bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW kemst allt - næstum allt. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1325 |
Page 1 of 2 |
Author: | Propane [ Thu 24. Apr 2003 22:56 ] |
Post subject: | BMW kemst allt - næstum allt. |
Hér er á að líta grænan E36 BMW sem ég vil EKKERT kannast við. ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | GHR [ Thu 24. Apr 2003 22:58 ] |
Post subject: | |
OUCCCHHHHHHH ![]() |
Author: | Heizzi [ Thu 24. Apr 2003 23:15 ] |
Post subject: | |
Æ æ æ, gerðir þú þetta? Ég er farinn finna til með þessum bíl, fyrst sýnirðu okkur hann með brotna rúðu og lemstraðan eftir innbrot og nú þetta... ![]() |
Author: | saemi [ Thu 24. Apr 2003 23:18 ] |
Post subject: | |
Úffff.. þetta hefur ekki verið gaman! Þegar maður fer í rallý, þá á maður að vera á rallýbíl ![]() Sæmi |
Author: | flamatron [ Fri 25. Apr 2003 00:00 ] |
Post subject: | |
ÁÁIII, hvað varstu að gera??? ![]() |
Author: | hlynurst [ Fri 25. Apr 2003 00:12 ] |
Post subject: | |
Hehe... það er einmitt mjög fyndin saga á bak við þetta.... ![]() |
Author: | Propane [ Fri 25. Apr 2003 00:22 ] |
Post subject: | |
Hann var orðinn leiður á mér og framdi sjálfsmorð. En í alvöru talað: ég setti bílinn í park fyrir utan húsið, en GSM-hleðslusnúran var fyrir Parkinu, þannig að hann var í hlutlausum. Svo þegar ég var að labba frá bílnum, heyri ég þjófavarnarkerfi væla sem hljómaði alveg eins og í bílnum mínum vera að fjarlægjast, þegar ég lít við, er bílinn minn horfinn. |
Author: | Propane [ Fri 25. Apr 2003 00:23 ] |
Post subject: | |
Bíllinn var dæmdur ónýtur |
Author: | flamatron [ Fri 25. Apr 2003 00:25 ] |
Post subject: | |
Kaskó? |
Author: | ///MR HUNG [ Fri 25. Apr 2003 00:40 ] |
Post subject: | |
Propane wrote: Bíllinn var dæmdur ónýtur Allveg rólegur með bullið hér,þessi bíll var mjög lítið skemmdur það var bogin ein stífa að aftan og begla í sílsinum,smá begla innaná felgu og frammstuðarinn brotinn og þetta var allt tjónið á þessum bíl og við keyrðum hann heim frá tryggingunum, mér finnst skrítið að þeir hafi borgað hann út,ætli mesta tjónið sé það að þú klipptir á alla víra sem þú sást til að taka kerfið og hátalara úr honum og varst aðeins of glaður með töngina ![]() |
Author: | morgvin [ Fri 25. Apr 2003 01:11 ] |
Post subject: | |
já það er svona þegar fólk vill ekki setja í handbremsuna(eitt handtak + við hliðina á beltis festingunni). Ég hef keyrt uppá djúpa vatn(í slæmu vegar ástandi) en þetta er ansi gróft. |
Author: | bjahja [ Fri 25. Apr 2003 01:39 ] |
Post subject: | |
Þetta er örugglega einn óheppnasti bíll sem ég veit um. |
Author: | Propane [ Fri 25. Apr 2003 09:57 ] |
Post subject: | |
Reyndar var gólfið beyglað líka, en það mátti svosem laga með því að stappa aðeins á því. Tjónið var metið upp á 500þ, það var miðað við nýjan bensíntank og nýjar felgur. Sé reyndar mjög eftir því að hafa ekki tekið felgurnar af, því að hlunurst var mjög til í að fá þær. Ég var búinn að panta sprautun á 40% af bílnum sem að hann átti að fara í tveimur dögum á eftir. Eins gott að þetta gerðist áður. Ég var nýbúinn að eyða miklum pening í viðgerðir á honum, þannig að þetta var mikill bömmer. Ég var búinn að láta skipta um stífur, spindilkúlur, mótorpúða, bremsudiska og klossa, handbremsubarka, laga öxul og ballancestöng, airconditionstrekkjara. Hann var í kaskó, og ég fékk borgað frekar lítið fyrir hann. Þessi bölvuðu tryggingarfélög eru svo miklir þjófar. Þeir lækkuðu bílinn fyrir slitinn framdekk, þó svo að ég var með splunkuný, dýr afturdekk. Lækkuðu fyrir rispur á toppnum og smá dæld á hurðinni, svo gáfu þeir sér 5% staðgreiðsluafslátt, svo var tekinn sjálfsábyrgðin, þannig að á endanum fékk ég 684.000 borgað út. Þeir vildu ekki hækka verðið þrátt fyrir aukabúnað, þannig að ég var mikið að spá í að rífa leðursætin úr og topplúguna og segja svo að ég hafi gert það vegna þess að þeir áttu bara að fá það sem þeir borguðu fyrir. En það er rangt að ég hafi klippt á einhverja víra. En ég skal með glöðu geði láta eigandann fá hátalarana sem vantar, ég er með nýja alpine hátalara sem að voru í bílnum, ég hafði hugsað mér að láta hann fá þá næst þegar ég myndi rekast á gaurinn. Ég vissi reyndar af þremur bilunum í bílnum. Annarsvegar var brotinn stoppari í dráttartauginni á topplúgunni, það vantaði líka þéttigúmmí á topplúguna sem að er tilbúið uppi í B&L því ég var búinn að panta það, og hitt var það að bakkvörnin var biluð og eitthvað sambandsleysi í samlæsingunni, ég var reyndar búinn að redda því með því að setja þjófavörn í hann |
Author: | Propane [ Fri 25. Apr 2003 10:02 ] |
Post subject: | |
ég var heldur ekki glaður með töngina, ef það er einhver sem veit hvað hann er að gera með töng undir mælaborði á bíl, þá er það ég. Ég er btw búinn að kortleggja allt rafkerfið í E36 bmw, og gera teikningu yfir allar tölvur og annað í bílnum. Í bílnum var svaðalegt þjófavarnarkerfi sem ég hefði ekki undir neinum kringumstæðum látið með bílnum. |
Author: | ///MR HUNG [ Fri 25. Apr 2003 12:49 ] |
Post subject: | |
Propane wrote: Bíllinn var dæmdur ónýtur En er svona bull nú ekki óþarfi ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |