Já pabbi minn er með verkstæði við hliðina á þessum manni, þetta eru einhver 10 húsnæði, öll eins, pabbi er með sinn atvinnurekstur í 1 bili en þessi maður er með bílskúrinn sinn í 2 og var að kaupa 2 til viðbótar, bara til að geyma bílana sína... Mér finnst líka mjög gaman að kíkja þangað þegar er gott veður, þá er kallinn þarna að stokka upp í skúrnum, þrífa kaggana og svo ákveður hann hvaða bíl hann á að taka á næsta rúnt...
Þessi maður kom samt með góða setningu þegar hann var spurður hvort þetta væri nú ekki komið nóg af bílum...
"Sumir safna dýrum málverkum, ég safna dýrum listaverkum"

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE