bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

væl
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9665
Page 1 of 1

Author:  Fyllikall [ Thu 17. Mar 2005 15:41 ]
Post subject:  væl

Ég er með smá vandamál, málið er að það vælir í bremsunum að framan
þegar ég keyri beint en hættir þegar ég beygji eða bremsa eða fer hraðar.
Dettur ykkur eitthvað í hug hvað málið er?

Author:  gstuning [ Thu 17. Mar 2005 16:14 ]
Post subject: 

Líklega hjólalega þá eða eitthvað rusl í bremsunum þínum

Author:  Fyllikall [ Thu 17. Mar 2005 16:36 ]
Post subject: 

Það er nýlega búið að skipta um klossa að framan
en heldur samt áfram, svo finnst mér að þetta er verra í bleytu.

Author:  saemi [ Thu 17. Mar 2005 16:41 ]
Post subject: 

Gæti vel verið að klossarnir nái að leggjast utaní diskana, kannski gleymdist að setja spennuna á sem á að varna því að þeir geti lagst á diskana.

Author:  Fyllikall [ Fri 18. Mar 2005 09:43 ]
Post subject: 

Myndi þá bremsurnar ekki virka verr ef það væri?
Hann bremsar vel og hann var að koma úr skoðun og fékk
engar athuganarsemdir.

Author:  saemi [ Fri 18. Mar 2005 10:22 ]
Post subject: 

Það hefur ekkert með bremsuhæfni að gera. Þessi spenna er bara til að klossinn liggi ekki utan í diskinum að staðaldri.

Author:  Fyllikall [ Fri 18. Mar 2005 11:19 ]
Post subject: 

OK, er hægt að kaupa þessa spennu hjá B&L eina og sér eða þarf
ég að kaupa allan pakkan, sem sagt klossa og annað?
Er ekki minnsta málið að skella þessu á?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/