| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ | |
| vangaveltur/pælingar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=26789 | Page 1 of 3 | 
| Author: | ValliB [ Mon 14. Jan 2008 13:55 ] | 
| Post subject: | vangaveltur/pælingar | 
| Var að browsa mobbann í þjóðhagfræðitíma en kennarinn var ekki alveg eins ánægður með það og ég   Allavega fann ég herna einn E30 320 sem er sagður vera 150 hö með einhverju chip-i í og læti. Keyrður alveg mjög lítið miðað hversu gamall hann er, lúkkar bara mjög vel imo. http://suchen.mobile.de/fahrzeuge/showDetails.html?id=22047208&tabNumber=1&__lp=25&scopeId=C&sortOption.sortBy=price.consumerGrossEuro&sortOption.sortOrder=ASCENDING&makeModelVariant1.makeId=3500&makeModelVariant1.modelId=10&vehicleCategory=Car&segment=Car&maxFirstRegistrationDate=1998-12-31&transmission=MANUAL_GEAR&negativeFeatures=EXPORT&damageUnrepaired=NO_DAMAGE_UNREPAIRED&customerIdsAsString=&categories=Limousine&lang=en&pageNumber=11 Er þetta eitthvað sem vert væri að hafa samband við Smára og fá hann til að skoða ef þetta væri eitthvað nálægt kallinum?   Afsakið ef þetta verður ljótur þráður útaf linknum, kann bara ekki almennilega á þetta spjallborð enn, en það kemur vonandi   | |
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 14. Jan 2008 13:59 ] | 
| Post subject: | |
| ÉG HELD það sé sniðugra að finna sér 325 fyrst þú ert að spá í að flytja inn. | |
| Author: | hlynurst [ Mon 14. Jan 2008 14:06 ] | 
| Post subject: | |
| Sérstaklega í ljósi þess að bílinn er pre-facelift, ekki 325 og kostar yfir 600þ komin heim. Þetta væri algjör vitleysa. | |
| Author: | bjahja [ Mon 14. Jan 2008 14:09 ] | 
| Post subject: | |
| Flottur bíll en spurning hvort það sé þess virði.................320i er ekkert til að hrópa húrra fyrir | |
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 14. Jan 2008 14:10 ] | 
| Post subject: | |
| Ég er búinn að finna það að ef maður ætlar að vera með m20 þá er eins gott að það sé 2.5lt!   | |
| Author: | ValliB [ Mon 14. Jan 2008 14:24 ] | 
| Post subject: | |
| jaaá en ég meina með þessu chip-i er hann með sömu hestaflatölu og e30 323 bílarnir. Með 325 bílunum fæst þá hvað..auka 20 hö? hlýtur að vera einhver munur á eyðslu á þessum 320 bíl og 325 bílunum? | |
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 14. Jan 2008 14:25 ] | 
| Post subject: | |
| Í mínu tilfelli er 520 að eyða mun meira enn 525 og báðir eru þeir BSK. Svo er líka annað eins og tog. | |
| Author: | bjahja [ Mon 14. Jan 2008 14:27 ] | 
| Post subject: | |
| Ég efast um að það sé eitthvað til að tala um og e30 323i hafa aldrei verið þekktir fyrir að hafa verið skemmtilegir. Síðan geturðu ekki treyst á að hann sé þessi 150 hestöfl   | |
| Author: | arnibjorn [ Mon 14. Jan 2008 14:27 ] | 
| Post subject: | |
| Ég myndi ALDREI flytja mér inn E30 320i. Myndi aldrei standa í því að flytja inn neitt minna en 325. En þú ræður þessu...     | |
| Author: | ValliB [ Mon 14. Jan 2008 14:32 ] | 
| Post subject: | |
| já sem ég segi þetta voru bara pælingar, engin alvara bakvið þetta svosem   En jú þá veit ég það núna að ef ég flyt inn e30 þá er það 2.5l vél og ekkert minna   Það sem ég var reyndar bara mest að horfa á voru kílómetrarnir og standið á bílnum. Sem var bæði í ágætu lagi, en þið vitði þetta svosem   | |
| Author: | arnibjorn [ Mon 14. Jan 2008 14:37 ] | 
| Post subject: | |
| Ekki horfa of mikið á km stöðuna ef þú ert að skoða þessa bíla í de. Ekki treysta km stöðunni nema það séu alveg solid sannanir fyrir akstrinum. Það er minnsta mál í heimi að skrúfa þetta niður eða setja mælaborð úr öðrum bíl. Þetta er '87 bíll sem þýðir að hann er rúmlega 20 ára gamall. Hann á að vera keyrður samkvæmt augl. ~96þúsund km sem þýðir ca 4800km á ári... það finnst mér mjööög ólíklegt. En ég meina aldrei að vita... gæti hafa verið geymdur inní skúr eða eitthvað   | |
| Author: | Axel Jóhann [ Mon 14. Jan 2008 14:39 ] | 
| Post subject: | |
| En fyrst þú ert að pæla svona á annað borð finndu þér fallegan E34 535i.   | |
| Author: | ValliB [ Mon 14. Jan 2008 14:39 ] | 
| Post subject: | |
| j+u allt til í þessu en það er satt.. Frekar ólíklegt nema gamall kall hafi att hann og skrapp út í búð tvisvar í viku til að kaupa mjólk.   | |
| Author: | Hannsi [ Mon 14. Jan 2008 15:01 ] | 
| Post subject: | |
| bjahja wrote: Ég efast um að það sé eitthvað til að tala um og e30 323i hafa aldrei verið þekktir fyrir að hafa verið skemmtilegir. Síðan geturðu ekki treyst á að hann sé þessi 150 hestöfl   ég get nú staðfest það að 323 sé nú ótrúlega sprækur og alls ekki síðri en 325. mín reynsla að minnsta kosti. | |
| Author: | íbbi_ [ Mon 14. Jan 2008 15:03 ] | 
| Post subject: | |
| hvorki 323 né 325 eru ótrúlega sprækir...   | |
| Page 1 of 3 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |