bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Auglýsi eftir myndum af E30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=41844
Page 1 of 2

Author:  jens [ Fri 18. Dec 2009 16:58 ]
Post subject:  Auglýsi eftir myndum af E30

Ég lenti í því óláni að harður diskur hjá mér skemmdist og tapaðist fullt af gögnum.

Málið er að ég átti orðið myndir af öllum nema einum E30 318is sem komu til landsins, mig vantar þessar myndir aftur og langar að biðja menn ef þeir eiga endilega að senda mér. Þarf að nota þær og kemur það í ljós seinna.

Mig vantar myndir af:
TO585 rauður ( ónýtur fyrir mörgum árum )
PY266 hvítur ( Endaði líf sitt á Akureyri ) komin 1 mynd
RV048 svartur ( svo sem ekkert erfitt að finna myndir í dag af honum en langar í gamlar líka ) komin 1 mynd
EM961 rauður ( GStuning )
IP019 svartur ( Get reddað þessum ) Komin 1 mynd
XF436 rauður komin 1 mynd

jensr@simnet.is

Author:  srr [ Fri 18. Dec 2009 18:00 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

En US-675, hann var 318is ekki satt? (gstuning)

Author:  Árni S. [ Fri 18. Dec 2009 18:15 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

srr wrote:
En US-675, hann var 318is ekki satt? (gstuning)

325i samkvæmt Vin nr.

Author:  arnibjorn [ Fri 18. Dec 2009 19:44 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

RV-048... á'ann.

Author:  Sparky [ Sat 19. Dec 2009 00:07 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

Ég á XF-436 ;)

Author:  jens [ Sat 19. Dec 2009 00:30 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

:thup: Veit ( gamli Atli ) en vantar samt myndir takk.

Author:  Mazi! [ Sat 19. Dec 2009 09:28 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

srr wrote:
En US-675, hann var 318is ekki satt? (gstuning)



það er ekki 318is bíll

Image


---------------------------------------------------------------------

Image

Image



fann þessar tvær svona í fljótubragði


er samt með fullt af myndum af XF-436 einhverstaðar síðan Atli átti hann skal reyna finna þær :)

Author:  srr [ Sat 19. Dec 2009 16:01 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

En hann er IS bill ekki satt?

Author:  Mazi! [ Sat 19. Dec 2009 18:02 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

srr wrote:
En hann er IS bill ekki satt?



jú, 325is :)

Author:  srr [ Sat 19. Dec 2009 19:49 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

Hvað er (ef eitthvað) eftir af 325is bílum á landinu ?

Author:  ///M [ Sat 19. Dec 2009 19:58 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

srr wrote:
Hvað er (ef eitthvað) eftir af 325is bílum á landinu ?


Var það ekki bara þessi eini?

Ekki margir USA e30 sem að enduðu hér

Author:  jon mar [ Sat 19. Dec 2009 20:37 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

Þetta er að ég held PY-266

Image


Ég á nú einhverjar aðrar myndir af honum, en ég skammast mín of mikið fyrir að rífa stráheilann e30 til að pósta þeim. :(

Author:  jens [ Sat 19. Dec 2009 21:46 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

Frábært Jón Mar, hann var nú ekki alveg stráheill.
Endilega sendu mér restina á jensr@simnet.is

Author:  jon mar [ Sat 19. Dec 2009 21:55 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

jens wrote:
Frábært Jón Mar, hann var nú ekki alveg stráheill.
Endilega sendu mér restina á jensr@simnet.is


Þessi mynd þarna var nú ekki mjög lýsandi, mig minnir að þessi mynd hafi verið tekin eitthvað áður en hann var tekinn í gegn. Var að mig minnir sprautaður að hluta og eitthvað. Svo hrundi motorinn þegar hann ákvað að losa sig við stimpil útúr hliðinni. Blokkin/vélin og kassinn ásamt drifskaftinu er enþá til hjá mér.

Hann var mun heilli en bíllinn sem ég reif hann fyrir, reyndar það heill að ég seldi hinn bílinn með því skilyrði að hann yrði partaður :lol:

Færð nú ekki myndirnar sem ég á eftir :wink: Þær eru myndir af flaki á vagni á leið á haugana. Frekar illa útleikið body eftir tilraunastarfsemi einhverra vitleysinga......

Author:  jens [ Mon 21. Dec 2009 13:12 ]
Post subject:  Re: Auglýsi eftir myndum af E30

Vantar ennþá mynd af EM961 rauður, bíll sem GStuning keypti á uppboði og reif. Þessi bíll var á keflavíkurflugvelli.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/