bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Versla aftermarket stuff af eBay...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9811
Page 1 of 1

Author:  Eggert [ Sun 27. Mar 2005 20:02 ]
Post subject:  Versla aftermarket stuff af eBay...

Hafiði eitthvað verslað af svona ódýru dóti á eBay, og það komið vel út?
Það er heill hellingur til, og þar sem ég er kominn á annan og yngri BMW, þá er maður að spá.

Stólar.

Þar sem að það brakar einsog ég veit ekki hvað í stólunum í bílnum mínum, þá þyrfti ég helst að fá nýja...

.. er þetta of gott til að vera satt, hvað mynduð þið halda? Ég vill augljóslega ekki kaupa neitt sorp.

Author:  srr [ Sun 27. Mar 2005 20:18 ]
Post subject: 

Keyptu stólana hans Sæma 8)

Author:  Eggert [ Sun 27. Mar 2005 20:38 ]
Post subject: 

Ehm, ég hef ekki séð hann auglýsa neitt hérna.. :?

Author:  Eggert [ Sun 27. Mar 2005 21:15 ]
Post subject: 

Hérna eru líka ljós sem eru helvíti ódýr, ég gæti alveg notað þessi... Angel eyes og þetta er með áföstum stefnuljósum.

Stæði eitthvað í vegi fyrir að þið mynduð splæsa í svona?

Author:  Jónas [ Sun 27. Mar 2005 21:19 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Hérna eru líka ljós sem eru helvíti ódýr, ég gæti alveg notað þessi... Angel eyes og þetta er með áföstum stefnuljósum.

Stæði eitthvað í vegi fyrir að þið mynduð splæsa í svona?


Eru ljósinn ekki eitthvað öðruvísi í US?

Alltaf talað um Euro style ljós f. evrópumarkað.. :idea:

Author:  Eggert [ Sun 27. Mar 2005 21:22 ]
Post subject: 

Good point.. veit annars ekkert um þetta. Væri bara alveg til í angel eyes og glær stefnuljós, hvað þá í einum pakka. En hljómar samt too good to be true.

Author:  IceDev [ Sun 27. Mar 2005 21:33 ]
Post subject: 

Held að þetta sé með álíka gott build quality og eitthvað úr kinder eggi......just my 2 cents

Author:  iar [ Sun 27. Mar 2005 21:58 ]
Post subject:  Re: Versla aftermarket stuff af eBay...

Eggert wrote:
Þar sem að það brakar einsog ég veit ekki hvað í stólunum í bílnum mínum, þá þyrfti ég helst að fá nýja...


Var ekki einhverntíman umræða hér um þetta? (nenni ekki að leita núna)

Eitthvað um að þetta væri bara spurning um að endurnýja eitthvað í festingunum, einhverja gúmmígaura...

Jss man þetta kannski :-D

Author:  Eggert [ Sun 27. Mar 2005 22:13 ]
Post subject: 

Það væri auðvitað best. En síðan er gott sem ekkert hliðar support í þessum stólum, sem gerir beygjur ömurlegar. En hey, maður fær þá bara betra þvottabretti fyrir vikið :)

Svona grínlaust, þá er ég að verða rauðhærður á þessu braki í stólunum, og þessir eru ekki það dýrir.

Author:  Jss [ Mon 28. Mar 2005 02:04 ]
Post subject:  Re: Versla aftermarket stuff af eBay...

iar wrote:
Jss man þetta kannski :-D


Að sjálfsögðu man ég þetta. ;)

Leiðbeiningar á PDF formi á heimasíðu Total BMW magazine

Hef að vísu ekki gert þetta sjálfur þar sem mín sæti þegja. ;)

Author:  Eggert [ Fri 01. Apr 2005 21:03 ]
Post subject: 

IceDev wrote:
Held að þetta sé með álíka gott build quality og eitthvað úr kinder eggi......just my 2 cents


Nú er ég búinn að skoða feedback(alveg aftur í okt '04) frá gaurnum sem selur þessa stóla, og ekki einu sinni minnst á léleg gæði í þeim. Allir sem hafa keypt þetta hjá honum eru hæstánægðir og tala um hvað þeir eru flottir og góðir..

:-k

Author:  Farinn [ Sat 09. Apr 2005 10:38 ]
Post subject: 

skella sér á þetta bara 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/