Yellow wrote:
Jón Ragnar wrote:
Var þessi bíll ekki einu sinni niðri í Flytjanda portinu með brotnar rúður eftir e-ð óhapp
Held það,,, allavega sá ég hann síðasta vetur í mjög slöppu ástandi og svo í góðu ástandi um daginn.
Hann var ekki í raun neinu verra ástandi en hann er núna í eins sem var að það fór skiptingin og hann stóð þess vegna í rúman mánuð og safnaði skít og drullu þangað til skiptingunni var reddað, ég sá mjög vel um þennan bíl, hann dropaði olíu og ég tjekkaði á að það vantaði ekkert uppá 2 vikna fresti, leifði vélinni að hittna áður en ég keyrði eitthvað á henni og lét mér ekki detta í hug að fara yfir 3þús snúninga á meðan hún var ekki orðin nógu heit og aldrei djöflast á þessum bíl, s.s spól eða annað. Lét rétta felgurnar, skipti um ljós og lagaði pixlana í mælaborði. Þessi bíll hefur ekki fengið neitt annað en gott viðhald hjá mér

og þessi bíll var mér mjög traustur nema bilunina sem kom upp í vetur og hefur verið reddað. Sé alveg eftir því að hafa látið hann frá mér
