan bíl með, ég er með 2milj krónu bíl núna, og ég hef bara ekki efni á því að vera með svo dýran bíl meðan ég er í skólanum..... mér finnst e-34 bílarnir rosalega fallegir og á svona sæmilega viðráðanlegu verði fyrir mig.... Ef ég fer afturámóti að spá í 540 e-39 þá er ég kominn í 2+ milj fyrir sæmilegt eintak |
Author: | Svezel [ Sun 27. Jun 2004 17:48 ] |
Post subject: | |
Þú verður nú líka að athuga það að E34 M5 gengur ekki á loftinu einu saman, hann notar dálítið af bensíni og þessir bílar eru nú komnir nokkuð til ára sinna svo það er á þessu reglubundið viðhald. Mjög skemmtilegir bílar og miklar græjur í réttum höndum en amatör hefur ekkert í 540 eins og nafni (Alpina) bendir réttilega á. |
Author: | Morpheus [ Sun 27. Jun 2004 17:52 ] |
Post subject: | |
Ég geri mér allveg grein fyrir því að m5 noti bensin, en það gerir 540 líka og mjög líklega flestir bílar sem eiithvað power er í.... |
Author: | Svezel [ Sun 27. Jun 2004 17:56 ] |
Post subject: | |
M5 notar meira bensín en 540 það er alveg staðreynd auk þess sem slithlutir í 540 kosta mikið minna en í M5. Ég er alls ekki að reyna að gera þig fráhvefan E34 M5 en bara að benda á (og þú veist það kannski fyrir) að það kostar dálítið að reka slíkan bíl. Kannski ekki mikið miðað við hvernig bíll þetta er en samt sem áður dálítið |
Author: | Morpheus [ Sun 27. Jun 2004 18:01 ] |
Post subject: | |
Ég veit að þetta kostar sitt, og þetta eru bara hlutir sem ég er að spá í, er ekkert búinn að taka endanlega ákvörðun sem verður ekki haggað... kannski maður haldi bara áfram á 2.0 lítra v-tec sparibauknum í gegnum þennan vetur, og íhugi þetta bara næsta sumar |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |