Benz e55 AMG '94
Reyndar sagður vitlaust þarna e60 AMG, enda eru þeir með 6 lítra vél sem skilar 380 hö. Þetta gæti alveg eins verið E200, rosalegur sleeper.
Þegar komið er að því hvort Mercedes hafi tekist að sigra e34 M5, þá held ég að það hafi verið mission impossible og þeim tókst það engan veginn. AMG - í raun allt önnur tegund af bílum heldur en BMW M - voru og eru troðnir af búnaði og þeir nota spikfeita 6 l vél til að ná 380 hö og síðan er hann sjálfskiptur. Hann þótti meiri cruiser heldur en M og einnig var hann mun hljóðlátari.
Þessi ákveðni bíll var fluttur hingað 2002 og virðist í fljótu bragði vera geysilega góður bíll, en verðið er allrosalegt! 4 milljónir er rétt aðeins minna heldur en nýr BMW e39.
