bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=40739
Page 2 of 4

Author:  Angelic0- [ Sun 18. May 2014 05:10 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

hehe, bingó...

Það var eitthvað vacuum vesen á YY286...

Til þess að hann væri drive-able, þá tók ég einmitt MAF úr sambandi og voila... bíllinn virkaði MEGA, ábyggilega verið vel lean...

Sveinbjörn, þú fékkst nú rúnt... og getur vottað að tíkin vann SKUGGALEGA...

Spyrnti m.as. við BUBBIS M3 á honum og fjöldann allan af 540i, og alltaf hafði 535i... vanmetni haugurinn... vinninginn :!:

Reyndar var alveg hnífjafnt á BUBBIS og YY286, en hann náði samt betra starti... M62B35TU er verulega vanmetinn mótor..

En þetta er flott setup, ég er búinn að vera að velta öllu fyrir mér varðandi aflaukningu á S50B30... reground ásar, er það eitthvað verra :?:

Author:  gstuning [ Mon 04. Aug 2014 21:34 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Það var eitthvað funky með þennan bíl, þannig að ég tók hann tilbaka til að laga mappið, kom í ljós smá rangar stillingar sem ollu of miklu bensíni, enn síðan þá er ég búinn að endur vinna í vanosinu, kveikju og bensíni, þetta keyrir eins alveg ótrúlega vel orðið, þá einna helst þökk sé innspýtinga tímun, algjörlega umturnað bílnum, betra viðbragð í vélinni og notar töluvert minna bensín overall í bensín mappinu núna. líklega komin auka 20-30nm í kringum 3000rpm sem vantaði áður eftir smá vanos tjúningu eftir feel-i. Fer mögulega aftur á dynoið til að athuga að powerið sé allt á sínum stað.

Erfitt að velja næstu daily vél í næsta bmw sem maður fær sér... M50 turbo eða S54B32.............

Author:  Alpina [ Mon 04. Aug 2014 21:44 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

S54 er massa mótor

Author:  fart [ Tue 05. Aug 2014 06:41 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Er hægt að yfirfæra eitthvað af þessum nýju stillingum í mitt map?

Author:  D.Árna [ Tue 05. Aug 2014 06:53 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Go for M54/S54

M50 turbovæðingar fer að verða of algengt útum allt

Author:  gstuning [ Tue 05. Aug 2014 09:07 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

fart wrote:
Er hægt að yfirfæra eitthvað af þessum nýju stillingum í mitt map?



Það er hægt að skoða þitt map og sjá.

Author:  fart [ Tue 05. Aug 2014 09:13 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

gstuning wrote:
fart wrote:
Er hægt að yfirfæra eitthvað af þessum nýju stillingum í mitt map?



Það er hægt að skoða þitt map og sjá.

sendi á þig :thup:

Author:  gstuning [ Tue 05. Aug 2014 09:20 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

D.Árna wrote:
Go for M54/S54

M50 turbovæðingar fer að verða of algengt útum allt


Myndi nú aldrei í raun gera M50 heldur M54B30 turbo með N52 soggrein, enn það er ekkert að M50 turbo verkefnum, menn hafa komist í yfir 1000nm á original stöngum núna, og 900hö á original bmw pörtum.

Það er ekkert að því að hlutir séu algengir, það þýðir bara að þeir batna og bætast hraðar enn aðrir hlutir. Enda hefur M50 familían orðið eitt vinsælasta NA-Turbo platform sem er til þessa daganna, menn eru að henda þeim í allt því það meikar bara sense að nota m50.

Eins og eg mynri ég vilja

M54B30 alveg stock (góðir ásar báðu meginn)
N52 soggrein (tveir flapsar sem hjálpa við loftflæði á ákveðnum snúningum) ef hún er ekki þvingun vs m50 soggrein.
Borg Warner 56mm compressor eins og margir eru með heima enn stærra afgas hús (á 1.22 A/R hús svosem).
Split pulse grein og túrbínu hús.
VEMS
660cc spíssar

500hö og bunki af togi útum allt, sambland af 3lítrum, n52 soggrein og double vanos myndi gefa meiriháttar powerband og aksturs skemmtun,
Sjáum hvað gerist haustið 2015, hvort maður byrji ekki á því að fá sér LHD E30 og koma í hann fjöðrun. Svo sjá hvað gerist 2016.

Author:  gstuning [ Tue 05. Aug 2014 09:21 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

fart wrote:
gstuning wrote:
fart wrote:
Er hægt að yfirfæra eitthvað af þessum nýju stillingum í mitt map?



