bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M20B25 Hedd
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9873
Page 1 of 1

Author:  O.Johnson [ Thu 31. Mar 2005 09:42 ]
Post subject:  M20B25 Hedd

Hver er hin svokallaði "Break in procedure" á nýjum knastás í M20B25 heddi ???

Author:  gstuning [ Thu 31. Mar 2005 10:02 ]
Post subject: 

Samkvæmt Pipercams

þá áttu að installa ásinn og þegar þú setur í gang ekki láta vélina vera í lausagangi , t,d 2000rpm

Ég er ekki viss en ég myndi reyna að setja olíu á ásinn þegar ég væri að setja hann í, til að það sé olía sé á honum þegar hann er settur í gang,

Author:  arnib [ Thu 31. Mar 2005 11:50 ]
Post subject: 

Ég er enginn vélasérfræðingur,
en eftir því sem ég best veit er ákveðin "samsetningarfeiti"
notuð, sem hefur smureiginleika en lekur ekki, er meira eins og
krem (eða bara feiti!) og henni makað milli allra slitflata, eins og legurnar á ásinum.

Hún á þá að covera tímann þar til að olían nær að byrja að smyrja
og síðan á að skipta um olíu fljótlega, þannig að feitin fari
útúr kerfinu.

Ég veit ekki með hvaða snúning á að keyra vélina á.

http://www.redlineoil.com/products_cool ... oductID=68

Hérna er dæmi um svona assembly lube frá Red line.

Author:  Bjarki [ Thu 31. Mar 2005 15:00 ]
Post subject: 

ég er ekki heldur fróður um vélar en hef nokkrum sinnum lesið viðgerðarmanuala :? hvernig á að taka upp svona vélar frá A-Ö m10, m20, m30 og m40 og það er alltaf talað um svona samsetningarfeiti eins og meistari árni talar um. Sem varakost er talað um smurolíu en ég myndi samt nota þessa samsetningarfeiti, varla dýrt efni.

Author:  Porsche-Ísland [ Thu 31. Mar 2005 20:14 ]
Post subject: 

Hef ekki sett knastás í BMW en í Porsche þá er sett á samsettningarfeiti sem yfirleitt fylgir ásnum og síðan er bílnum haldið á meira en 2000 snúningum í 20 mínútur. Fljótlega er svo æskilegt að skipta um olíu.

Þetta er að ég held stöðluð aðferð til að keyra inn ása.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/