bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
ónýt viftukúppling https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9738 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarki [ Wed 23. Mar 2005 03:20 ] |
Post subject: | ónýt viftukúppling |
lenti í smá böggi með 520i '89 bíl sem ég á. Var að keyra úti á landi og búinn að vera keyra svona 200km þegar hann byrjar allt í einu að hita sig, ég stöðva vélina strax og fer út í kant. Þá er viftukúpplingin handónýt og viftuspaðinn það laus útaf kúpplingunni að það er hægt að færa hann fram og aftur. Þessi fram/aftur færsla olli því að spaðinn rakst í kælislöngu og gerði á endanum gat á hana. Ég var því klukkan 3:30 í gærnótt einn rétt utan við Hveragerði á leiðinni í bæinn með bilaðan bíl. Fáir bílar á ferð og enginn sem vildi taka mig upp í þannig í bara svaf í bílnum og tók svo rútuna frá Hveragerði þegar ég vaknaði. Fór svo daginn eftir að þetta gerðist með aðra viftukúpplingu og slöngu og kælivökva og lagaði bílinn. Ekki oft sem maður lendir í því að vera stopp úti í kanti á BMW ![]() |
Author: | force` [ Wed 23. Mar 2005 05:49 ] |
Post subject: | |
Þú duglegur að redda þér bara ![]() Samt ótrúlega "skondið" ef svo má að orði komast hvað íslendingum er of slétt sama um náungann, nema til að tala um það sbr þegar að minn strandaði með rosalegum gufustrók hjá lágmúla síðasta sumar minnir mig, þá stoppaði ekki einn einasti maður til að tékka á ljóskunni, en það var nóg horft og viti menn um leið og ég kom hingað var búið að minnast á það ![]() ![]() |
Author: | Chrome [ Wed 23. Mar 2005 07:56 ] |
Post subject: | |
ég keyrði nú framm á hjón með krakka sem lentu í því að það sprakk hjá þeim, bíllin var örlýtið hækkaður frá umboði og það merkilega var að það vantaði tjakk í fullorðinsstærð til að ná honum upp þar sem þessi upprunalegi náði bara hreinlega ekki nógu hátt. þetta var seint um kvöld á skriðdalsveginum sem er nú nokkuð afskektur þrátt fyrir að vera tengipunktur fyrir hringvegin. ég stoppaði þarna hjá þeim til að athuga með fólkið, og skaust bara til nágranna míns að sækja nokkra planka undir tjakkin og aðstoðaði þau svo bara við þetta...kallin sagði mér það að það hefðu þó nokkrir keyrt framhjá þeim og hefðu þau verið farin að sjá frammá að þurfa að gista yfir nótt þarna ![]() ![]() |
Author: | gstuning [ Wed 23. Mar 2005 08:51 ] |
Post subject: | Re: ónýt viftukúppling |
Bjarki wrote: lenti í smá böggi með 520i '89 bíl sem ég á. Var að keyra úti á landi og búinn að vera keyra svona 200km þegar hann byrjar allt í einu að hita sig, ég stöðva vélina strax og fer út í kant.
Þá er viftukúpplingin handónýt og viftuspaðinn það laus útaf kúpplingunni að það er hægt að færa hann fram og aftur. Þessi fram/aftur færsla olli því að spaðinn rakst í kælislöngu og gerði á endanum gat á hana. Ég var því klukkan 3:30 í gærnótt einn rétt utan við Hveragerði á leiðinni í bæinn með bilaðan bíl. Fáir bílar á ferð og enginn sem vildi taka mig upp í þannig í bara svaf í bílnum og tók svo rútuna frá Hveragerði þegar ég vaknaði. Fór svo daginn eftir að þetta gerðist með aðra viftukúpplingu og slöngu og kælivökva og lagaði bílinn. Ekki oft sem maður lendir í því að vera stopp úti í kanti á BMW ![]() Þú hefðir bara átt að hringja í einhvern úr klúbbnum maður, Ekki beint langt að fara til að redda félaganum frá því að geta ekki sofið í sínu eiginn rúmi |
Author: | Arnar [ Wed 23. Mar 2005 10:57 ] |
Post subject: | |
Skrítið hvað Íslendingar eru óhjálpsamir ![]() |
Author: | gunnar [ Wed 23. Mar 2005 11:52 ] |
Post subject: | |
Arnar wrote: Skrítið hvað Íslendingar eru óhjálpsamir
![]() Segðu ... Var að keyra með móður minni til akureyrar þegar ég var yngri og við lentum útaf ( woman's driving skills you see ) og ég held það hafi keyrt svona 20 bílar fram hjá okkur þegar ég hætt iað nenna að bíða og fór út að moka. Tók ekki nema 2 tíma. ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sat 26. Mar 2005 03:13 ] |
Post subject: | |
margir taka ekki áhættuna á því að stoppa því að það er hrætt við að verða jafnvel rændir e-h álíka.. ég stoppa nú yfirleitt þegar ég sé að ég get aðstoðað eitthvað |
Author: | bjahja [ Sat 26. Mar 2005 07:15 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: margir taka ekki áhættuna á því að stoppa því að það er hrætt við að verða jafnvel rændir e-h álíka..
ég stoppa nú yfirleitt þegar ég sé að ég get aðstoðað eitthvað Ég held að þetta sé málið, ætli það séu ekki svona 2% af öllu fólki sem gæti gert eithvað við bíl út í kannti. Og þetta er aðeins öðruvísi núna en fyrir 20 árum, það eru allir komnir með gsm og það er ekki mikið mál að losna úr svona klípu ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Sat 26. Mar 2005 17:02 ] |
Post subject: | |
Lenti í því í gær að sprengja dekk á milli gbæ og kóp hliðina á golfvellinum og vífilsstöðum og ég reyndi í 15-20 mín að fá einhvern til að stoppa til að fá tjakk! enginn gerði það fyrr en einhver saklaus stelpa stoppaði og lánaði mér tjakk í 2 mín og það var GEÐVEIKT margir bílar á ferðini HATA stundum íslendinga... einstaklega óhjálpsamir og ótilitssamir svona upp til hópa allavega ![]() |
Author: | srr [ Sat 26. Mar 2005 21:57 ] |
Post subject: | |
Jón Ragnar wrote: enginn gerði það fyrr en einhver saklaus stelpa stoppaði og lánaði mér tjakk í 2 mín
Og hözzlaðiru hana ekki? ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |