bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Taka upp vél
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9455
Page 1 of 1

Author:  StoneHead [ Wed 02. Mar 2005 02:55 ]
Post subject:  Taka upp vél

Daginn.

Ég þarf að fara að gera við vélina hjá mér, kominn tími á það.

En ég var að pæla, ég er á 520i árgerð 89, ég veit ekki alveg hvað vélin heitir, en hvort er hagstæðara að taka hana upp og kaupa allt nýtt sem þarf að skipta um eða kaupa hreinlega bara notaða vél sem er upptekin og þarf ekki endilega að vera sama vél.

Endilega fræðið mig um þetta, ég er ekki nógu vel inní þessu :roll:

Author:  Logi [ Wed 02. Mar 2005 09:43 ]
Post subject: 

Vélin sem þú ert með heitir M20B20, ég myndi fara í M20B25, semsagt 2,5 l 170 hoho..... Það er mjög auðvelt swap og þú færð ca 40 hö!

Author:  StoneHead [ Fri 04. Mar 2005 02:08 ]
Post subject: 

Geturu sagt mér hvað kostar svoleiðis vél fín og flott?

Þarf að gera einhvað sambandi þá við tölvuna útaf annari vél?

Author:  Logi [ Fri 04. Mar 2005 09:32 ]
Post subject: 

Það eru nokkrir hérna sem ættu að vita eitthvað um þetta. T.d. arnib, breytti 320i í 325i....

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 04. Mar 2005 10:29 ]
Post subject: 

Logi wrote:
... semsagt 2,5 l 170 hoho..... Það er mjög auðvelt swap og þú færð ca 40 hö!

er hún ekki 192 hoho og þess vegna fær hann ca 40 hö? allavegana er minn 2.0 | 150 hoho

Author:  oskard [ Fri 04. Mar 2005 10:36 ]
Post subject: 

Höfuðpaurinn wrote:
Logi wrote:
... semsagt 2,5 l 170 hoho..... Það er mjög auðvelt swap og þú færð ca 40 hö!

er hún ekki 192 hoho og þess vegna fær hann ca 40 hö? allavegana er minn 2.0 | 150 hoho


m50 er 192hp m20 er 170hp

vélin sem er í bílnum hans er m20 bara 2l og er 129hp

það er maus að setja m50 en direct swap að setja m20

Author:  Höfuðpaurinn [ Fri 04. Mar 2005 10:47 ]
Post subject: 

afsakið fávisku mína... :?

Author:  StoneHead [ Fri 04. Mar 2005 12:40 ]
Post subject: 

Er þá s.s. gáfulegra að fá sér M20B25 vélina heldur en að gera þessa upp?

Ég á þennan 520i Bmw ekki uppá kraftinn, mér finnst bara svo helvíti gaman að keyra hann.

Endilega komið með ábendingar eða einhvað í þann dúr það sem ég ætti að hafa í huga og fylgjast með. Ég kann og veit svona í minni kanntinum um vélar, ég veit 0 um vélarswap.

Author:  gstuning [ Fri 04. Mar 2005 13:23 ]
Post subject: 

StoneHead wrote:
Er þá s.s. gáfulegra að fá sér M20B25 vélina heldur en að gera þessa upp?

Ég á þennan 520i Bmw ekki uppá kraftinn, mér finnst bara svo helvíti gaman að keyra hann.

Endilega komið með ábendingar eða einhvað í þann dúr það sem ég ætti að hafa í huga og fylgjast með. Ég kann og veit svona í minni kanntinum um vélar, ég veit 0 um vélarswap.


Í versta falli kaupiru aðra 2.0 vél eða 2.5 vél, þú ferð ekki að taka upp neina vél :)
það kostar nokkur hundruð þúsunda

Author:  StoneHead [ Fri 04. Mar 2005 14:29 ]
Post subject: 

Gefum okkur að ég kaupi mér aðra 2.0 vél, ekki M20B20.

Passar hún alveg beint ofan í án þess að þurfa að breyta einhverju sambandi við rafmagn/tölvu ?

Og vitiði þá um einhvern sem er að selja svona vél hérlendis eða erlendis?

Author:  gstuning [ Fri 04. Mar 2005 14:32 ]
Post subject: 

StoneHead wrote:
Gefum okkur að ég kaupi mér aðra 2.0 vél, ekki M20B20.

Passar hún alveg beint ofan í án þess að þurfa að breyta einhverju sambandi við rafmagn/tölvu ?

Og vitiði þá um einhvern sem er að selja svona vél hérlendis eða erlendis?


Ef þú ert að tala um 2.5 vél, þá þyrfti hún helst að vera ´88 og nýrri þá er þetta ekkert mál,

Og það þarf alltaf að skipta um tölvu.

Author:  oskard [ Fri 04. Mar 2005 16:19 ]
Post subject: 

ooog þú þarft hana úr fimmu ekki þrist

Author:  Alpina [ Tue 08. Mar 2005 18:51 ]
Post subject: 

gstuning wrote:



Og það þarf alltaf að skipta um tölvu.



Þetta er ekki rétt....... þegar ég skipti í E34 M20B20 yfir í M20B25 þá var sá mótor úr E30 frá UK (RHD) og var pústgreinin 6x1 en ekki 2x3
eins og er hjá BMW (LHD) þetta svínvirkaði allt saman ,,,,,einnig þegar TÚRBÓ var komið á mótorinn,,,,,,,, :idea: :idea: :idea:

Author:  oskard [ Tue 08. Mar 2005 18:55 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
gstuning wrote:



Og það þarf alltaf að skipta um tölvu.



Þetta er ekki rétt....... þegar ég skipti í E34 M20B20 yfir í M20B25 þá var sá mótor úr E30 frá UK (RHD) og var pústgreinin 6x1 en ekki 2x3
eins og er hjá BMW (LHD) þetta svínvirkaði allt saman ,,,,,einnig þegar TÚRBÓ var komið á mótorinn,,,,,,,, :idea: :idea: :idea:


notaðiru þá m20b20 tölvu við m20b25 vél ?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/