bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E30 Cabrio
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=6308
Page 1 of 4

Author:  Svezel [ Fri 04. Jun 2004 22:52 ]
Post subject:  E30 Cabrio

Rakst á þennan glæsilega E30 325 Cabrio áðan niður við Kópavogshöfn

Image
Image

Kannast einhver við þennan bíl? Virkilega huggulegur bíll

Author:  Nökkvi [ Fri 04. Jun 2004 22:59 ]
Post subject: 

Ég er ekki 100% viss en held að þessi bíll hafi verið fluttur inn í kringum 1996 af manni sem var í innflutningi á bílum og heitir Kristján. Þetta er 1988 módel af 325i (eins og sést á myndunum) kóngablár og með ljósu leðri. Í alla staði mjög huggulegur bíll. Hann var lengi á einkanúmerinu "TENNIS" ef einhver kannast við það.

Author:  Jetblack [ Fri 04. Jun 2004 23:41 ]
Post subject: 

er þetta bíllin sem var fluttur inn af bonitas eða eithvað svoleiðis

Author:  Jss [ Fri 04. Jun 2004 23:56 ]
Post subject: 

Ég sá þennan bíl einmitt líka í dag, á sama stað. ;)

Sýndist vanta sætin í hann og sýnist það nú líka á þessum myndum. Gullfallegur bíll og hefur víst verið hér í einhvern tíma.

Author:  Spiderman [ Sat 05. Jun 2004 12:48 ]
Post subject: 

Þessi bíll var fluttur inn 1995 af fyrirtækinu Stórt og smátt. Það er rétt að bíllinn var með númerið Tennis en eigandinn tók það af eftir að bíllinn var rispaður nokkrum sinnum. Það var viðtal við eigandann fyrir nokkrum árum í einhverju blaði og minnir mig að hann hafi þá verið búinn að selja bílinn og kominn á Z3 :D

Author:  oskard [ Sat 05. Jun 2004 14:01 ]
Post subject: 

þessi bíll á heima í hlíðunum og er búinn að vera þar nokkuð lengi.

þetta er 325i sjálfskiftur með tan sport sæti og er blár á 15" baskets

hann var sprautaður og allur tekinn í gegn þegar hann kom til landsins
og segir að sagan að hann hafi verið askolli sjúskaður þegar hann kom
stel því ekki dýrara en ég seldi það :? ;)

Author:  gunnar [ Sat 05. Jun 2004 15:17 ]
Post subject: 

Engu að síður mjög fallegur bíll, en hann mætti fá aðeins stærri og vígalegri skó til að verða alvöru

Author:  oskard [ Sat 05. Jun 2004 15:24 ]
Post subject: 

eina sem mætti breyta að mínu mati er að setja á hann mtech II :)
þessar felgur owna

Author:  Giz [ Sat 05. Jun 2004 15:32 ]
Post subject: 

Fallegur bíll, enda var ég til skamms tíma eigandi að honum.

Fluttur inn af Bonitas, bræðrunum Kristjáni og Halldóri, sem voru mjög mikið í bílainnflutningi á þessum tíma. Kristján var í mörg ár á bílnum, þe konan hans og bílinn var í toppformi. Þegar ég fékk hann var ný blæja á honum þar sem einhver hafði leikið sér með hnífi á gömlu.

Veit svo sem ekkert um hvernig bíllinn var við komu til landsins eða hvernig hefur verið farið með hann í seinni tíð. Enga að síður reyndist mér vel og virkilega fallegur ennþá greinilega.

Ég er algjörlega ósammála rógburði á þessar felgur. Langflottastur svona, klassískt og glæsilegt.

Giz

Author:  ta [ Sat 05. Jun 2004 23:53 ]
Post subject: 

oskard wrote:
....
og segir að sagan að hann hafi verið askolli sjúskaður þegar hann kom
stel því ekki dýrara en ég seldi það :? ;)


og hvað með það

Author:  oskard [ Sat 05. Jun 2004 23:54 ]
Post subject: 

ta wrote:
oskard wrote:
....
og segir að sagan að hann hafi verið askolli sjúskaður þegar hann kom
stel því ekki dýrara en ég seldi það :? ;)


og hvað með það



bite me

Author:  ta [ Sat 05. Jun 2004 23:56 ]
Post subject: 

oskard wrote:
ta wrote:
oskard wrote:
....
og segir að sagan að hann hafi verið askolli sjúskaður þegar hann kom
stel því ekki dýrara en ég seldi það :? ;)


og hvað með það



bite me

:D

Author:  Svezel [ Sat 05. Jun 2004 23:58 ]
Post subject: 

Það er greinilegt að menn þekkja bimmana vel hérna :)

Alveg sammála oskard, mtechII og bíllinn er fullkominn 8)

Author:  ta [ Sun 06. Jun 2004 00:03 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Það er greinilegt að menn þekkja bimmana vel hérna :)

Alveg sammála oskard, mtechII og bíllinn er fullkominn 8)


ósammála, fullkomin eins og hann er.
ef ég ætti hann mundi ég hafa hann akkúrat svona.

Author:  jens [ Sun 06. Jun 2004 08:32 ]
Post subject: 

Sammála síðasta ræðumanni.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/