bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mjög ódýr BMW 7-lína (e65) á mobile.de!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=8&t=1013
Page 1 of 2

Author:  Jói [ Fri 14. Mar 2003 10:35 ]
Post subject:  Mjög ódýr BMW 7-lína (e65) á mobile.de!

Þessi 7-lína (e65) kostar ekki mikið, aðeins 6500 evrur. Hann er samt frekar hrár og frekar ljótur litur. :wink: :roll:

Author:  saemi [ Fri 14. Mar 2003 11:43 ]
Post subject: 

Hmmm...

Já, það er ekki mikið af "aukabúnaði" í þessum bíl. Og lakkið frekar matt.

Sæmi

Author:  bebecar [ Fri 14. Mar 2003 11:44 ]
Post subject: 

Já, þetta virðist vera hinn nýji 745 CSL!

Author:  GHR [ Fri 14. Mar 2003 11:50 ]
Post subject: 

Eru búinn að selja M5-inn Babecar????
Eða var þetta vitlaust skilið hjá mér :oops:

Hvað fékkstu fyrir? og hver keypti, eitthver hérna á síðunni :?:

Author:  Djofullinn [ Fri 14. Mar 2003 11:54 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Já, þetta virðist vera hinn nýji 745 CSL!


Bíddu bíddu!!! Keyptiru bílinn hans Loga??? Til hamingju :!:

Author:  hlynurst [ Fri 14. Mar 2003 12:08 ]
Post subject: 

Já... til hamingju með nýju kaupinn. Var DV Magasín að gera góða hluti? :roll:

Author:  flamatron [ Fri 14. Mar 2003 12:34 ]
Post subject: 

er þetta ekki 323i e21, bílinn sem var talað mikið um, og slefað mikið yfir :P , hér fyrir stuttu, nýkominn frá þýskalandi?,
Til hamingju með hann..

Author:  bebecar [ Fri 14. Mar 2003 13:26 ]
Post subject: 

Takk takk....

Við Logi skiptum og erum vel sáttir, var erfitt fyrir okkur báða að sjá á eftir okkar gömlu.

Logi var nú búin að tala við mig löngu áður en Magasín kom, en ég get sosem upplýst að Magasín virkaði ansi vel - bara ekki alveg nógu vel. Maður vill ekki hvað sem er.

Verðið er á milli okkar Loga... :wink:

PS, nei þessi bíll er ekki nýkominn frá þýskalandi heldur búin að vera á Dalvík og Akureyri frá upphafi. Annars veit Logi auðvitað miklu meira um það!

Author:  Djofullinn [ Fri 14. Mar 2003 13:36 ]
Post subject: 

Þú átt pottþétt eftir að vera ánægður með þennan bíl, þeir eru svakalega skemmtilegir og með rosalega mikinn karakter :)

Author:  bebecar [ Fri 14. Mar 2003 13:40 ]
Post subject: 

Ég er þegar farin að fíla mig, krúsa bara og er að fara að kaupa mér sixpensara og flauelsjakkaföt á eftir - og ökuhanska auðvitað!

Já, ég hef lengi verið hrifin af gömlum bimmum og það er alveg ljóst að áhugi minn á þeim nýju minnkar sífellt. Ég gæti ekki hugsað mér neitt yngra en E36!

Author:  rutur325i [ Fri 14. Mar 2003 14:53 ]
Post subject: 

Til hamingju með þennan glæsilega bíl og ég vill óska loga líka til hamingju með m5-inn :lol:

Author:  bjahja [ Fri 14. Mar 2003 15:12 ]
Post subject: 

Já þessi 7 a er frekar hrá :lol:

Author:  Guest [ Sat 15. Mar 2003 20:01 ]
Post subject: 

hvað bara hálf ósýnilegur.

Author:  siggiii [ Sat 15. Mar 2003 21:25 ]
Post subject: 

Til hamingju með bmw-inn babecar.
Það er rétt hjá þér þessir bílar búa yfir
rosalegum karakter.
Er enn hægt að fá trebba spoiler kittin
á þá, það gerir ekkert smá fyrir þá.
Ekki að ég sé að setja út á þinn
hann er MJÖG FLOTTUR.

Author:  GHR [ Sun 16. Mar 2003 11:01 ]
Post subject: 

Strákurinn sem keypti M5 þinn Babecar býr einmitt í hverfinu mínu :D , núna get ég alltaf horft á hann :wink:
Núna man ég eftir þessum hvíta sem þú fékkst í skipti fyrir hann, það voru alltaf tvær hvítir BMW þarna í sama húsi og ég man síðasta sumar þá bakkaði hinn á bílinn og braut afturljósið :lol: :lol: - fyndið, tveir vinir í sama húsi klesstu á hvorn annan :lol:

Greinilega skortir ekki peningana, einn M5 og síðan rosa flottur BENZ í sama húsi 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/