bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Keppinauturinn sem átti að sigra e34 M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1343
Page 1 of 1

Author:  Jói [ Sat 26. Apr 2003 20:41 ]
Post subject:  Keppinauturinn sem átti að sigra e34 M5

Benz e55 AMG '94
Reyndar sagður vitlaust þarna e60 AMG, enda eru þeir með 6 lítra vél sem skilar 380 hö. Þetta gæti alveg eins verið E200, rosalegur sleeper.

Image

Image

Þegar komið er að því hvort Mercedes hafi tekist að sigra e34 M5, þá held ég að það hafi verið mission impossible og þeim tókst það engan veginn. AMG - í raun allt önnur tegund af bílum heldur en BMW M - voru og eru troðnir af búnaði og þeir nota spikfeita 6 l vél til að ná 380 hö og síðan er hann sjálfskiptur. Hann þótti meiri cruiser heldur en M og einnig var hann mun hljóðlátari.

Þessi ákveðni bíll var fluttur hingað 2002 og virðist í fljótu bragði vera geysilega góður bíll, en verðið er allrosalegt! 4 milljónir er rétt aðeins minna heldur en nýr BMW e39. :roll:

Author:  Benzari [ Sat 26. Apr 2003 20:52 ]
Post subject: 

Ekkert á móti þessu tryllitæki en eru ekki betri kaup í nýrri týpunniá svipuðu verði?
Svo eru tveir skráðir hjá mercedes.is en þeir eru sennilega ekki á landinu en mjög gott verð finnst mér.

Sorry, kann ekki að gera link.

http://bilasolur.is/Main.asp?FRAMLEIDAN ... on&BS24=on

Author:  hlynurst [ Sat 26. Apr 2003 21:37 ]
Post subject: 

Persónulega skoðun mín á Bens og Bmw er sú að mér finnst Bens vera bara cruiserar en BMW er meiri "racer". Maður sér t.d. í upptakinu í þessum tveimur tegundum að BMW er yfirleitt sneggri í hundraðið þegar bílarnir eru með svipaðar vélar. Kannski spilar þar inn í þyngdin...? Tökum t.d. minn bíl og Bens 300E 24v. Bensinn er 30 hö kraftmeiri en hefur samt ekki bimmann? Vitiði hvað svoleiðis bíll er þungur?

Author:  Logi [ Sat 26. Apr 2003 23:12 ]
Post subject: 

Quote:
Þetta gæti alveg eins verið E200, rosalegur sleeper.

Hefur einhver hérna mætt þessum bíl í umferðinni?

Hann er náttúrulega með E500 lúkkinu, nokkrum cm. breiðari en venjulegur E bíll. Og það fer sko EKKI á milli mála að þarna er ekki venjulegur E bíll á ferðinni!!!!! Rosalega töff bílar, finnst mér!

Author:  bebecar [ Mon 28. Apr 2003 08:52 ]
Post subject: 

Ég sá þennan bíl á sjávarútvegssýningunni í haust og fékk nú að heyra aðeins í vélinni.....

Ansi merkilegt vélarhljóð og þessi bíll er svívirðilega vígalegur.

Author:  bjahja [ Mon 28. Apr 2003 16:09 ]
Post subject: 

Það keyrði einn svona framhjá mér um daginn, ef það var bara ekki þessi? Eru margir AMG E bílar hérna á klakanum?

Author:  Alpina [ Mon 28. Apr 2003 18:06 ]
Post subject: 

Það er til einn 96 E-50 AMG
og þessi 99 E-55 AMG


Sami bíllinn en eilítil vélar breyting,,, stóröflugir bílar

og fyrir marga sem eru ekki fyrir beinsk. þá eru þeir AUTOMATIC


Sv.H

Author:  . [ Tue 29. Apr 2003 19:25 ]
Post subject: 

Bíllinn sem gesturinn er þarna að halda framm að sé E55 er E60 eins og stendur þarna réttilega.
Enn E60 AMG W124 er breytt útgáfa af E500 W124 boddí(Porsche/Benz factory bíll) enn E55 er W210 boddí.


Og E60 var framleiddur í það littlum mæli að hann væri í nokkurru samkeppni við M5.

Author:  Jói [ Wed 30. Apr 2003 14:05 ]
Post subject: 

HHS wrote:
Bíllinn sem gesturinn er þarna að halda framm að sé E55 er E60 eins og stendur þarna réttilega.


Málið er að það stendur aftan á bílnum að hann sé e55 AMG. Þess vegna hélt ég að bíllinn væri e55 AMG, trúði merkingunum frekar en auglýsingunni. Hinsvegar þá er það alveg rétt hjá þér að e55 er W210 og e60 er W124. Þess vegna mætti halda að merkingin sé sett á bílinn, en hinsvegar þá er þetta ekta AMG bíll, með 6 l vél og ætti sennilega að vera rassamerktur sem e60.

Það fer ekki á milli mála að bíllinn er merktur e55 eins og sést hér.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/