bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

635csi bíll í Reykjavík
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1491
Page 1 of 2

Author:  bjornvil [ Mon 12. May 2003 15:26 ]
Post subject:  635csi bíll í Reykjavík

Sælir drengir :D Þetta er fyrsti pósturinn minn hér á BMW kraftur, ég hef reyndar verið að fylgjast eitthvað með spjallinu hér í einhvern tíma.

Jæja, ég verð að koma mér að efninu... Ég var að rúnta í Reykjavíkinni á kosningadaginn, var að skutla kærustunni að fara að kjósa í Breiðagerðisskóla.

Ég keyrði í gegnum götu rétt hjá Breiðagerðisskóla sem heitir Mosgerði og missti ég gjörsamlega kjálkann í kjöltuna :shock:

Í innkeyrslunni við þetta hús stóð vínrauður (veit ekki alveg hvernig liturinn var, hann ver allavega ekki rauður og ekki brúnn :) ) BMW 635csi, í gjörsamlega fullkomnu ástandi!!

Ég hef aldrei séð sexu í svona góðu ástandi, ég labbaði nokkra hringi í kringum bílinn og skoðaði eins og ég gat. Lakkið var eins og nýtt, gæti vel verið að hann sé nýsprautaður. Svörtu leðursætin voru eins og aldrei hefði verið setið í þeim, sást reyndar pínulítið á ökumannssætinu, en ekkert til að tala um. Innréttingin var gljándi fín eins og hann væri að koma beint af færibandinu (þ.e.a.s. ef þeir voru ekki handsmíðaðir, veit ekkert um það).Bíllin var á 15" BMW álfelgum (þessar gömlu góðu BBS) sem voru eins og nýjar og hann var sjálfskiptur. Eina sem sýndi að bíllin var ekki bara glænýr voru nokkrar pínu ryðgaðar skrúfur og smá ryð á púströrunum. Ég gægðist á mælaborðið á bílnum og á mælinum stóð..... 86.000 km!!! (til eða frá :) )

Ég var virkilega að spá í að banka upp á hjá eigandanum og spyrja hann meira út í bílinn, en kunni ekki við það.

Það sem ég var að spá er hvort einhver hér kannist eitthvað við þennan bíl, ef ekki þá mæli ég með því að fara og kíkja á hann, vel þess virði að taka smá rúnt á hann. :D

Author:  bebecar [ Mon 12. May 2003 15:45 ]
Post subject: 

Ég hef bara séð þennan bíl einu sinni og hann er gullfallegur - en bíllinn hans Sæma er alveg jafn góður í minningunnni held ég.

Það er reyndar dálítið gaman að þessum lit á honum og hann er líka fáránlega lítið ekinn.

Author:  bjornvil [ Mon 12. May 2003 15:51 ]
Post subject: 

Já, en ætli gaurinn sem á hann sé eitthvað hér á spjallinu.

Hvaða árgerð ætli þessi bíll sé?? Miðað við keyrsluna hlýtur hann að vera með síðustu árgerðunum af sexunni.

Author:  bjahja [ Mon 12. May 2003 15:52 ]
Post subject: 

Ég hef aldrei séð þennan, reyndar ekki sæma heldur :( En það kemur að því :D.
Það er samt gott að fólk tími og nenni að halda svona bílum við, þeir eru nátturlega algjör snilld.

Author:  Svezel [ Mon 12. May 2003 17:23 ]
Post subject: 

Þessi bíll er alger gullmoli, mér var sagt að hann hefði verið mikinn hluta ævinnar á safni. Ég gerði heiðarlega tilraun til að kaupa þennan bíl í nóvember 1999 en eigandinn var stífur á verði svo ekkert varð úr því.

Vélin malaði eins og köttur og það sá ekki á bílnum sama hvar sem litið var niður og hann var ekinn eitthvað rétt yfir 80þús. Sé ennþá eftir því að hafa ekki keypt bílinn :cry:

Author:  Gunni [ Mon 12. May 2003 17:25 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Þessi bíll er alger gullmoli, mér var sagt að hann hefði verið mikinn hluta ævinnar á safni. Ég gerði heiðarlega tilraun til að kaupa þennan bíl í nóvember 1999 en eigandinn var stífur á verði svo ekkert varð úr því.

Vélin malaði eins og köttur og það sá ekki á bílnum sama hvar sem litið var niður og hann var ekinn eitthvað rétt yfir 80þús. Sé ennþá eftir því að hafa ekki keypt bílinn :cry:


hvað var hann að biðja um fyrir svona mola ?

Author:  Svezel [ Mon 12. May 2003 17:36 ]
Post subject: 

1500þús ef ég man rétt

Author:  GHR [ Mon 12. May 2003 18:28 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
1500þús ef ég man rétt


oucchh, far too much

Author:  Stefan325i [ Mon 12. May 2003 19:38 ]
Post subject: 

þetta er ´86 bíll og er hann mjög fallegur, ótrúleg hönnun miðað við að fyrstu bílarnir komu´75 tímalaus hönnun. :wink:

Author:  Guest [ Mon 12. May 2003 19:58 ]
Post subject: 

Blessaður félagi...Alger óþarfi að setja inn heimilisfangið hjá manni?
En allavegana þetta er bimmin hanns pabba gamla.

Author:  Halli [ Mon 12. May 2003 20:25 ]
Post subject: 

Anonymous wrote:
Blessaður félagi...Alger óþarfi að setja inn heimilisfangið hjá manni?
En allavegana þetta er bimmin hanns pabba gamla.

hversvegna er það ekki í lagi bara spyr ég, sá þennan bíl í kópavoginum í dag og hann var rosalega flottur hrein og bein snilld

Author:  arnibjoss [ Mon 12. May 2003 20:32 ]
Post subject: 

Halli wrote:
Anonymous wrote:
Blessaður félagi...Alger óþarfi að setja inn heimilisfangið hjá manni?
En allavegana þetta er bimmin hanns pabba gamla.

hversvegna er það ekki í lagi bara spyr ég, sá þennan bíl í kópavoginum í dag og hann var rosalega flottur hrein og bein snilld


Já, ég þakka þér fyrir það en mér líkar ekki við það að það sé auglýst á netinu hvar ég ætti heima. Svo einfalt er það

Author:  Halli [ Mon 12. May 2003 20:37 ]
Post subject: 

það er kannski rétt ekkert gaman að fá laugardagsrúntinn heim til sín :?

Author:  Gunni [ Mon 12. May 2003 20:57 ]
Post subject: 

Anonymous wrote:
Blessaður félagi...Alger óþarfi að setja inn heimilisfangið hjá manni?
En allavegana þetta er bimmin hanns pabba gamla.


Alveg sammála þessu, ég tók út heimilisfangið þitt, núna er bara eitthvað götuheiti :)

Author:  bjahja [ Mon 12. May 2003 21:00 ]
Post subject: 

Ég veit samt hvar hann á heima, múhúhúhúhúhúhahahahah. :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/