Ég er að skoða þetta eins og er.
Turbo verður eitthvað með þokkalega stóru compressor hjóli því að þetta er svo öflug NA vél að 600hö kemur í kringum 1bar ef maður velur réttu túrbínuna, og það er planið að runna sem allra minnsta boost til að halda niður lofthita og bakþrýstingi.
Ef við leggjum dæmi aðeins niður á blað þá getum við sagt sem svo.
B32 @ 100kpa er 300hö og er með rúmmáls nýtni uppá segjum 100%
B32 @ 200kpa og ætlar að viðhalda sömu nýtni, þá verður hún 600hö.
B32 @ 200kpa og nýtni droppar niður í 90% þá erum við að tala um 540hö.
Helsta vandamálið við að missa nýtni er bakþrýstingur og inntaks hiti og þetta er það tvennt sem
einnig minnkar áhættuna á vandamálum, þannig að það verður minna low end fyrir öruggara líf og high end,.
Það sem kemur til greina er Precision SC6265 eða einhver S300 Borg warner, þá 62mm eða 66mm hjól.
66mm dugar alveg í 800hö, enn til að runna mikið power og lítið boost þá má vera að það þurfi að runna svona stórt til að viðhalda lágu boosti.
bíllinn sem stefán var með runnaði t,d 56mm compressor og þetta kom fjandi vel inn, þannig að S50 má runna vel stærra áður enn að þetta fer að koma seint.
Tölvu er ég ekki búinn að ákveða, enn það er séns að það verði Vipec V44/V88 eða Vems. Ég þarf bara að tala við gaurinn um hvað hann vill og hvernig er hægt útfæra það. þ.e power delivery, boost control, traction stýring og svo framvegis.
Líklega 60lb spíssar og runna þá við 5börin sem er original á S50B32 .
Sem kemur út sem 800cc cirka , það mun duga mjög vel.
S366 frá borg warner er HUGE á stórum mælikvarða enn það er plenty pláss í e30
Og hún er split pulse sem manifoldið yrði þá líka.
Ég mun þurfa versla TVÆR bosch 044 bensín dælur til að runna allt þetta power örugglega.
Eða tvær Walbro, maður þarf að skoða hvort kemur betur út, það er ekki sniðugt að runna tvær dælur öllum stundum, þannig að ein verður alveg nokkuð bókað set í gang við X boost og fer ekki úr gangi fyrr enn eftir X tíma svo hún sé nú ekki að slökkva á sér á milli gíra(hysterises). Það gæti þurft að setja swirl tank til að fæða dælurnar svo er spurning hvort það þurfi nýtt fuel rail líka. Þá sverast allar slöngurnar líka ef þess þarf.
Ég ætla ekki einu sinni að þykkjast vita fyrirfram hvað þarf í svona powerlevel á S50, þannig að ég ráðfæri mig við þá sem vita og vel útfrá því.
Það er allaveganna að myndast ágætis mynd á hvaða parta þarf í þetta til að þetta runni vel og örugglega.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
