bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kannski maður ætti frekar að "Hartge" optika bílin
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=3712
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Sun 14. Dec 2003 10:51 ]
Post subject:  Kannski maður ætti frekar að "Hartge" optika bílin

Maður er alltaf að spá o g spekúlera, og eins og mér finnst 15" Alpina felgur lang flottastar þá á ég alltaf bágt með að búa til Alpina lookalike bíl ef það er ekki fullt af Alpina dóti í honum.

Ég gæti hinsvegar samt alveg hugsað mér að Hartge breyta honum þar sem þær breytingar eru ekki eins drastískar, skella á hann röndum og þessum felgum. Smá vélarbreyting, kannski í 2.7.

Hann er nú einu sinni með Hartge strutbar....
Image

Author:  Logi [ Sun 14. Dec 2003 13:10 ]
Post subject: 

Líst vel á það :P

Hætta þá bara að spá í þetta 2,7l dæmi og kaupa bara komplett Hartge hedd ofan á blokkina sem er í þínum núna, flækjur og púst. Gefur 180hö (frekar en 170) og soundar örugglega mjög vel. En það kostar víst bara mikla peninga :!:

Author:  bebecar [ Sun 14. Dec 2003 13:30 ]
Post subject: 

Eitthvað verður gert! Það er bara spurning um hvað - það er örugglega ódýrast að gera svona Hartge útlitsbreytingu og 327i breytingu í leiðinni... svo mætti huga að innréttingunni, færa rafgeyminn aftur í þá ætti hann að vera nokkuð góður. Svo get ég fengið öflugri bremsur á hann hjá kunningja mínum (Brembo :wink: ) eða svo segir hann allavega.

Author:  bjahja [ Sun 14. Dec 2003 16:07 ]
Post subject: 

Þeir eru báðir klikkað flottir, þessi og alpina. Þannig að ég segi bara það sem þú vilt gera.
Og rosalega lýst mér vel á þig, um að gera að gera eithvað svona skemmtilegt við bílinn \:D/

Author:  Kristjan [ Sun 14. Dec 2003 19:35 ]
Post subject: 

Ætlarðu að sprauta hann svartan í leiðinni, það væri náttúrulega rosalegt

Author:  Benzari [ Sun 14. Dec 2003 20:10 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Ætlarðu að sprauta hann svartan í leiðinni, það væri náttúrulega rosalegt


:lol: In your dreams, hvítt rúlar............

Author:  bebecar [ Sun 14. Dec 2003 20:59 ]
Post subject: 

Nei, hvítt skal það vera... en ég gæti vel hugsað mér að láta afkróma hann - það kemur afskaplega vel út á hvítum bíl - ég myndi þó samt leyfa nýrunum að vera krómuðum.

Author:  Kristjan [ Mon 15. Dec 2003 00:16 ]
Post subject: 

Hvítur er mjög fallegur litur sem að mínu mati passar BMW ekki alltaf vel, þó eru gamlir bimmar algjör undantekning. (nú drepur Haffi mig) :lol:

Author:  Haffi [ Mon 15. Dec 2003 00:27 ]
Post subject: 

OG RÚMLEGA ÞAÐ !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1 :evil: :evil: :evil: :evil: :evil: :evil:

Author:  Kristjan [ Mon 15. Dec 2003 00:34 ]
Post subject: 

Hvítir þristar eru ljótir, og sérstaklega þessi sem er í avatar hjá þér.... (hröð fótatök, hurð skellist, vél gangsett,reykspól, bruuuuuuuum*skipting*bruuuuuuuum........)

Author:  Logi [ Mon 15. Dec 2003 14:01 ]
Post subject: 

Hvítt rúlar, mér finnst það fara nánast öllum bílum vel að vera hvítir! Sérstaklega þó gömlum BMW (og eiginlega öllum nýlegum líka) og Porsche!

Ég til dæmis hefði líklegast aldrei keypt bílinn sem bebecar á núna, nema af því að hann er hvítur 8)

Author:  bebecar [ Mon 15. Dec 2003 14:18 ]
Post subject: 

Hvítur Porsche með rauðum Carrera stöfum neðst á sílsum og rauðum fuchs felgum með póleðaðri rim - SLEHEF!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/