Það er hægt að skoða þitt map og sjá.

sendi á þig :thup:


Ég þarf bara að koma í heimsókn og við förum á rúntinn að fínstilla og eltast við betri eyðslu og þess háttar.

Author:  fart [ Tue 05. Aug 2014 10:04 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

gstuning wrote:
fart wrote:
gstuning wrote:
fart wrote:
Er hægt að yfirfæra eitthvað af þessum nýju stillingum í mitt map?



Það er hægt að skoða þitt map og sjá.

sendi á þig :thup:


Ég þarf bara að koma í heimsókn og við förum á rúntinn að fínstilla og eltast við betri eyðslu og þess háttar.

Vertu velkominn! 8)

Annars er ég að reyna að sjanghæja nokkra félaga í að rífa mótorinn úr hjá mér. Nenni þvi ekki sjálfur. Þarf nauðsynlega að láta stoppa í götin á eldgreinunum.. Pústar helling út þar orðið

Author:  Angelic0- [ Tue 05. Aug 2014 10:55 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Ég held Sveinn, að þú verðir að fara að játa þig sigraðan með þessar túrbínur...

Þetta eru of lítil afgashús, jújú fullt response og alles... en ég held að með aðeins stærri afgashús minnkir þú um bakþrýsting, afgashita og auðveldir mótornum öndun...

Trúi ekki öðru en að þetta engine carnage og stanslausa pústgreinavesen hljóti að orsakast af þessum afgashúsum sem að eru eins og eitthvað sem að maður sér á 1200cc disel vélum...

Ég myndi alveg hjálpa við að rífa þetta úr hjá þér ef að ég þyrfti ekki að fljúga til Luxembourg :)

Author:  fart [ Tue 05. Aug 2014 11:02 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Angelic0- wrote:
Ég held Sveinn, að þú verðir að fara að játa þig sigraðan með þessar túrbínur...

Þetta eru of lítil afgashús, jújú fullt response og alles... en ég held að með aðeins stærri afgashús minnkir þú um bakþrýsting, afgashita og auðveldir mótornum öndun...

Trúi ekki öðru en að þetta engine carnage og stanslausa pústgreinavesen hljóti að orsakast af þessum afgashúsum sem að eru eins og eitthvað sem að maður sér á 1200cc disel vélum...

Ég myndi alveg hjálpa við að rífa þetta úr hjá þér ef að ég þyrfti ekki að fljúga til Luxembourg :)

Takk fyrir það, en ég er búinn að fá 2 bræður sem eru miklir áhugamenn um bilinn til þess að koma i skúrinn hja mér og græja þetta. Þarf bara að vera viss um að suðufyrirtækið sé ekki lokað vegna sumarleyfa áður en við byrjum.

Ég er ekkert að fara að skipta um túrbínur. C.a. 500hestöfl við 6000rpm og 700+nm við 3500 rpm er miklu meira en nóg fyrir þennan bíl. Eins og ég nota hann orðið þarf ég bara að keyra á 2500-4500 rpm til að hafa mjög gaman, enda bunki af afli þar.

Túrbinurnar eru ekkert með vesen, það eru hinsvegar eldgreinarnar sem eru með vesenið núna. Þegar ég fékk þær var ekki hægt að henda þeim beint á sökum þess að rærnar komust ekki að útaf suðum. Ég þurfti þvi að sverfa úr suðunum með Dremel. Síðan eru liðin 6 ár og þetta buið að hitna og tærast. Það eru þvi komin göt á nokkrum stöðum þar sem ég fræsti úr.

Image

Image

Eitt gatið sést greinilega þarna.
Image

BTW Túrbinurnar eru að mig minnir af 2.0+L Nissan Diesel (Trade)

Author:  gardara [ Tue 05. Aug 2014 13:33 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Hvaða ásar eru í þessum bíl?

Og eru einhverjar fleiri breytingar en ásar og airbox?

Author:  gstuning [ Tue 05. Aug 2014 13:36 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Shrick 272asar, vems og svo eiga ad vera haerri thjoppu stimplar.

Author:  gardara [ Tue 05. Aug 2014 17:29 ]
Post subject:  Re: E36 323i með S50B32 , Carbon airbox , Shrick ásar og flr

Custom ásar þá?

Vissi ekki betur en að Schrick kæmi bara með
284/284
296/296
316/308

Page 2 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/