bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 16. Jun 2024 03:48

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Dekk
PostPosted: Sun 09. Mar 2003 22:00 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Jæja nún fer að líða að því að maður skelli álinu undir aftur (þ.a.s. þegar ég er farinn að keyra bílinn aftur). mig vantar allavega afturdekk og var að spá hvort einhver hérna gæti mælt með einhverjum dekkjum sem eru ekki of dýr en samt ekki algjört drasl. ég hef soldið verið að skoða á netinu núna og þar eru dekkin nánast ókeypis. veit einhver hvernig tollar eru á dekkjum ??

endilega ef þið vitið eikkvað um dekk þá megiði deila visku ykkar!

kveðja, Gunni


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Mar 2003 01:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Ég var með 16" Kumho Ecsta Supra 712 dekk undir Golf GTi sem ég átti og var ánægður með þau. Verðið á þeim var mjög gott en það eru frekar skiptar skoðanir um þau. Hef líka lesið mörg review á netinu, margir eru mjög ánægðir en aðrir hata þau.
Ég myndi alveg mæla með þeim ef þú ert að leita að ódýrum og góðum dekkjum. Myndi ekki segja að þau væru bestu dekkin en voru t.d. helmingi ódýrari en Michelin.

Núna er ég með Dunlop SP Sport 8000 og er alveg sáttur við þau.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Mar 2003 01:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Blessaður Gunni, ég sendi þér e-mail um kostnað við innflutning á dekkjum.

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 10. Mar 2003 21:42 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Dr. E31 wrote:
Blessaður Gunni, ég sendi þér e-mail um kostnað við innflutning á dekkjum.


Halló, hvernig væri að share-a upplýsingunum? :-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 00:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Fékk þetta hjá Dr. E31:
Ef þú flytur inn dekk sem eru á felgu, þá eru gjöldin þannig á því :
Tollur er= 7,5% svo er vörugjald =15% og svo er=24,5% í virðisaukaskatt.
Sama er á stökum felgum.

Önnur gjöld eru á stökum dekkjum, án felgu þ.e. tollur er= 10% svo er vörugjald= 20 kr. kg og svo er úrvinnslugjald= 36,02 pr. kg svo er vsk. =24,5% á allt í lokin.


Það er ekkert lítið sem við hérna á klakanum þurfum að borga í kassann af dekkjunum okkar. Hvað skyldi gangur af sæmilegum 15" eða 16" vera að vega?

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 00:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Sorry ég komst ekki á netið áðan, svo ég gat ekki póstaðþessu. :oops:
Takk Bjarki

P.S. Helvítis Fjöltengi :evil: .

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 00:42 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Mon 23. Sep 2002 13:06
Posts: 175
Location: Iceland
Get reddað þér góðum díl á dekkjum. Sendu mér bara upplýsingar um stærðir, og ég sendi þér tilboð. sendu á stebbi@tolvunord.com

_________________
Don't Follow me, you won't make it.
Stebbi. BMW 523iA E39 (áður 318iA og 518i ss)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 01:06 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
skrýtið, ég kom með felgur og dekk inn um daginn og borgaði af þeim. Hann sagði að ég þyrfti bara að borga vask af dekkjunum?

Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 10:11 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Sæmi... ég held bara að þú sért farinn að þekkja þessa kappa það vel að þeir eru farnir að sleppa þér í gegn með svona lágmarks gjöld. :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 11:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég sá fimm alpina felgur á 450 evrur, hvað myndi það þá kosta hingað komið? Er ekki dýrt að senda svona.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 15:55 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehehe, tollurinn að sleppa einhverjum í gegn... GLEYMDU ÞVÍ...

Hvað þá okkur sem erum alltaf að fara þarna í gegn.

Nei nei, annars eru flestir þarna mjög almennilegir og þessir herramenn sem voru á vakt þegar ég fór þarna í gegn voru alveg til fyrirmyndar. En maður getur nú því miður ekki alltaf gengið út frá því. Stundum lendir maður á skemmdu eplunum.

Ég tók bara þá ákvörðun þarna að vera ekkert að reyna að hagræða sannleikanum og borga bara af því sem ég var með umfram og sé ekki eftir því. Þeir létu mig bara borga af því sem var ódýrast að borga og voru mjög almennilegir og hjálpsamir.

Jáhh, heimurinn batnandi fer... allavega tollurinn.
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 16:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
jæja ég gerði fyrirspurn til tollstjóra um þetta.

svona hljóðar svarið frá þeim:

Daginn Gunnar og þakka fyrirspurnina.

Já í dag eru gjöld við innflutning á hjólbörðum þannig að A tollur er =
10% (USA, Asía og fl lönd)
en E tollur er = 0% (EES samningurinn og
upprunasönnun) svo til öll lönd í Evrópu
.
Síðan er vörugjald sem er 20 kr. kg. óháð löndum, svo er nýtt gjald
svokallað úrvinnslugjald (spilliefnagjald) sem er 36,02 kr. kg. og svo í
lokin er 24,5% virðisaukaskattur.

Þannig er þessu háttað í stuttu máli.

þar höfum við það, það er ekkert svo dýrt að flytja inn dekk eftir allt !! en þá er það spurningin hvað er 17" ræma ca. þung ?

p.s. þess má einnig geta að ódýr dekk fást á www.reifen.de allar stærðir og gerðir !!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Mar 2003 22:48 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Væru ekki einhverjir hérna til í að verzla dekk fyrir sumarið að utan ?? þá gætum við notað ferðina og spllittað sendingarkostnaðinum jafnt á milli okkar!! bara allir að velja sér dekk sem eru framleidd í evrópu!

endilega látið vita drengir mínir.

kveðja, Gunni dekk


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 12. Mar 2003 02:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Þetta er alveg fáranlega ódýrt þarna!
Ég var að tjekka á 205/40/16 dekkjum bara að gamni.
Hægt að fá svoleiðis fyrir 64 evrur stykkið ?
Það gerir rétt um 24 þús kall (eða minna) fyrir 4 stykki!

Helvíti gott!

Það er allavega mjög líklegt að ég væri til í að taka þátt í þessu :D

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 15. Mar 2003 09:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Mig vantar 17" dekk fyrir sumarið (235/45-17 og 265/40-17). Ég gæti alveg verið til í að taka þátt í sniðugum pakka!

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group