bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Úffff hvað mig langar í 540i... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1055 |
Page 1 of 3 |
Author: | arnib [ Wed 19. Mar 2003 00:41 ] |
Post subject: | |
Sweet! Eldri bíllinn er meira að segja með "MwSt. ausweisbar" ![]() Þannig að það væri 8.400 evrur ? Það er auðvitað bara klink! Svona bíll fyrir hvað, 1.3? |
Author: | bebecar [ Wed 19. Mar 2003 08:31 ] |
Post subject: | |
Bíddu ætlar þú að selja þá alla? Einhverjir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar. PS, hvað er að frétta af M5 vélinni? |
Author: | Jói [ Wed 19. Mar 2003 11:00 ] |
Post subject: | |
Þeir eru báðir gríðarlega fallegir. Þessi E34 er ansi dýr, en greinilega mjög vel með farinn. Sæmi, langar þig ekkert að spá í þessum 340000 km 540 sem er/var til sölu á 800000 kr? |
Author: | Haffi [ Wed 19. Mar 2003 11:11 ] |
Post subject: | |
OMG hvað væri svona bíll kominn inná ?? ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 19. Mar 2003 11:32 ] |
Post subject: | |
Hmmm, það er erfitt að velja á milli þessara tveggja bíla þarna uppi... persónulega er ég hrifnari af E34 lúkkinu en hinir eru ansi Sweet! |
Author: | hlynurst [ Wed 19. Mar 2003 12:46 ] |
Post subject: | |
Ég er hrifnari af E39 lookinu... sat í einum svona og ég get ekki sagt annað en ég var hrifinn. Ótrúlega vel hljóðeinangraður og nánast ekkert vélarhljóð inni í bílnum nema þegar vélinn var kominn á snúning. En þá urraði hún aðeins... annað mál þegar meður heyrir í honum að utan, rosalega flott hljóð! Bíllinn óð hreinlega áfram þótt hann væri kominn í hundrað og virtist ekkert vera að slá af! Snilldarbílar en bara svolítið dýrir... ![]() |
Author: | saemi [ Wed 19. Mar 2003 12:58 ] |
Post subject: | |
Ég kíkti á þennan 340 000km bíl og leist ekki nógu vel á hann. Hann er of sjabbí. Og maður getur heldur aldrei selt hann aftur með þennan akstur á mælinum. Frekar kaupi ég bíl ekinn 150 000Km á sama verði í þýskalandi. Annars ætla ég mér nú að hafa sexu sem sumarbíl, og kannski eitthvað smá föndur með því. Það er ekkert að frétta af M5 bílnum. Vetrarfríið mitt tafðist um rúman mánuð svo ég er fastur á námskeiði og fleiru fram í miðjan Apríl. Þá verður farið í hann. Er svona að gæla við að setja vél úr 745i bíl í fimmuna.. búa til bara 545i... það væri lítið mál. Á allt dótið til! Hafa svo 5 gíra kassa með þessu. ... Sæmi |
Author: | bebecar [ Wed 19. Mar 2003 13:01 ] |
Post subject: | |
Kreisí gaur maður! ![]() Já, mér finnst þú ætti að halda sexunni alveg sama á hverju gengur, en hvernig væri að finna bara ódýrann 540 af fyrstu kynslóð??? Einhvern sem þú gætir kannski dekrað við og unnið í? |
Author: | bjahja [ Wed 19. Mar 2003 13:22 ] |
Post subject: | |
Sjitt hvað þeir eru báðir flottir. En sama hvað þú gerir myndi ég halda í sexuna. |
Author: | saevar [ Wed 19. Mar 2003 13:30 ] |
Post subject: | |
Nei nei slepptu bara sexunni hingað ![]() En svona spauglaust þá eru þeir báðir stórglæsilegir. |
Author: | Svezel [ Wed 19. Mar 2003 13:50 ] |
Post subject: | |
E39 540 er málið, shit þetta er flottur bíll. Annars er þessi E34 líka sweet |
Author: | bebecar [ Wed 19. Mar 2003 14:02 ] |
Post subject: | |
Já.... ég er ekki frá því að E39 sé málið... það gæti verið mjög auðvelt að selja hann svo aftur á réttu verði! Svo er E39 náttúrulega talinn besti bíll í heimi, það má ekki gleyma því! |
Author: | saemi [ Wed 19. Mar 2003 14:11 ] |
Post subject: | |
Já, það væri ábyggilega betra að selja E39 aftur, sérstaklega sjálfskipt. En það er samt ótrúlegt hvað manni finnst 1.9 milljón miklu meira en 1.4 ...! Ég var nú líka að spá í það að maður er ekki alveg eins vonlaus með að gera við sjálfur í E34 heldur en í E39. Og ódýrari varahlutir og meira til notað. En annars bilar þetta náttúrulega ekki neitt ... ![]() Já, maður hefur svona hugsað sér að halda sexunni. En samt... ef maður gæti selt hana, þá hugsa ég að ég myndi slá til. Finna svo dökkgrænan sanseraðan M635csi bíl og þá er ég á toppnum. Þannig að.. sá sem kemur fyrstur með 1.200.000 á borðið fær lyklana ... ![]() Sæmi |
Author: | bebecar [ Wed 19. Mar 2003 14:18 ] |
Post subject: | |
Hvað er mikið áhvílandi ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |