bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Góð kaup
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=6476
Page 1 of 1

Author:  Austmannn [ Fri 18. Jun 2004 14:44 ]
Post subject:  Góð kaup

http://www.mobile.de/SIDgYVJ3sqqUq1YbeT ... 34&top=42&

Rosalega fallegur bíll.........ekkert keyrður, stórglæsilegur að innan og kostar 1,8 hingað kominn, reyndar í dýrari kantinum en alger gullmoli..

Hvað finnst ykkur.

Author:  Kull [ Fri 18. Jun 2004 15:04 ]
Post subject: 

Virðist mjög fallegur bíll en líka ansi dýr. Myndi líka athuga hvort skipt hafi verið um fjöðrun, Nurburgring fjöðrunin er dýr!

Author:  Austmannn [ Fri 18. Jun 2004 15:09 ]
Post subject: 

Hvernig er það, ef maður kaupir bíl með þessari dýru fjöðrun, getur maður ekki bara keypt orginal M5 fjöðrun í staðinn, þarf maður að kaupa þessa Nurnburgring gorma :roll:

Author:  Logi [ Fri 18. Jun 2004 15:14 ]
Post subject: 

Nei þú þarft þess ekki. Mjög margir skipta þessu út complett vegna þess hvað þetta er dýrt! En við erum þá að tala um að verðið liggi í dempurunum, yfirleitt þarf nú ekki að skipta um gorma um leið.......

Author:  Austmannn [ Fri 18. Jun 2004 15:17 ]
Post subject: 

það er flott maður, þannig að maður getur einnig sett Nurnburgring fjöðrun í "venjulegan" m5 án þess að þurfa fara út í eitthvað skítamix :wink:

Author:  Kull [ Fri 18. Jun 2004 15:21 ]
Post subject: 

Allir 3.8L bílarnir eru með EDCIII fjöðrun, síðan var Nurburgring ennþá flottari pakki þar sem hægt var að velja sport og comfort. Þetta er ekkert sem þú hendir milli bíla vandræðalaust samt, enda rafstýrt dæmi.

Kosturinn við 3.6L bílana að það er tiltölulega lítið mál að setja aftermarket gorma og dempara, t.d. Koni, Eibach eða aðra.

Author:  Logi [ Fri 18. Jun 2004 15:25 ]
Post subject: 

Allt rétt hjá Kull! Eftir að ég fór að leggjast mikið yfir þetta M5 dæmi á sínum tíma komst ég að þeirri niðurstöðu að Nurburgring væri bara no no, nema ef ég ætti NÓG af peningum :lol:

Author:  Austmannn [ Fri 18. Jun 2004 16:03 ]
Post subject: 

Ég var að finna 94 módel af M5 á 7000evrur......ekin 151þús minnir mig............þvílíkt fallegur *úff

Hann fart gerði mig alveg geðveikan með þessu E39 M5 dæmi, en ég ætla að fá mér E34, mér þykja þeir ódýrari :lol: :lol:

Author:  HelgiPalli [ Sun 20. Jun 2004 16:46 ]
Post subject: 

E34 M5 eiga nú varla eftir að lækka mikið meira en þetta 5-7000 evrur, nema þá bílar sem eru komnir yfir 300þús km eða eitthvað álíka -- ætli það sé ekki hárréttur tími til að kaupa þetta á næstu tveim árum eða svo?

Author:  Austmannn [ Mon 21. Jun 2004 09:12 ]
Post subject: 

Jú, sammála því, ég er búinn að vera að spá í M5 lengi, og síðustu 2 ár hafa þeir komið inn á það verðlag sem maður hefur efni á. :D

Það eru góðir tímar frammundan :D :D :twisted: :D :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/