bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kannast einhver við E30 m3?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1203
Page 1 of 1

Author:  Haffi [ Sat 05. Apr 2003 13:14 ]
Post subject:  Kannast einhver við E30 m3?

Sá einn helvíti flottan E30 M3 með númerinu PT - 473 eða 2 Keyra inní flétturimann í gærnótt og hann var þar ennþá þegar ég fór í hádeginu... er hann í klúbbnum eða?

Author:  bjahja [ Sat 05. Apr 2003 13:28 ]
Post subject: 

Það er einn E30 m3 í klúbbnum, man ekki hver á hann en hann var á bjórkvöldinu.

Author:  GHR [ Sat 05. Apr 2003 13:52 ]
Post subject: 

Birkir heitir strákurinn sem á E30 M3!!!!
Veit samt ekki hvort það hafi verið hann sem þú hefur séð :wink:
ps., Hann er til sölu veit ég, búinn að fara skoða hann og hann lítur mjög vel út en held samt að undirlyfturnar séu farnar - tikkar rosalega í bílnum og síðan er ónýt vatnsdæla og stýrisdæla :?
En ekkert sem laghentir menn geta ekki gert við :wink:

Author:  Haffi [ Sat 05. Apr 2003 13:56 ]
Post subject: 

Ekkert smá flottur ... ég hefði elt hann heim til hans ef hann hefði ekki keyrt í sömu götu og ég. Alltaf fundist þessir bílar geðveikir!

Author:  Guest [ Sat 05. Apr 2003 13:59 ]
Post subject: 

Viltu ekki bara skella þér á hann :wink: Hann vill fá eitthvern 500k fyrir hann en eins og þú veist þá er verð alltaf umsemjanlegt :wink:

Þegar ég ætlaði að selja bílinn minn þá langaði mig að kaupa hans bíls og fara gera upp. Þá myndi ég eiga M3 og smá pening til handana :wink:

Author:  GHR [ Sat 05. Apr 2003 13:59 ]
Post subject: 

Þetta mun vera ég fyrir ofan :oops:

Author:  Haffi [ Sat 05. Apr 2003 14:10 ]
Post subject: 

Peningar eru ekki vandamálið ... tíminn er vandamál :( verð að vinna frá 8 á morgnanna til 1 á kvöldin alla daga í allt sumar ... verður lítill sem enginn tími til neins, kannski maður fái bara einhvern til að þrífa bílinn fyrir sig eins og var hérna áðurfyrr.

Author:  morgvin [ Sat 05. Apr 2003 14:36 ]
Post subject: 

Það er líka einn blár E30 ///M3 sem er alveg endalaust flottur og bara ekki til flottari E30 allavegana sem ég hef séð. Sá sem á hann heitir Bogi og hann myndi selja sinn fyrir 2 millur (með öðrum orðum þá efast ég um að gripurinn sé til sölu).

Author:  Ozeki [ Sat 05. Apr 2003 17:33 ]
Post subject: 

Það mun vera þessi sem vann/vinnur á Gúmívinnustofunni .. ? Hann er búin að eiga bílinn nokkuð lengi, ætli sá bíll fari ekki á markaðinn þegar hann yngir upp í nýrri M3

Author:  bebecar [ Sun 06. Apr 2003 00:45 ]
Post subject: 

Ég efast um að menn sem eigi E30 M3 eins og þennan bláa hafi nokkurn áhuga á að fá E36 M3.

Það er bara ekki eins spennandi bíll og mun ekki verða neinn safngripur eða komast í sögubækurnar líkt og E30!

Author:  morgvin [ Sun 06. Apr 2003 01:09 ]
Post subject: 

Yep það er sonur eiganda gúmmívinnustofunnar skillst mér, Og hann er nýbúinn að vera gera bílinn upp eftir eitthvað tjón og eiða alveg slatta af peningum í hann til að gera hann alveg tipp topp. Og þessi verður nú safn gripur innan fárra ára þar sem það voru nú bara búnir til fáeinir af þessari týpu skillst innan við 2000.

Author:  Birkir [ Sun 06. Apr 2003 01:15 ]
Post subject: 

það voru gerðir innan við 500 bílar af þessari týpu sem hann á. Þetta er Cecetto (veit ekki hvort þetta sé skrifað svona) týpa. Cecetta er ökuþór sem varð meistari á M3 E30. Það er einnig til Ravaglia týpa en hann var einnig ökuþór sem varð meistari á M3 E30.

Author:  bebecar [ Sun 06. Apr 2003 01:15 ]
Post subject: 

Er þetta ekki 92 módel? 2.5? 240 hestar? Hann er allavega mjög fallegur!

Author:  morgvin [ Sun 06. Apr 2003 01:30 ]
Post subject: 

Einmitt einhver svoleiðis týpa.

Author:  Birkir [ Sun 06. Apr 2003 12:08 ]
Post subject: 

Mig minnir að þetta sé ´89 árgerð, er samt ekki viss. Þessi bíll er 2.3 og 215 hö. Evo III týpan er 2.5 lítra og 238 hö minnir mig.
Þaðð getur reyndar verið að bíllinn hans Boga sé Ravaglia týpan ekki Cecetto, man ekki alveg :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/