bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M5 æðið keeps on goin!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=13722
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Tue 31. Jan 2006 14:35 ]
Post subject:  M5 æðið keeps on goin!

það virðist ekki sjá fyrir endann á M5 æðið sem virðist hafa gripið landann síðustu mánuði.
á göngu minni eftir líkkistunöglum varð á vegi mínum E60 M5, blakkur að lit, þetta var greinilega bíll ætlaður ameríkuhreppi, á littlu kassaplötunum, þessi bíll er búin að bruna framhjá vinnuni minni sona 4 sinnum í dag.. haugaskítugur á fullu spani..

þetta var alveg greinilega ekki bíllin hjá múrbúðagæjanum, þessi var á orginal felgum, og jú, á littlum kassanúmerum.

hvað eru þeir komnir margir núna? 6? þetta er greinilega alveg nýjasta trendið hjá nokkuð vel launuðum og uppúr, komnir hvað um 20 E39 m5, 4-6 E60, og mér finnst alveg merkilegt að það séu 2-3 M6

húrra fyrir breyttum bílasmekk landans,

Author:  Angelic0- [ Tue 31. Jan 2006 14:36 ]
Post subject: 

Fróðlegt !

Og verður gaman að vita hvað þeir verða margir í sumar :)

Author:  GTI-gutti [ Tue 31. Jan 2006 14:40 ]
Post subject: 

Þessi drullugi e60 brunaði framhjá mér áðan, sound-aði helvíti vel :-({|=

Author:  íbbi_ [ Tue 31. Jan 2006 14:57 ]
Post subject: 

ójá.. hann hljómaði mjög vel á gjöfini hérna í gegnum skúlagötuna.. nóg bergmál

Author:  Saxi [ Tue 31. Jan 2006 15:38 ]
Post subject: 

Veit að Baugs eigandi var að versla sér einn svona. Því fleiri því betra segi ég nú bara.

Saxi

Author:  HPH [ Tue 31. Jan 2006 17:30 ]
Post subject: 

það er bara gott að markaðurinn sé að fyllast af M5 í stað þessa helvítis anskotans Pikkuppa. líka þá er hækt að gera góð kaup í M5 seinna meir :D

Author:  mattiorn [ Tue 31. Jan 2006 18:04 ]
Post subject: 

Hvernig væri nú að einhver akureyringur tæki sig til og keypi svo til eitt stykki... :)

Author:  Jökull [ Tue 31. Jan 2006 18:07 ]
Post subject: 

Þetta er þá E60 M5 nr 8 á landinu 8)

Author:  Svezel [ Tue 31. Jan 2006 19:19 ]
Post subject: 

það eru 7 skráðir í ekjunni

Author:  Jökull [ Tue 31. Jan 2006 20:08 ]
Post subject: 

Er það ekki bara til 27/01. Hann gæti hafa verið skráður í þessari viku.

Author:  íbbi_ [ Tue 31. Jan 2006 21:00 ]
Post subject: 

vá... bara turbo preza góðærisins :hmm:

Author:  bimmer [ Tue 31. Jan 2006 21:37 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
vá... bara turbo preza góðærisins :hmm:


Vertu nú alveg rólegur í samlíkingunum!!!! :)

Author:  Eggert [ Tue 31. Jan 2006 21:40 ]
Post subject: 

En þetta er alveg rétt hjá honum.. E39 M5 æðið er rétt að byrja. Það á eftir að koma hellingur af þessu hingað á klakann á næstu mánuðum og árum.

Practical supercar á góðu verði :!:

Author:  Lindemann [ Tue 31. Jan 2006 23:53 ]
Post subject: 

spurning hvort það fari þá einhver að koma á tjónauppbóð,,,,,,,,,mig er farið að langa í vél :oops: :oops: :oops:

Author:  íbbi_ [ Wed 01. Feb 2006 00:01 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
En þetta er alveg rétt hjá honum.. E39 M5 æðið er rétt að byrja. Það á eftir að koma hellingur af þessu hingað á klakann á næstu mánuðum og árum.

Practical supercar á góðu verði :!:


og einn daginn mun ég eiga einn þeirra :-s

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/