| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ | |
| BMW M3 Coupe https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=11475 | Page 1 of 2 | 
| Author: | Angelic0- [ Sat 27. Aug 2005 12:51 ] | 
| Post subject: | BMW M3 Coupe | 
| Vini mínum langar að kaupa sér M3 Coupe, þ.e. flytja inn næsta sumar. hann var að skoða þennan hér: Bíllinn, á mobile.de er einhver þarna úti sem að hefur verið að aðstoða við innflutning, og getur kannski fundið flottari og betri, (kannski minna ekinn) bíl á svipuðu verði. Honum finnst 210k mikil keyrsla (ég var að reyna að tjá honum trú um að það væri rétt tilkeyrsla á bæversku djásni) | |
| Author: | gunnar [ Sat 27. Aug 2005 12:58 ] | 
| Post subject: | |
| Ég myndi nú persónulega reyna finna bíl sem væri örlítið minna keyrður. | |
| Author: | Kristjan [ Sat 27. Aug 2005 13:36 ] | 
| Post subject: | |
| Jamm sá peningur sem hann sparar með því að kaupa sér ódýrari meira keyrðan bíl kemur bara í hausinn á honum aftur þegar hann reynir að selja bílinn aftur hér á landi. Ekki satt? | |
| Author: | Djofullinn [ Sat 27. Aug 2005 13:37 ] | 
| Post subject: | |
| Upp á endursölu myndi ég kaupa minna ekin bíl. Íslendingar eru fífl PUNKTUR | |
| Author: | Svezel [ Sat 27. Aug 2005 13:57 ] | 
| Post subject: | |
| ég væri nú ekkert að liggja yfir mobile núna ef stefnan er að flytja inn bíl næsta sumar, hlutirnir eru fljótir að breytast... | |
| Author: | Logi [ Sat 27. Aug 2005 14:15 ] | 
| Post subject: | |
| Djofullinn wrote: Upp á endursölu myndi ég kaupa minna ekin bíl. Íslendingar eru fífl PUNKTUR Djöfull er ég sammála þessu!!! | |
| Author: | gunnar [ Sat 27. Aug 2005 15:18 ] | 
| Post subject: | |
| Helvíti hart orðað hjá Djöflinum en helvíti satt..... Þessi M3 yrði hryllingur í endursölu... | |
| Author: | Vargur [ Sat 27. Aug 2005 21:53 ] | 
| Post subject: | |
| Djofullinn wrote: Upp á endursölu myndi ég kaupa minna ekin bíl. Íslendingar eru fífl PUNKTUR .....sorry fyrir off-topicið.....en ég er Íslendingur og með orðið Ísland húðflúrað á mig, ertu semsagt að seigja að ég sé fífl ?     | |
| Author: | Djofullinn [ Sat 27. Aug 2005 22:38 ] | 
| Post subject: | |
| Dúfan wrote: Djofullinn wrote: Upp á endursölu myndi ég kaupa minna ekin bíl. Íslendingar eru fífl PUNKTUR .....sorry fyrir off-topicið.....en ég er Íslendingur og með orðið Ísland húðflúrað á mig, ertu semsagt að seigja að ég sé fífl ?      | |
| Author: | Eggert [ Sat 27. Aug 2005 22:44 ] | 
| Post subject: | |
| Það er nú líka bara þannig að áður fyrr voru allir bílar sem voru komnir yfir 200.000 km bara taldir gott sem ónýtir. Það versta er að þetta situr ennþá í fólki, markaðurinn er bara svona og breytist hægt. | |
| Author: | Jökull [ Sat 27. Aug 2005 22:58 ] | 
| Post subject: | |
| Svo veit maður ekki hvernig er búið að fara með bíla... Hvernig hann er keyrður kaldur og svoleiðis  Bíll ekinn 200.000km getur verið í toppstandi eða ónýtur | |
| Author: | gstuning [ Sat 27. Aug 2005 23:00 ] | 
| Post subject: | |
| °Minn er alveg að fara renna í 200.000km   fyrsti sem rennur yfir 200 hjá mér M vélin fyrsta sem ég renndi yfir 100.000km | |
| Author: | Raggi M5 [ Sat 27. Aug 2005 23:30 ] | 
| Post subject: | |
| Svezel wrote: ég væri nú ekkert að liggja yfir mobile núna ef stefnan er að flytja inn bíl næsta sumar, hlutirnir eru fljótir að breytast... GGGÓÓÓÐÐUR punktur! | |
| Author: | Bjarki [ Sat 27. Aug 2005 23:40 ] | 
| Post subject: | |
| það geta verið tveir bílar: Bíll A ekinn 220þús þjónustubók frá upphafi með stimplum frá BMW og einn eigandi. Pottþétt viðhald og það sér varla á bílnum. Bíll B ekinn 122þús ekki nein þjónustubók (bíllinn skrúfaður niður af tyrkjum fyrir 100€) fullt af smáatr. sem þarf að laga 5 eigendur. Hvaða bíl myndu menn velja? Nokkuð augljóst þegar þetta er sett svona fram en fyrir íslenskan markað þá eru bílar eknir yfir 200þús ekkert rosalega sniðugir upp á endursölu. Þetta er bara það sem fólki finnst og það er einfaldara að fara eftir því sem fólki finnst heldur en að reyna að breyta því hvað fólki finnst.    fólk er fífl   | |
| Author: | Eggert [ Sat 27. Aug 2005 23:43 ] | 
| Post subject: | |
| En hvernig er það á E38, E36 og E39(og öllu nýrra), er svona lítið mál að breyta aksturstölunum? | |
| Page 1 of 2 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |