bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
F12/13 650i https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=51697 |
Page 1 of 1 |
Author: | SteiniDJ [ Thu 23. Jun 2011 00:59 ] |
Post subject: | F12/13 650i |
Sælir! Sá þessa í dag, hvað finnst ykkur um nýja lúkkið? ![]() ![]() Nýkominn úr faktoríunni. ![]() |
Author: | ömmudriver [ Thu 23. Jun 2011 02:53 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
Djöfull er þetta ljótt!! |
Author: | Danni [ Thu 23. Jun 2011 04:25 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
First impression er allavega ekki gott..... Hver veit, kannski venst þetta á mann eins og E60 gerði. Fannst það alveg mökk ljótir bimmar þegar þeir komu fyrst. |
Author: | SteiniDJ [ Thu 23. Jun 2011 06:46 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
Ég hugsa að flestir þeirra sem eru ekki hrifnir af þessu útliti munu skipta um skoðun með tímanum, eða þegar þeir fá fyrst að sjá svona bíl með berum augum. Gefur frá sér allt annað vibe í raunveruleikanum en hann gerir á lélegum myndum ala SteiniDJ! Svolítið merkilegt með nýja bíla frá BMW, en margir þeirra eru litnir illum augum í fyrstu en svo róast menn örlítið og sjá skyndilega bílana í allt öðru ljósi. Man t.d. þörfina á áfallahjálp hér eftir að myndir af F01 komu fyrst á netið, en veit ekki betur en að hann sé að skora vel hjá flestum hérna í dag! ![]() |
Author: | Kristjan [ Thu 23. Jun 2011 13:28 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
Vantar allar línur í greyið bílinn. |
Author: | íbbi_ [ Thu 23. Jun 2011 15:41 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
flottur bara. meira af þessu mjúka lúkki, ég er svona bæði sammála og ekki með kenningu steina, bangle bílarnir vöktu gríðarhörð viðbrögð en eru almennt að verða viðurkenndir sem afar flott hönnun, nýjustu bilarnir eru nú að mínu mati mun "hlédrægari" týpur en forverarnir, margir hlutir orðnir aftur eins og þeir voru fyrir bangle. og deilur um F01/f10 eru bara djók meðað við hvernig það var þegar E65/6 kom. F01/10 minna mig dáldið á E38/9. gríðalega modern og jú dáldið in your face, en afar grown up og ekki jafn beitt hönnun og E65/60, finnst F01/10 líka mjög massívir á allann hátt eiginlega. rétt eins og E38/9 voru mjög massívir hliðina á E32/4 gæti jafvel trúað að síðar þegar ekkert af þessu verður nýtt verði þetta aftur svipað. og heiðri E60 haldið á lofti vegna "sannra M gena" meðan ekki minni hópur á eftir að kjósa F10 m5 vegna þæginda og flr ekki ólíkt E34 m5 vs E39 m5 |
Author: | ppp [ Thu 23. Jun 2011 19:52 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
íbbi_ wrote: bangle bílarnir vöktu gríðarhörð viðbrögð en eru almennt að verða viðurkenndir sem afar flott hönnun Ég held að E60 eigi eftir að eldast frekar illa í útliti. Einnig verð ég að segja að þó að ég hafi horft á þá endalaust mikið núna þá finnst mér þeir ekki neitt gasalega fallegir. Meira svona vont en það venst dæmi. Anyway, þessi sexa. Mér finnst hann allt í lagi svosem, en sammála því að það vanti allar línur á hann. Ef þið horfið á boddýið á þessu, þetta er eiginlega eins og deig sem að er búið að hnoða í lengju. |
Author: | SteiniDJ [ Fri 24. Jun 2011 01:20 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
Þetta er þó cabrio, sá engan coupe þarna. Hlakka til að sjá þannig, því oft finnst mér eitthvað vanta við cabrio. Svolítið fyndið að þið segið að það vanti allar línur í þennan bíl, því nú hef ég verið að skoða nýja E90 facelift og F10 og tekið eftir því að það eru komnar mun meiri línur í bílana, eitthvað sem hvarf svolítið þegar Bangle komst í þá. |
Author: | IceDev [ Fri 24. Jun 2011 03:47 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
íbbi_ wrote: flottur bara. meira af þessu mjúka lúkki, ég er svona bæði sammála og ekki með kenningu steina, bangle bílarnir vöktu gríðarhörð viðbrögð en eru almennt að verða viðurkenndir sem afar flott hönnun, nýjustu bilarnir eru nú að mínu mati mun "hlédrægari" týpur en forverarnir, margir hlutir orðnir aftur eins og þeir voru fyrir bangle. og deilur um F01/f10 eru bara djók meðað við hvernig það var þegar E65/6 kom. F01/10 minna mig dáldið á E38/9. gríðalega modern og jú dáldið in your face, en afar grown up og ekki jafn beitt hönnun og E65/60, finnst F01/10 líka mjög massívir á allann hátt eiginlega. rétt eins og E38/9 voru mjög massívir hliðina á E32/4 gæti jafvel trúað að síðar þegar ekkert af þessu verður nýtt verði þetta aftur svipað. og heiðri E60 haldið á lofti vegna "sannra M gena" meðan ekki minni hópur á eftir að kjósa F10 m5 vegna þæginda og flr ekki ólíkt E34 m5 vs E39 m5 Ég er eiginlega 100% sammála þér í þessum málum. Þetta er óhemju hlédrægt tímabil hjá þessum Adrian van hoinkenpoiiiknendolfk. Ég til dæmis fílaði ekki fyrst 5 línuna hjá bangle en hún er búin að venjast ótrúlega vel. 1 serían, 6 serían, 7 serían og Z4 serían hjá bangle var algjört insta-love/hate dæmi hjá flestum. Í mínu tilfelli var það love. Þetta er án efa betra í persónu en mér þykir vera búið að normalize þessa bíla of mikið. Ef þessi sexa myndi t.d allt í einu birtast hér á landi þá væri ég t.d ekki viss hvort að þetta væri BMW eða Jaguar... Það eina sem ég hef séð af viti frá Adrian er nýi Z4. Mér þykja hinsvegar næstum allir F platformarnir vera frekar "meh" og virkar það án efa fyrir aukið sales. Þeir líta allir út eins og bangle 3 sería fyrir mér....sem er ekki skemmtilegt. |
Author: | SteiniDJ [ Fri 24. Jun 2011 04:38 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
IceDev, að líkja bílum eins og F10 við E90 er sennilegast ekki alveg úr lausu lofti gripið. Þá sérstaklega E90 facelift. Sá nýjan E90 facelift á ferðinni í dag með hvíta angel eyes hringi og ég var alveg viss um að hér væri F10 á ferð, þar til að ég sá hliðina á honum. Ath, þetta var á ferðinni á um 120 km hraða, en það var nóg til þess að snúa þessu öllu á hvolf. That being said, elska E90 og F10. |
Author: | slapi [ Fri 24. Jun 2011 07:13 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
Nýja sexan er alveg að virka á mig. Skoðaði hana úti í Þýskalandi um daginn frá öllum sjónarhornum og hún var að virka miklu betur á mig heldur en á þessum myndum. |
Author: | jonthor [ Tue 28. Jun 2011 11:33 ] |
Post subject: | Re: F12/13 650i |
Finnst þetta virkilega vel heppnað útlið, eins og ég var alls ekki hrifinn af e60 fyrr en eftir mörg ár, þá er nýja fimman, sexan, sjöan og nýi ásinn allt útlit sem eru mjög vel heppnuð. Mér fannst bróðurparturinn af Bangle seríunni frá BMW hreinlega ljót þegar ég sá hana fyrst, meira að segja þristinn var ég ekki sáttur við fyrr en við facelift. Allt annað með þessa bíla, virkilega vel heppnað. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |