bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

flottur m3 á fínu verði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=28619
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Mon 07. Apr 2008 14:23 ]
Post subject:  flottur m3 á fínu verði

buy it now 34k,

competition package.. 05árg og eðlilega keyrður.. með besta verði sem ég hef séð á sona bílum af þessari árg

Image
Image
Image

Author:  Aron Fridrik [ Mon 07. Apr 2008 14:33 ]
Post subject: 

er hann með hreinan titil og allt :o

Author:  íbbi_ [ Mon 07. Apr 2008 14:40 ]
Post subject: 

clean title.. 1owner

Author:  Brútus [ Mon 07. Apr 2008 21:14 ]
Post subject: 

34 kúlur :lol: :lol:

Author:  Zeus [ Tue 08. Apr 2008 17:34 ]
Post subject: 

Carbon, AW og Imola Rot eru flottustu litirnir! Eina sem er að klikka er innréttingin og vantar leður :roll: En samt sem áður með SMG, Comp. pakkanum, stóra skjáinn, bakkskynjarar og fullt af tökkum :lol:

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Elnino [ Tue 08. Apr 2008 18:53 ]
Post subject: 

Hver er munurinn á us týpu af m3 og svo þessar "venjulegu" (eu) :)

Author:  Aron Andrew [ Tue 08. Apr 2008 18:57 ]
Post subject: 

Glitaugu og svo flækjur, munar 10 hö

Myndi aldrei setja þetta fyrir mig ef ég væri að kaupa svona bíl...

Author:  íbbi_ [ Tue 08. Apr 2008 19:26 ]
Post subject: 

ég er búinn að vera á US m3 í nokkra daga.. og það er alveg besti sona m3 sem ég hef komist nálægt, finn engan mun í akstri fyrir utan hraðaskífuna

Author:  bjahja [ Tue 08. Apr 2008 22:55 ]
Post subject: 

Bara kaupa flækjur, blingblong 8)

Author:  bebecar [ Wed 09. Apr 2008 07:10 ]
Post subject: 

Ég er að fíla þessa innréttingu - afskaplega þýsk, og ekki er verra að bíllinn sé hvítur.

Author:  fart [ Wed 09. Apr 2008 08:18 ]
Post subject: 

Þessi innrétting er partur af Competition pakkanum minnir mig.

MUN þægilegra (betra) að vera með Alcantara en leður þegar maður er að hasast á braut.

Þessir eru að detta dálítið hratt niður í verði núna, líkt og gerðist með E36 þegar E46 kom.

E92 er bara svo miklu meiri græja, án þess að ég sé að gera lítið úr E46 sem er heilmikill bíll og að mörgu leiti töluvert betri en E36.

Author:  Aron Andrew [ Wed 09. Apr 2008 08:24 ]
Post subject: 

Er stökkið frá e46 í e92 svipað og e36 í e46?

Hefur þú ekki prufað þá alla Sveinn?

Author:  fart [ Wed 09. Apr 2008 08:32 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Er stökkið frá e46 í e92 svipað og e36 í e46?

Hefur þú ekki prufað þá alla Sveinn?


Hef ekki prufað E92 M3 ennþá þrátt fyrir að hafa verið boðið að fá bíl yfir helgi frá Arnold Kontz (dílerinn á móti bankanum). Funky shit það að hafa ekki þegið boðið. :? Ætti kanski að fara að drífa í því.

En E92 er almennt virkilega líkur karakter og E60 hef ég heyrt og trúi því s.s. alveg því að mér fannst E46M3 vera mjög líkur E39M5 (fyrir utan aflvsviðið á mótornum). Innrétting, ballance, fílingur allur hinn sami nema í smærri mynd í E46.

Ég hef keyrt nokkra E90-92 bíla (frá 320d upp í 335i) og ef ég ber þá saman við E46 af sömu stærðargráðu er dálítill gæðamunur og töluvert annar fílingur.

s.s. ég hef ekki "tekið í" E92M3 en ég hef "tekið" E92M3 og það frekar illa.

Mér finnst "stökkið" úr E36 í E46 vera meira svona evolution (persónulegt álit) þar sem um keimlíkan mótor er að ræða og karakter. Hinsvegar er performance hliðin á E92M3 það miklu öflugri en E46 að þar er örugglega um stökk að ræða. Kanski líkt og stökkið á milli E39M5 og E60 sem er gríðarlegt að mínu mati (og ég er ekki bara að tala um straight line hröðum).

En það eru að verða rosalega góð kaup í E46M3! verst hvað menn eru lítið hrifnir af því að tjúna mótorinn á þeim v.s. minn gamla S50B30 sem fróðir menn (og all margir) hafa sagt að sé gjarnan swappað ofaní E46 race bíla sem er verið að byggja, s.s. út með S54 og í með S50B30. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.




5. edit á þessum pósti.. alltaf að bæta við..

E92M3 er að koma með M-DTC skiptingu (7 gíra double clutch) og sá bíll á eftir að vera þvílíka eldflaugin!!! ég hef prufað svona DSG skiptingar og þvílíkt flott system sem þetta er. M-DTC skiptingin á eftir að cutta niður hröðunar og brautartíma á E92M3 alveg helling. Brjálæðislega hraðar og flottar skiptingar.

Author:  íbbi_ [ Wed 09. Apr 2008 10:50 ]
Post subject: 

ég hef keyrt keyrt E46 m3 us og euro, smg og bsk, orginal og droppaðan niðrí götu á 19",

mín upplifun á E46 m3 er að þetta sé einn best ballanceseraði og uppsetti bíll sem ég hef komist í tæri við, s54 vélin er algjört monster snýst uppí rúmlega 8k og með alveg merkilega flata og langa kúrvu... en mér finnst hinsvegar líka að hún sé samt underpowered, mér fannst c32 bíllinn minn vinna betur, en það sem að E46 m3 bíllinn hefur og gerir það að verkum að mig langar gífurlega í sona bíl er hversu frábærlega bíllinn er settur upp sem samspil vélar fjöðrunar og drifbúnaðar, bíllinn harmónerar allur saman eins og hann á að gera og heildarpakkinn er geðveikur,

fyrir mér sem E39 fan þá finnst mér E46 bíllinn hafa svo marga kosti úr E39 bílnum, virkilega góð sæti og innréting, ég kann eiginlega betur við innrétingarnar í E46/E39/E38 heldur en E65/E60E90/92

ég hafði hingað til talið að besti bíll sem heildarpakki sem ég hef komist í væri E39 m5, mér finnst E46 m3 eins og lítil úrill útgáfa af E39 m3, miklu meira race, en sama tilfinning í bílnum

Author:  Aron Andrew [ Wed 09. Apr 2008 11:07 ]
Post subject: 

Ég hef bara prufað e46 m3 og hafði hann alveg frekar lengi og náði að læra ágætlega inn á hann.

Þetta er æðislegur bíll!

ég fékk bara aldrei leið á að keyra hann :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/