bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Varðandi M5 E39 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=16356 |
Page 1 of 6 |
Author: | saemi [ Tue 11. Jul 2006 00:29 ] |
Post subject: | Varðandi M5 E39 |
Sælir félagar. Ég hef lengi verið að spá í svona bíl, þ.e. M5 E39. Það sem furðar mig alltaf jafn mikið, er hversu mikið er sett á þessa bíla hérlendis. Mig grunar að málið sé að fólk álíti sem svo að fyrst lánið sem er á bílnum sé X hátt, þá hljóti hann að vera allavega það mikils virði. En ég held að fólk hafi bara ekki athugað það hvað þetta kostar úti og hvað hægt er að fá gott eintak á heim, jafnvel þó evran sé núna í 96 krónum. Sem dæmi: bíll 1 bíll 2 bíll 3 bíll 4 Hér eru bílar á bilinu frá 16500 EUR og upp í svona 20.000 og sumir eru með skattinum af því. Þetta eru bílar eknir frá 90-150 þús km. með þjónustubók og ekki auglýstir af jóni jónssyni heldur frekar trúverðugum aðilum. Þessir bílar eru í tonnatali á þessu verðbili, um 18þúsund evrur. Í íslenskum krónum hingað komið, með 80.000 í flutningskostnað, að viðbættum 100 þúsund í kostnað við að fá e-n til að koma þessu heim er þetta að kosta frá: 2.8 og upp í 3.3. Þá erum við að tala um 3.3 fyrir bíl ekinn innan við 100þúsund!!!!! Ókei, þetta eru kannski 99-00 eintök af bíl, en mér er alveg sama, það er mun meira sett á þessa bíla hérlendis sem eru alveg sambærilegir. Langaði bara að velta þessu upp, sjá hvað mönnum finnst um þetta, hvort ég er sá eini sem er hissa á þessu. |
Author: | bimmer [ Tue 11. Jul 2006 00:32 ] |
Post subject: | |
Þú ert ekki sá eini sem ert að pæla í þessu. En það á eftir að bæta við millunni sem innflytjendurnir vilja fá fyrir ómakið. Skondið hvað það er oft áhvílandi millu undir söluverði ![]() |
Author: | HPH [ Tue 11. Jul 2006 00:53 ] |
Post subject: | |
ég var eimitt að undramig á þessu um daginn eftir að ég fékk arfinn þá hugsaði ég svona "Hey ég get fenfið öruglega þokkalegan M5 fyrir 3mills smá lán. í stað þess að kaupa hann heima á 4-5,5mill." |
Author: | . [ Tue 11. Jul 2006 01:08 ] |
Post subject: | |
veit alveg um nokkra ´99 árg sem hafa fengist á einmitt um 3.3 millz..svo hafa þeir líka hækkað í verði með gengisbreytingum og nýjum eigendum ![]() |
Author: | saemi [ Tue 11. Jul 2006 01:24 ] |
Post subject: | |
![]() Heldur fólk virkilega enn þann dag í dag að það sé eini einstaklingurinn sem getur flutt M5 inn! Það gekk kannski fyrir 2 árum, en nú vita ALLIR hvað ebay og mobile er. Ég er ekki frá því að það sé búið að skrúfa vel fyrir markaðinn á þessum bílum hérna heima. En það skrýtna er að eins og ég væri alveg til í svona bíl hérna heima á sama verði og það myndi kosta mig að flytja hann inn.. þá er ég ekki tilbúinn að borga extra eina millu (eða rúmlega það) fyrir hann og það er einmitt það sem allir vilja (ætlast til að) fá fyrir bílinn sinn. Held reyndar að flestir geti ekki annað en sett svona mikið á bílinn sinn því þeir hafa ekkert svigrúm til að lækka sig undir það sem er áhvílandi. Þetta er svolítið skrýtin staða. Ég er með bíl sem er auðveldlega hægt að reikna á 1.7-1.8 í höndunum. Ég væri til í að setja hann upp í M5, eða selja hann. Vandamálið er bara fyrir utan hvað allir vilja fá mikið fyrir bílana sína, að það mun engin vilja taka bílinn minn upp í sinn, því það er alltaf svo mikið áhvílandi á bílunum að þeir geta það ekki. Það getur enginn í dag tekið bíl upp í sem er ekki lán áhvílandi á. Mig langar ekki baun í lán á bíl.... og það er að eyðileggja allt fyrir mér ![]() Já, þetta er skrýtið samfélag orðið. Hvenær ætli við Íslendingar förum að vilja leigja húsnæði í stað þess að eiga það. Er það ekki það eina sem er eftir að selja og leigja til baka ![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 11. Jul 2006 01:44 ] |
Post subject: | |
Það sem mér finnst óþolandi er að menn eru að horfa í 99-00 bílana því þeir eru algengastir og finnst bara eðlilegt að verðleggja 2002 bílinn minn á sama pening....Halló.... skoða hvað þetta kostar úti áður enn tranturinn er opnaður ![]() Enn málið er bara einfallt...Mikið af þessum bílum sem eru hér eru EKKI góð eintök og ekki vel búnir og því fáránlega verðlagðir ![]() |
Author: | saemi [ Tue 11. Jul 2006 01:50 ] |
Post subject: | |
Eins og ég sagði, þá eru þetta 99-00 eintök sem ég var að vísa í. Ég er kannski skrýtinn, en ég væri miklu frekar til í 3 árum eldri bíl sem lítur nákvæmlega eins út, jafn mikið ekinn fyrir helmingi lægri upphæð! Ég er ekki að rengja það að við erum að tala um 3 árum nýrri bíl. Það telur alltaf. Bara spurning um hvað maður fær fyrir peninginn að mínu mati. |
Author: | ///MR HUNG [ Tue 11. Jul 2006 01:56 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Eins og ég sagði, þá eru þetta 99-00 eintök sem ég var að vísa í. Tjahhh...Hef átt 99 og 02 á sama tíma og ef ég hefði átt bara 99 bílinn þá hefði ég verið ílla vonsvikinn af M5 reynslunni.
Ég er kannski skrýtinn, en ég væri miklu frekar til í 3 árum eldri bíl sem lítur nákvæmlega eins út, jafn mikið ekinn fyrir helmingi lægri upphæð! Ég er ekki að rengja það að við erum að tala um 3 árum nýrri bíl. Það telur alltaf. Bara spurning um hvað maður fær fyrir peninginn að mínu mati. Ekki sambærilegir bílar í mínum augum,og tildæmis Bæring hefur minnst á það því hann hefur átt þá nokkra og flestar árgerðir. |
Author: | saemi [ Tue 11. Jul 2006 02:02 ] |
Post subject: | |
Hver er munurinn á þessum bílum? Hvað gerir það að verkum að nýrri bíllinn er svona allt annar bíll en eldri bíllinn? |
Author: | Bjarki [ Tue 11. Jul 2006 05:04 ] |
Post subject: | |
Held að 3 ára eldri bíll eigi ekkert að vera verri ef viðhaldið er rétt. Rétt viðhald er mjög vel skilgreint hjá BMW. Rétt viðhald á M5 kostar. Jón Jónsson getur fengið lán fyrir 80% af þeim kostnaði við að flytja inn bíl að því gefnu að bíllinn sé lánshæfur. Reiknum þá með því að hluti af kostnaðinum sé ekki hægt að tilgreina ![]() Góðir aðilar geta fengið hærra lán. Hver kannast ekki við að sjá auglýsingar á bílum þar sem hægt er að yfirtaka lánið og eignast bílinn. Þá hugsa allir að seljandinn sé nú ekki mikið að græða á þessu og að verðið hljóti að vera mjög gott. En þessir sömu góðu aðilar í augum lánastofnana geta keypt bíl á x, fengið lán 1,15x og selt svo bílinn gegn yfirtöku á láni. Ef x = 2milljónir þá er hið góða verð, 1,15x, 300þús yfir kaupverðinu x. Það er svo mikið af fólki þarna úti sem vill eignast bíl og það vill bílinn helst í gær og það bara vill fá lyklana og vita hvar það á að skrifa undir ![]() |
Author: | fart [ Tue 11. Jul 2006 06:57 ] |
Post subject: | |
Það er smá munur á Pre og Post facelift bíl, ekki bara útllitslega heldur líka annarskonar munur. Flesta þá hluti má retrofitta, þar er stærsti munurinn stýrið, sem er mun þykkara á post facelift, sem og hin gífurlega vinsælu englaaugu. Hinn munurinn snýr að Olíueyðslu, en hún Á að vera minni í nýlegri bílunum, þó að ég sé einn af þeim sem held að þetta sé bara misjafnt milli bíla ótengt árgerð eða akstri. Fyrir mér skiptir eintakið meira máli en akkúrat árgerðin. Mjög oft fer saman ástand og akstur, en í .de bílum skiptir ekki öllu máli hversu marga heldur hvernig kílómetrar hafa verið eknir. Ég er t.d. búinn að keyra minn E60 bíl 12.500 km síðan í mars og þar af svona 80% í langkeyrslu (200-400km non stop). Í þannig akstri slitnar bíllinn lítið. Fullt af hlutum sem slitnar nánast ekkert við þannig akstur. Ég er sannfærður um að þessir 8 hringir á Nurburgring Nordschleife hafa slitið bílnum álíka og 1þús km akstur á hraðbraut. En á móti kemur slítur 1þús km akstur á hraðbraut bílnum ákaflega lítið miðað við 1þús km akstur sem er brotinn upp í 100 x 10km bíltúra. Mín tilfinning hefur svolítið verið þannig að menn séu "stundum" að kaupa ódýrustu bílana af Mobile og setja á þá það sama og verulega góður bíll væri til sölu á hér heima. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að minn gamli (AP-868) var eitt besta eintak sem hefur komið til landsins, enda 1. eigandi, ekinn lang mest í langkeyrslu (orginal dekkin fyrlgdu (bæði sumar og vetrar)) og topp þjónusta. Sá bíll var líka svolítið frá því að vera ódýrasti bíllinn sem ég gat fengið. Mér skillst það að vélar/kassar/drif hafi veirð að fara svolítið á þessum bílum sem eru á götunum á Íslandi. Ég kenni þar 2 hlutum um meira en öðrum. 1. þá eru ALLT OF MARGIR að kaupa sér svona bíla sem kunna engan veginn að fara með þá, og ég er ekki bara að tala um akstur. Menn sem hita ekki upp mótor/kassa/drif áður en átökin byrja, fyrlgjast lítið með olíuleveli og bætja jafnvel á bara einhverri olíu. 2. þá eru menn að "bootom fisha" Mobile, taka inn shaky bíla frá shaky seljendum og selja þá sem einhverja mola á Íslandi, líkt og menn sem eru að moka inn niðursettum flólabílum frá Florida og selja þá sem lítið ekna mola. Það er samt líka til hin hliðin á þessu. Ég held að við getum allir fundið bíla sem eru mjög lítið eknir, nýlegir sem gamlir, sem hafa einfaldlega fengið lélega meðferð, ég held samt að það sé undantekningin. Held reyndar að sumt af þessu sé bara eitthvað áttavilt röfl hjá mér en punkturinn á samt að vera sá að sumir bílar eru einfaldlega betri en aðrir. Og eiga því að vera verðlagðir öðruvísi. |
Author: | íbbi_ [ Tue 11. Jul 2006 09:14 ] |
Post subject: | |
mér finnst allavega ansi mikill munur á að keyra 96-99 normal E39 bíla og síðan facelyft bílana, veit ekki hvort þessar smábreytingar virka bara þannig á mann eða ekki.. ég hef einmitt tekið eftir þessu, þótt mér finnst ekki mikill peningur meðað við hversu dýrir bílar þetta eru hef ég tekið eftir að maður er að borga meira fyrir þessa bíla hérna heldur en sömu árgerðir af E55, sem er samt dýrari bíll nýr og ekki ódýrari í innflutning, ég hef líka tekið eftir hvað sumir af þessum m5-um sem maðuir hefur verið að sjá eru rosalega sjabbý meðað við aldur.. t.d skoðaði ég 99 bílin sem nonni átti og siggi maniac og flr og mér fannst sá bíll bara draugsjúskaður.. enda skylst mér að það sé verið að almála þann bíl núna, hef séð þá fleyri sem ég furðaði mig á hversu sjúskaðir væru meðað við hversu dýrir bílar þetta væru |
Author: | burgerking [ Tue 11. Jul 2006 10:14 ] |
Post subject: | |
Shhhhh..... kaupa bara minn ![]() |
Author: | MRA530d [ Tue 11. Jul 2006 10:31 ] |
Post subject: | |
Ég er hjartanlega sammála Sæma og Fart. En hurrðu Sæmi? Var ég þá ekki að kaupa rangan bíl? Ég viðurkenni að ég skoðaði ekki einu sinni M5 af einhverri alvöru og sennilega hefur verðlagningin á bílunum hérna heima eitthvað eyðilagt það fyrir mér. Mér finnst líka skipta máli hversu auðvelt er að selja þá aftur ef maður ætlar sér þá ekki að eiga bílinn til dauðadags og miðað við verðlagninguna þá var ég ekki alveg að sjá að það væri auðvelt mál. Þeir bílar sem ég hef séð auglýsta síðustu vikur eru oft mikið eknir og eins og Fart segir um meðferðina á þeim þá hefur maður séð einhverja smákrakka sem ná ekki uppfyrir stýrið með derhúfuna út á hlið spænandi um göturnar á þeim. Ekki mjög traustvekjandi fyrir væntanlega kaupendur. Fannst mjög sniðugt að sjá eina auglýsinguna af E-bay sem var póstuð hérna á öðrum þræði. Þar var talað um að seljandinn væri adult/fullorðinn ![]() En mér finnst gaman að sjá hjá þér Sæmi að þú ert líka að skoða vinrauðan (eða fjólubláan??) M5. Það vantar meiri litadýrð í M5 flotann. Er enginn Imolarot til? Sá mynd af einum í USA. MJÖG flottur. By the way, ef þú tekur einn heim, ertu til í að setja aukafelgusett í skottið? ![]() |
Author: | saemi [ Tue 11. Jul 2006 11:08 ] |
Post subject: | |
burgerking wrote: Shhhhh..... kaupa bara minn ![]() Með fyllstu virðingu.. en hvað var ég að segja með verðlagninguna hérna heima ![]() MRA530d wrote: Ég er hjartanlega sammála Sæma og Fart.
En hurrðu Sæmi? Var ég þá ekki að kaupa rangan bíl? Ég viðurkenni að ég skoðaði ekki einu sinni M5 af einhverri alvöru og sennilega hefur verðlagningin á bílunum hérna heima eitthvað eyðilagt það fyrir mér. Mér finnst líka skipta máli hversu auðvelt er að selja þá aftur ef maður ætlar sér þá ekki að eiga bílinn til dauðadags og miðað við verðlagninguna þá var ég ekki alveg að sjá að það væri auðvelt mál. Þeir bílar sem ég hef séð auglýsta síðustu vikur eru oft mikið eknir og eins og Fart segir um meðferðina á þeim þá hefur maður séð einhverja smákrakka sem ná ekki uppfyrir stýrið með derhúfuna út á hlið spænandi um göturnar á þeim. Ekki mjög traustvekjandi fyrir væntanlega kaupendur. Fannst mjög sniðugt að sjá eina auglýsinguna af E-bay sem var póstuð hérna á öðrum þræði. Þar var talað um að seljandinn væri adult/fullorðinn ![]() En mér finnst gaman að sjá hjá þér Sæmi að þú ert líka að skoða vinrauðan (eða fjólubláan??) M5. Það vantar meiri litadýrð í M5 flotann. Er enginn Imolarot til? Sá mynd af einum í USA. MJÖG flottur. By the way, ef þú tekur einn heim, ertu til í að setja aukafelgusett í skottið? ![]() Ég skal ekki segja með þig. Fannst á þér eins og þú vildir 530d. Það er svolítið öðruvísi græja en M5. Ég hugsa að þú getir seint hafa keypt rangan bíl, 530d er mjög góð kaup. Skynsamari en M5 með tilliti til endursölu. Varðandi litadýrðina, þá er það bara vandamál hversu lítið úrval er í þeim efnum. Mig langar í allt annað en svart, helst Imolarot. En þeir bílar eru nú bara eins sjaldséðir og einfættir dvergar í Evrópu. Það er 80% af þessu Carbonsvartir og restin silfruð og blá! Með muninn á facelift bíl og eldri, þá er það sem ég hélt. Ég vissi ekki til að það væri neinn munur sem ekki er hægt að breyta sjálfur. Það er möst að skipta um ljósin, stýrið er ég ekki viss um. Mér finnst ekki gott að hafa þetta of svert (eins og stelpunum .. allavega sumum). Þess utan held ég að það sé bara aksturinn og meðferðin sem maður þarf að athuga. |
Page 1 of 6 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |