bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=49756
Page 1 of 3

Author:  JBV [ Sat 26. Feb 2011 14:30 ]
Post subject:  BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Sælir kraftsmenn
Mér datt í hug að þið gætuð haft áhuga á að sjá nokkrar myndir af eina BMW Gran Turismo sem kominn er á klakann að ég best veit.

Þessi BMW sendiráðs Sambanndslýðveldisins kom á götuna 12. janúar s.l.. Fyrir utan það sem stendur í subject-i, þá er þetta 300 hestafla diesel fákur, hlaðinn búnaði. 8 gíra sjálfskiptingin er einstaklega ljúf og skilar bílnum hnökralaust upp í hámarkshraða :wink:
Image
Image
Image
Image
Í samanburði við Disco-inn frá Brezka heimsveldinu, þá er GT-inn ekkert mikið minni. Enda ca. 10 cm lengri, 10 cm hærri og 4 cm breiðari en E60. Aksturseiginleikar GT eru mun líkari 7-línunni en 5-línunni, að mínu mati.
Image
Hér má svo sjá stærðarmuninn í hina áttina. Benz 190E er eins og MINI í samanburði.
Image
Innviðurinn er allur hinn snotrasti og flest allt innan seilingar fyrir ökumann.
Image
Mælar og aðgerðir þar að lútandi í stýri eru mjög læsilegir og notendavænar.
Image
Bíltölvan er mun betri og notendavænni en í BMW-inum sem fyrir var hjá sendiráðinu.
Image
Image
Image
Image
Öll umgengni um bílinn er mjög þægileg. Þar ber helst að geta gott rými í aftur sætum þar sem ekki þarf að færa framsætin framar fyrir stóra menn til að fá aukið fótarými aftur í. Þá er bíllinn það hár að fólk sest beint inn í bílinn í stað þess að setjast niður í bílinn eins og raunin er með 5-línuna og E-línuna hjá Benz.
Image
Aftursæti eru með stillanlegu baki.
Image
Útsýni um afturrúðu er takmarkað en góðir hliðarspeglar og bakkskynjarar bæta það upp að mestu.
Image
Gott pláss er í skotti - og nokkuð auðvelt að koma 4 stórum töskum fyrir. Þar fyrir utan má leggja niður aftursætin fyrir stærri flutninga.
Image
Sniðugur fídus.
Image
Ljós í fölsum og hurðarhúnum að utanverðu.
Image
300 ho ho undir húddinu.
Image
Það sem af er, þá hefur þessi bíll veitt manni mikla starfsánægju og staðist allar helstu væntingar. Hann vinnur vel og fer vel með farþega og bílstjóra. X-drive-ið kemur vel út á þessum stóra bíl og stenst kröfur. Ég, eins og fleiri, var ekki yfir mig hrifin af útliti bílsins þegar ég bar hann fyrst augum á mynd. En ég verð að segja að það álit mitt hefur breyst, því útlit bílsins venst mjög vel. Kannski vegur akstursánægjan það upp. :wink:

Author:  srr [ Sat 26. Feb 2011 14:36 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Hann lookar risavaxinn við hliðina á 190 benzinum :lol:

Author:  dropitsiggz [ Sat 26. Feb 2011 14:47 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Vá hvað hann er alltof flottur :thup: :thup:

Author:  SteiniDJ [ Sat 26. Feb 2011 14:56 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Takk fyrir þetta JBV! Er gífurlega hrifinn af þessum bíl, þá bæði að útlitinu og því sem hann hefur upp á að bjóða.

Útfrá þeim myndum sem ég hef séð, þá minnir hann mig mikið á E60 að innan, sem er ekki síðra enda vel lukkuð lína þar á ferð.

Author:  bimmer [ Sat 26. Feb 2011 15:02 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Örugglega æðislegur bíll í funksjón en í útliti þá er þetta eins og stór Prius :?

Author:  SteiniDJ [ Sat 26. Feb 2011 15:39 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

bimmer wrote:
Örugglega æðislegur bíll í funksjón en í útliti þá er þetta eins og stór Prius :?


Ekki er ég sammála þér þar!

Image

Finnst þeir vera taka þetta frá X6:

Image

Sem er auðvitað þróað frá E63:

Image

Sem á rætur sínar að rekja til E24:

Image

Þ.a.l. er augljóst að japaninn er að stíla eftir þjóðverjanum, sem er ekkert nýtt.

:mrgreen:

Author:  Jón Ragnar [ Sat 26. Feb 2011 15:52 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Sá GTinn á ferðini um daginn og þetta er ekkert smá fallegur bíll

Author:  fart [ Sat 26. Feb 2011 18:10 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Sé svona GT við og við hér úti, og er alltaf dálítið hneykslaður af hverju maður myndi fá sér svona bíl.. en ekki frekar X5, eða þá X6.

Held að maður þurfi að vera kominn á ákveðin stað í lífinu til að geta hugsað sér að kaupa þetta.

Saying that.. þá er þetta örugglega alveg geðveikt í akstri og (eins og nafnið stendur fyrir) í lengri ferðum.

Author:  Alpina [ Sat 26. Feb 2011 22:59 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

fart wrote:
Sé svona GT við og við hér úti, og er alltaf dálítið hneykslaður af hverju maður myndi fá sér svona bíl.. en ekki frekar X5, .


Sammála

Author:  slapi [ Sat 26. Feb 2011 23:14 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Ef hann hefði komið á einhverju öðru en standard felgunum ( sem þetta er vætnanlega) þá væri þetta awesome.

Eitthvað spennandi í fæðingarvottorðinu?

Author:  JBV [ Sun 27. Feb 2011 11:29 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Alpina wrote:
fart wrote:
Sé svona GT við og við hér úti, og er alltaf dálítið hneykslaður af hverju maður myndi fá sér svona bíl.. en ekki frekar X5, .


Sammála

Þessi bíll er keyptur til þess að sinna ákveðnu hlutverki sem er nokkuð öðruvísi heldur en til heimilsbrúks eða "Nürburgringaksturs". Gallarnir við forvera þessa bíls (A6, E280 og E60), voru þrengsli aftur í (t.d. of lágt til lofts fyrir hávaxna og fótarými lítið), of lítið skott pláss og of lágt að setjast inn í hann fyrir aldna ambassadora. Þessi bíll er 10 cm hærri heldur en forverinn, þ.a.l. er sest þægilega beint inn í bílinn og að sama skapi er þægilegt að stíga út úr bílnum. Bíllinn er 10 cm lengri en forverinn sem bíður upp á stærri afturhurðir með miklu betra aðgengi og frábært fótarými. Þegar sendiherrann (sem er hávaxinn) sat í aftursæti í hinum bílunum á undan, þá þurfti iðulega að færa farþegasætið framar. Ekki skemmir að hafa stillanleg aftursæti. Ekki er óalgengt að farið sé upp á Keflavíkurflugvöll með - eða til að sækja fólk, þá hefur skotið á hinum bílunum verið of lítið, t.d. ekki tekið tvær stórar töskur, önnur taskan hefur þá þurft að fara inn í bíl. Með GT-inum er það vandamál úr sögunni því tvær töskur af stærstu gerð "hverfa" í skotið og aðrar minni komast leikandi með. Þessi bifreið er sú praktískasta sem ég hef haft í sendiráðsakstri hingað til!

SUV í diploakstur er tilgangslaus að mínu mati, hvort sem um er að ræða X5, ML, Q7 o.fl. Því ekki er verið að fara einhverja vegaslóða eða torfærur á þessum bílum í því hlutverki. Fjórhjóladrifið er til staðar í þessum GT og nýtist vel til þess sem því er ætlað. Auðvitað eru nokkur sendiráð með SUV í sinni þjónustu, en þeir hafa ekkert umfram það sem GT-inn hefur fram að færa í þetta hlutverk.

Fjöðrunin er stillanleg á þrjá vegu. Eðlilega er hún oftast í mýkstu stillingu og fer virkilega vel með bílstjóra og farþega. Að aka þessum bíl er mun líkara 7-unni heldur en 5-unni. Tek það þó fram ég var ekkert sérlega hrifin af 5-unni í diplo keyrsluna, sem var á undan, enda fannst mér hún vera of höst og stíf fyrir hana. Öðru máli gegnir með GT-inn sem hentar fullkomlega. Þessi GT myndi t.d. henta frábærlega í leiguaksturinn.

Author:  Alpina [ Sun 27. Feb 2011 11:36 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Eflaust magnaður bíll,, og eflaust hægt að finna margt jákvætt ,,einnig neikvæt miðað við einhverja og samskonar bíla

Author:  JBV [ Sun 27. Feb 2011 11:40 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

slapi wrote:
Ef hann hefði komið á einhverju öðru en standard felgunum ( sem þetta er vætnanlega) þá væri þetta awesome.

Eitthvað spennandi í fæðingarvottorðinu?

Felgurnar eru 18" og ágætar sem slíkar, fyrir utan það að mæti vera þægilegra að þrífa þær.

Hvað spennandi hlutir í fæðingarvottorðið varðar og hefur ekki komið fram hér í þræðinum, þá er hann einnig með panorama sunroof. Shadowline útfærslan var einnig sérpöntuð. Hefði þó frekar viljað chrom-ið, en hitt venst. :wink:

Author:  JBV [ Sun 27. Feb 2011 11:44 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Alpina wrote:
Eflaust magnaður bíll,, og eflaust hægt að finna margt jákvætt ,,einnig neikvæt miðað við einhverja og samskonar bíla

Jú jú get tekið undir það, auðvitað mætti eitthvað betur fara, eins og t.d. útsýnið aftur úr. Þá er bíllinn ekki mjög miðbæjarvænn. :lol: En að öðru leit er ég mjög ánægður með hann sem vinnubíl. :wink:

Author:  ömmudriver [ Sun 27. Feb 2011 13:20 ]
Post subject:  Re: BMW 535 D GRAN TURISMO x-Drive árg. 2011

Er iL sjöa alveg úr sögunni sem sendiráðsbíll? Hún er með stórt skott, nóg af fótaplássi, hægt að fá hana með stillanlegum aftursætum, sér miðstöð, síma, ísskáp og fl.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/