bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sá einn rosalegan X5 um daginn..
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=46050
Page 1 of 1

Author:  geirisk8 [ Sat 24. Jul 2010 13:35 ]
Post subject:  Sá einn rosalegan X5 um daginn..

Ég man ekki bílnúmerið en ég get lýst honum og ég leyfi mér að fullyrða að það eru ekki margir sem líta svona út.

Þetta er svartur e53 X5. Þegar ég segi svartur þá meina ég svartur. Hann var kolsvartur alla leið og ég veit ekki hvort hann sé Hamann týpa (eða eitthvað annað sambærilegt fyrirtæki) en mér fannst ég sjá eitthvað annað merki sem er ekki BMW logoið. Hann er á svörtum felgum með sama merki og er á húdd & skotti.

Ég var að keyra um í Keili og sá hann hjá bensínstöðinni, síðan keyrði hann fyrir aftan mig og var með rosalega flott og björt angel eyes.

Veit einhver eitthvað um þennan bíl og getur jafnvel grafið upp myndir ?

ps. Ég sá einn skuggalegan svartan x5 fyrir utan eðalbíla um daginn en þar var ALLT svart sem mögulega er hægt að gera svart, þ.á.m. framljósin. Ég er ekki að tala um þann bíl.

Author:  Aron Fridrik [ Sat 24. Jul 2010 17:20 ]
Post subject:  Re: Sá einn rosalegan X5 um daginn..

hann er hérna í keflavík..

ég skal reyna að muna eftir að smella mynd af honum :thup:

MEGA flottur bíll 8)

Author:  geirisk8 [ Sat 24. Jul 2010 19:23 ]
Post subject:  Re: Sá einn rosalegan X5 um daginn..

Það væri magnað ef þú myndir nenna því! Mig langar rosalega að sjá hann aftur, hvað þá í speglunum að keyra fyrir aftan mig...

Author:  burger [ Sun 25. Jul 2010 07:00 ]
Post subject:  Re: Sá einn rosalegan X5 um daginn..

roooosalegur !

hef sitið í honum virkar ágætlega og rudda sound 8)

Author:  Dannii [ Mon 02. Aug 2010 21:35 ]
Post subject:  Re: Sá einn rosalegan X5 um daginn..

http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx ... &schpage=2

Þessi ?

Author:  Aron Fridrik [ Wed 04. Aug 2010 14:45 ]
Post subject:  Re: Sá einn rosalegan X5 um daginn..

nei, þetta er ekki hann :wink:

Author:  Energy [ Fri 06. Aug 2010 18:18 ]
Post subject:  Re: Sá einn rosalegan X5 um daginn..

Já Stebbi frændi á hann, Endurgert pústkerfi sem er þrusuflott hljóð í honum.. er fyrir ofan hrauntúnið:)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/