bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
E39 528iA https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1317 |
Page 1 of 2 |
Author: | Svezel [ Thu 24. Apr 2003 11:26 ] |
Post subject: | E39 528iA |
Þannig er að fjölskylda vinar míns er að spá í nýjan heimilisbíl og ég var náttúrlega fljótur að benda á E39 BMW. Svo fórum við í gær að skoða bíla og prófuðum '98 528iA með gersamlega öllu (leður, rafmagn í öllu, changer, lúgu, digital miðstöð o.fl) og vinur minn varð alveg sjúkur en ég var ekki alveg eins hrifinn ![]() Á ekki 528 að vinna töluvert betur en 520? Ég var bara ekkert sérstaklega hrifinn af vinnslunni og fannst hann bara ekkert mikið sneggri en minn gamli chippaði 520. Þessi bíll er reyndar dálítill gullmoli, ekki keyrður nema 44þús, innfluttur nýr af B&L og fyrri eigandi kona á sextugsaldri þ.a. að hann er spennandi kostur. Þessum bíl hefur kannski aldrei verið snúið almennilega og er bara fullur af sóti eða eitthvað. Ég hef keyrt '02 525iA og hann var sneggri en þetta, a.m.k. í minningunni. |
Author: | bjahja [ Thu 24. Apr 2003 12:53 ] |
Post subject: | |
Ég hef heyrt að 2.8 l vélarnar séu mjög góðar, þær eru gerðar úr áli er það ekki? Allavegana held ég að það eigi að vera mikill munur á 520 og 528. Þetta er taflan á Parkers.co.uk: BMW 520i--------6/1991--150--137--10.7 BMW 523i--------6/2494--170--142--8.5 BMW 525td------6/2498--143--131--10.4 BMW 528i--------6/2793--193--147--7.5 BMW 528i Sport-6/2793--193--147--7.5 BMW 530d-------6/2793--184--140--8.1 BMW 530i--------6/2979--231--155--7.1 BMW 535i--------V8/3498-236-153---7 BMW 535i Sport-V8/3498-236-153---7 BMW 540i--------V8/4398-286-155--6.2 BMW M5 5.0 V8-V8/4941--400-155-5.3 Það á nú að vera töluverður munur á þessum |
Author: | Alpina [ Thu 24. Apr 2003 18:32 ] |
Post subject: | |
Það hafa verið MJÖG fáir 528 E-39 fluttir inn af B/L meðal annars O.R.G. keypti einn á sínum tíma og það verður að segjast þAÐ Á AÐ VERA töluverður munur á þessum bílum í ALLRI HRÖÐUN Mjög skemmtilegir bílar (er mér sagt) Sv.H. |
Author: | Jss [ Thu 24. Apr 2003 20:50 ] |
Post subject: | |
Eins og ég hef sagt hér áður er 2,8 lítra vélin úr áli og um 30 kg léttari en 2,5 lítra vélin í E36 og E34 bílunum. Hvað er sett á þennan bíl? |
Author: | bjahja [ Thu 24. Apr 2003 20:51 ] |
Post subject: | |
Quote: Eins og ég hef sagt hér áður er 2,8 lítra vélin úr áli og um 30 kg léttari en 2,5 lítra vélin í E36 og E34 bílunum.
Ætlaðirðu ekki að segja í E39 bílunum? |
Author: | Jss [ Thu 24. Apr 2003 20:57 ] |
Post subject: | |
bjahja wrote: Quote: Eins og ég hef sagt hér áður er 2,8 lítra vélin úr áli og um 30 kg léttari en 2,5 lítra vélin í E36 og E34 bílunum. Ætlaðirðu ekki að segja í E39 bílunum? Nei, man ekki hvort 2,5 lítra vélinni var breytt e-ð þegar E39 tók við. |
Author: | Haffi [ Thu 24. Apr 2003 21:09 ] |
Post subject: | |
Nýrri bíllinn er með m52 vél með álblokk en held að gamla fimman og 2.5 með m50 ekki ál. Allavega hvíslaði einhver því að mér |
Author: | Svezel [ Thu 24. Apr 2003 21:13 ] |
Post subject: | |
Það er nokkuð ljóst að 2.8 er ekki nóg fyrir mig héðan í frá, það verður bara 540 eða M5 ![]() |
Author: | Alpina [ Fri 25. Apr 2003 20:05 ] |
Post subject: | |
AFSAKIÐ en ég ætla ekkert að vera með eitthvað DIZZ eins og LÖMBIN hérna á spjallinu myndu orða það mér líður þannig að 540/M5 hljómi eins og hroki eða hortugheit ,,,,,,,,,,,((((((((((((((((((((( ekkert annað)))))))))))))))))))))))))))))))))) 528 er ljómandi bíll ekki eins öflugur en miklu bilanafrírri og hana nú Sv.H |
Author: | Svezel [ Fri 25. Apr 2003 20:20 ] |
Post subject: | |
Þetta var nú meira sagt í gríni en alvöru og ég vona að ég hafi ekki sært neinn. Ég er nú bara kominn á þá skoðun að þessi tiltekni bíll hafi ekki verið að skila sína því '02 E39 525 er besti bíll sem ég hef keyrt. Annars er langar mig orðið í beinskiptan E39 og koma stóðhestunum almennilega í götuna ![]() |
Author: | Ozeki [ Sun 27. Apr 2003 10:34 ] |
Post subject: | |
ég sé nú bara ekkert að því að menn skrifi að 528 (eða eitthvað annað) uppfylli ekki sínar kröfur (um upptak eða eitthvað annað) ... og Alpina hafi einmitt verið með óþarfa DIZZ hérna, á sama tíma eignað hugtakinu einhverjum lömbum hér á spjallinu sem mér fynnst vera svolítið niðrandi af því má leiða að það séu lömb hér á spjallinu og Alpina sé ekki eitt af þeim ... er ekki spjallið hérna til að lýsa skoðunum og upplifun sinni á BMW ... það hlýtur þá meiga gagnrýna. ég veit ekki um aðra hér á spjallinu, en ég myndi ekki nenna að lesa tómar lofræður um allar tegundir af BMW. sjálfur á ég E39 520i og er harðánægður með upptakið í honum. skoðanir manna eru mismunandi og við svezel værum kannski ekki sammála um upptakið í þessum 528 bíl (nema það sé bara eitthvað að bílnum). en það sem hann skrifaði var hvergi nálægt neinum hroka. og hana nú ![]() |
Author: | morgvin [ Mon 28. Apr 2003 04:01 ] |
Post subject: | |
Já Alpina var heldur harðorður þarna. Svezel á sínar skoðanir og má segja það sem hinum hentar svo lengi sem það brýtur ekki í bága við almenna kurteysi og mannréttindi. Og það getur bara meira en verið að þessi 528i bíll sé bara ekki í réttu standi. |
Author: | Svezel [ Mon 28. Apr 2003 08:33 ] |
Post subject: | |
Við fórum að prófa bílinn aftur á laugardaginn og þá reyndist hann vera farinn vinna betur, farinn að vinna eins og skildi. Lítur út fyrir að nýr meðlimur í klúbbinn sé á leiðinni ![]() |
Author: | iar [ Mon 28. Apr 2003 19:09 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: Við fórum að prófa bílinn aftur á laugardaginn og þá reyndist hann vera farinn vinna betur, farinn að vinna eins og skildi. Lítur út fyrir að nýr meðlimur í klúbbinn sé á leiðinni
![]() Var skiptingin ekki bara í "letiham" í fyrra skiptið? Það getur munað ansi miklu hvernig síðasti ökumaður ók þar sem skiptingin er adaptive. |
Author: | bebecar [ Tue 29. Apr 2003 08:21 ] |
Post subject: | |
Ég myndi hallast að "letham" á skiptingunni. Ég hef keyrt bíl með svona skiptingu eftir hattakall og það var eins og hann væri 30 hestöfl! ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |