bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hver á gylltan E21 í Kópavogi?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=20378
Page 1 of 2

Author:  Twincam [ Mon 19. Feb 2007 14:23 ]
Post subject:  Hver á gylltan E21 í Kópavogi?

Jæja, set þetta bara hérna... því mér finnst þetta áhugaverður bíll :D

En hver getur gefið mér upplýsingar um gylltan E21 sem stendur í Kópavogi... með númerinu GX-xxx ??

Er þetta 320 bíll eða?
Virðist í svakalega góðu ástandi.. 8)

*edit*
Búinn að komast að því að þetta er skráð sem 315 ...

Author:  Stebbtronic [ Mon 19. Feb 2007 14:47 ]
Post subject: 

Þetta er bíllinn minn :) Og hann stendur þarna því ég vill frekar hafa hann þarna en fyrir utan húsið mitt yfir leiðinlegustu mánuðina þar sem að ég bý við mikla umferðargötu, fer nú samt og fæ mér rúnt öðru hverju til að tékka á kappanum. Fannst þér hann ekki sætur bara? :D

Author:  Schulii [ Mon 19. Feb 2007 14:50 ]
Post subject: 

Ég sé á undirskriftinni að þú átt einn af þessum örfáu 1983 E21 bílum sem voru framleiddir. E21 eru Oldschool Hardcore frábærir bílar!!!

Author:  JOGA [ Mon 19. Feb 2007 14:51 ]
Post subject: 

Verður að taka nokkrar myndir og leyfa okkur að njóta !

Virkilega fallegir bílar 8)

Author:  Stebbtronic [ Mon 19. Feb 2007 14:52 ]
Post subject: 

Reyndar fletti ég upp á Vin númeri bílsins og hann kom af bandinu í nóv 82 en er nýskráður hér heima í feb 83 svo ég læt það standa bara.

Author:  Twincam [ Mon 19. Feb 2007 15:13 ]
Post subject: 

Stebbtronic wrote:
Þetta er bíllinn minn :) Og hann stendur þarna því ég vill frekar hafa hann þarna en fyrir utan húsið mitt yfir leiðinlegustu mánuðina þar sem að ég bý við mikla umferðargötu, fer nú samt og fæ mér rúnt öðru hverju til að tékka á kappanum. Fannst þér hann ekki sætur bara? :D

Þetta er gríðarlega fallegt eintak... og með smá TLC yrði hann MEGA flottur..

Selja hann? :o

Author:  Stebbtronic [ Mon 19. Feb 2007 15:20 ]
Post subject: 

Twincam wrote:
Þetta er gríðarlega fallegt eintak... og með smá TLC yrði hann MEGA flottur..

Selja hann? :o


Nei hann er ekki falur þessi, gæti aldrei fyrirgefið mér það ef ég myndi selja hann, þó maður sé bara fátækur námsmaður núna þá fer ég á sjóinn í sumar og þá fara hjólin að snúast varðandi að gera hann enn flottari.

Author:  Spiderman [ Mon 19. Feb 2007 18:00 ]
Post subject: 

Ég rakst einmitt á þennan bíl í gærkvöldi, mjög flottur :shock:

Author:  Otri [ Mon 19. Feb 2007 21:47 ]
Post subject: 

hvar í kópavogi er hann staddur

Author:  Alpina [ Mon 19. Feb 2007 21:59 ]
Post subject: 

Myndir ?????

Author:  Twincam [ Tue 20. Feb 2007 01:29 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Myndir ?????

Veit ekki hvort eigandanum sé sama... eeeennn ég ætla að henda inn hérna nokkrum teknum í flýti af bílnum..

Ég tek þær þá bara út ef það er honum á móti skapi...

Image
Image
Image
Image
Image

Author:  jens [ Tue 20. Feb 2007 08:00 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll, úff hvað þetta vekur margar minningar.

Author:  Stebbtronic [ Tue 20. Feb 2007 09:26 ]
Post subject: 

:D :D :D

Takk Rúnar fyrir myndirnar, flottar myndir líka :wink:
Þú bara sparaðir mér ferðina því ég ætlaði einmitt að redda myndum af kappanum í dag.

Author:  Sezar [ Tue 20. Feb 2007 10:42 ]
Post subject: 

Flashback dauðans. :shock: :shock:

Hann er alveg eins og minn fyrsti bíll, nema minn var 323i og með svuntu að framan. :D

Ekki margir svona eftir.

Author:  JOGA [ Tue 20. Feb 2007 11:13 ]
Post subject: 

Rosalega heillegur og flottur :o

Þú mannst að leyfa okkur að fygljast með þegar þú ferð að gera meira fyrir hann. :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/