bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýja Sexan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=2344
Page 1 of 3

Author:  Moni [ Mon 18. Aug 2003 21:39 ]
Post subject:  Nýja Sexan

ok þetta gæti verið :repost: en ég ákvað að láta flakka... en hérna eru myndir af nýju sexunni... Hún er virkilega flott!!!

þetta er 645i, 325 hp, 4,4l V8 (vélin úr 745)

Image
Image
Image
Hann verður með SMG 6 gíra skiptingunni, sem er líka í E46 M3
Image

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 21:55 ]
Post subject: 

Ég er að fíla innréttingarnar í nýju Bimmunum mjög vel. Væri til í að fá að káfa smá á þessu dóti :)

Þessi 6 bíll er mjög rennilegur og bara nokkuð elegant. Fíla hann vel fyrir utan að mér finnst Bangle alltaf klúðra ljósum. Ég held að einfaldari ljós séu málið.

Author:  bjahja [ Mon 18. Aug 2003 22:05 ]
Post subject: 

Kemur hún ekki líka með venjulegri beinskiptingu, það ætla ég rétt að vona.
En annars er hún mjög flott.

Author:  Djofullinn [ Mon 18. Aug 2003 22:37 ]
Post subject: 

Mjög flott fyrir utan framljósin, hvað er málið með að hafa stefnuljósin fyrir ofan ljósin? þá er ekki einusinni hægt að "laga" ljósin með því að setja augabrúnir :evil:
En mjög flottur bíll að öllu öðru leiti finnst mér :)

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 22:44 ]
Post subject: 

Reyndar finnst mér hliðarsvipurinn á framendanum fínn (þó hann minni mig smá á Rover 75, skrítið...) en að framan frá verður grillið og breytt og ljósin eru að týnast þarna. Svona eins og þeim hafi verið bætt inn eftir á. Samt finnst mér efri parturinn (stefnuljósin?) allt í lagi.

Author:  hlynurst [ Mon 18. Aug 2003 22:48 ]
Post subject: 

Mér finnst grillið ekki vera heldur nógu flott... það er eins og það séu augabrúnir á því. :lol:

En fyrir utan það og ljósin þá finnst mér þetta virkilega fallegur bíll.

Author:  O.Johnson [ Mon 18. Aug 2003 22:49 ]
Post subject: 

:puke: Ég er sko ekki búinn að venjast þessu nýja looki.
En það er nú bara mín skoðun.

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 22:59 ]
Post subject: 

Það sem ég væri til í að sjá væri sterkara brot í stuðarann, grennri og hefðbundnari nýru og loks lengri og lægri ljós, helst með samsíða láréttum línum, eða næstum því. Hvar er nú yfirfótósjopparinn? :)

Annars er ég mjög sáttur við að Bangle-skottið virðist loksins virka á þessum bíl.

Author:  hlynurst [ Mon 18. Aug 2003 23:21 ]
Post subject: 

Sammála þér þarna... framendinn virðist bara ekki vera nógu grimmur! :twisted:

Author:  Mal3 [ Mon 18. Aug 2003 23:26 ]
Post subject: 

Mér finnst svona Grand Tourer ekkert þurfa að vera grimmur. Man varla eftir Gran Tourer sem var eitthvað grimmur. Hann þarf hins vegar að vera ákveðinn.

Æi, nú fæ ég Gran Tourer veikina. Ætli ég geti keypt mér Monteverdi High Speed 375L ef ég sel BÆÐI nýrun :drunk:

Author:  fart [ Tue 19. Aug 2003 08:58 ]
Post subject: 

Ég er alveg með hann beinstífan yfir þessu nýja looki. Allir þessir nýju bílar 500, 600 700... mér finnst þeir alveg geðveikir og halda merki BMW og BMW lookinu alveg á lofti. 8)

Author:  fart [ Tue 19. Aug 2003 08:59 ]
Post subject: 

annað mál.. eru þessar myndir teknar á Íslandi.

Author:  bjahja [ Tue 19. Aug 2003 14:00 ]
Post subject: 

fart wrote:
annað mál.. eru þessar myndir teknar á Íslandi.

Virkilega góð spurning, það er mjög íslandslegt þarna.

Author:  bebecar [ Tue 19. Aug 2003 14:38 ]
Post subject: 

Mér finnst þessi sexa líta nokkuð vel út.

Hvað staðinn varðar þá er eitthvað hraun þarna en vegurinn er ekki beint Íslandslegur - það myndi engin malbika veg svona nálægt sjónum hér heima held ég.

Author:  iar [ Tue 19. Aug 2003 17:56 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Hvað staðinn varðar þá er eitthvað hraun þarna en vegurinn er ekki beint Íslandslegur - það myndi engin malbika veg svona nálægt sjónum hér heima held ég.


Þetta er alls ekki á Íslandi. Takið t.d. eftir því að fyrir utan ystu akbrautarlínuna er ca. hálfur metri af malbiki. Það er aldrei malbikað svona vel hérna á klakanum, amk. ekki þar sem þess þarf. :lol:

Hér er alltaf malbikað nákvæmlega það svæði sem þarf til að tveir trukkar geti mæst og ekki millimetri meira. Og helst að hafa kantinn við línuna þannig að ef dekk fer útfyrir línuna ertu búinn að vera.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/