bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=54984
Page 1 of 1

Author:  srr [ Sun 29. Jan 2012 04:57 ]
Post subject:  Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

Ég var að skoða video frá Bíladögum árið 1999 og birtist þar einn E34.

Hann er svartur með breiða framendanum og númerið ND4SPD.
Það sem böggar mig er að hann er með 01 skoðunarmiða á plötunum sem stenst ekki við
að vera á bílasýningu árið 1999,,,,hefði í mesta lagi átt að vera með 00 miða?
Ég er einnig búinn að fletta upp öllum V8 E34 bílunum og enginn þeirra er skráður
með ND4SPD í númeraferlinum.

Gæti einhver varpað ljósi á þennan bíl?

Einu myndirnar sem eru af honum á videoinu eru þessar hér:

Image

Image

Videoið í heild sinni má sjá hér:
!

Author:  birkire [ Sun 29. Jan 2012 07:34 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

Gæti verið 95 módel með m50. 95 módelin voru alltaf með breiða framendanum ásamt plöstum yfir sílsa.
Sé ekki framsvuntuna nógu vel en framsvuntan var spes á v8 bílana

Author:  ömmudriver [ Sun 29. Jan 2012 08:44 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé BBS framsvunta.

Author:  birkire [ Sun 29. Jan 2012 09:27 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

Eini bíllinn sem ég man eftir með þannig er UX621 en hann er gamall m20 bíll, lúkkar smá eins og Zender svunta en það kitt var á fúlum gulllituðum 520 árið 2008 áður en það var tekið af honum

Author:  íbbi_ [ Sun 29. Jan 2012 13:25 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

nonni ætti að vita þetta,

Author:  Lindemann [ Sun 29. Jan 2012 23:55 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

íbbi_ wrote:
nonni ætti að vita þetta,


á ekki Brynjar þetta númer?

Author:  Sezar [ Mon 30. Jan 2012 00:27 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

Lindemann wrote:
íbbi_ wrote:
nonni ætti að vita þetta,


á ekki Brynjar þetta númer?


Jú, Binni á þetta.

Author:  ///MR HUNG [ Mon 30. Jan 2012 23:18 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

íbbi_ wrote:
nonni ætti að vita þetta,

Nee ekki græna.
Ég man eftir bílnum enn hef annars ekki hugmynd um hvaða bíll þetta er.

Author:  Alpina [ Tue 31. Jan 2012 18:07 ]
Post subject:  Re: Hvaða E34 er þetta? Bíladagar 1999

///MR HUNG wrote:
íbbi_ wrote:
nonni ætti að vita þetta,

Nee ekki græna.
Ég man eftir bílnum enn hef annars ekki hugmynd um hvaða bíll þetta er.


:lol: :rollinglaugh: :rollinglaugh:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/