bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Lyklasmíði fyrir BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9387
Page 1 of 1

Author:  Sindri Svan [ Thu 24. Feb 2005 16:44 ]
Post subject:  Lyklasmíði fyrir BMW

Þegar ég fékk nýja bílinn, þá fékk ég lykil með. En ég fékk 2 fjarstýringar! Hverjir hérna sjá um að smíða lykla fyrir okkur BMW mennina? ég vil eiginlega ekki vera ósjálfbjarga ef ég týni lyklunum. :)

Og ég held að það yrði mighty pirrandi að komast inn í bílinn með fjarstýringu en ekki getað startað honum! :D

Author:  Einsii [ Thu 24. Feb 2005 17:17 ]
Post subject: 

Það kostar víst rosalega að fá þessa lykla og ekkert auðvelt.. Þegar ég átti hann reddaði ég þessu bara með að hafa lykilinn alltaf í svissinum og svo vorum við konan bara með sitthvora fjarstýringuna.. þjófavarnarkerfið aftengir svissinn og þessvegna er engin hætta á að neinn keyri í burt.. En svo er aftur annað mál hversu seif það er í öllum krimmalátunum fyrir sunnan...

Author:  grettir [ Thu 24. Feb 2005 17:37 ]
Post subject: 

Ég er með aukalykil sem var smíðaður af Neyðarþjónustunni. Hann virkar á allt nema hanskahólfið, einhverra hluta vegna.

Author:  Svezel [ Thu 24. Feb 2005 18:25 ]
Post subject: 

lykill kostar um 5k hjá bogl

Author:  Schulii [ Fri 25. Feb 2005 13:34 ]
Post subject: 

Rofinn fyrir samlæsinguna virkar ekki á mínum lykli. Ég hringdi í B&L og spurði þá útí þetta og hann sagði mér að það yrði svona 20-30.000kr. að fá nýjan lykil. En það er auðvitað með rofanum. Kannski eru men nhér bara að meina lykilinn en ekki hitt..

Author:  Kristjan [ Fri 25. Feb 2005 14:17 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
lykill kostar um 5k hjá bogl


Ekki í mínu tilfelli, hann var á 3 k

Author:  Jss [ Fri 25. Feb 2005 21:13 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Rofinn fyrir samlæsinguna virkar ekki á mínum lykli. Ég hringdi í B&L og spurði þá útí þetta og hann sagði mér að það yrði svona 20-30.000kr. að fá nýjan lykil. En það er auðvitað með rofanum. Kannski eru menn hér bara að meina lykilinn en ekki hitt..


Þessir lyklar eru mjög mismunandi í verði, misjafnt eftir því hvort bíllinn er með ræsivörn, þjófavörn, fjarstýrðum samlæsingum og þess háttar, lyklar í bíla án ræsivarnar eru yfirleitt frá ca. 1500 kr. til ca. 5000 kr. (þá með ljósi). Plain lyklar fyrir bíla með ræsivörn eru yfirleitt um 5000 kr. og fjarstýringarlyklar yfirleitt um 20.000 kr.

Það þarf að borga lykla fyrirfram, þ.e. þegar þeir eru pantaðir.

Kv.

Jóhann Verslun B&L

Birt án ábyrgðar

Author:  Tommi Camaro [ Fri 25. Feb 2005 21:19 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Schulii wrote:
Rofinn fyrir samlæsinguna virkar ekki á mínum lykli. Ég hringdi í B&L og spurði þá útí þetta og hann sagði mér að það yrði svona 20-30.000kr. að fá nýjan lykil. En það er auðvitað með rofanum. Kannski eru menn hér bara að meina lykilinn en ekki hitt..


Þessir lyklar eru mjög mismunandi í verði, misjafnt eftir því hvort bíllinn er með ræsivörn, þjófavörn, fjarstýrðum samlæsingum og þess háttar, lyklar í bíla án ræsivarnar eru yfirleitt frá ca. 1500 kr. til ca. 5000 kr. (þá með ljósi). Plain lyklar fyrir bíla með ræsivörn eru yfirleitt um 5000 kr. og fjarstýringarlyklar yfirleitt um 20.000 kr.

Það þarf að borga lykla fyrirfram, þ.e. þegar þeir eru pantaðir.

Kv.

Jóhann Verslun B&L

Birt án ábyrgðar


var að bíða eftir þessu

Author:  Vargur [ Sat 26. Feb 2005 15:38 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
.. En svo er aftur annað mál hversu seif það er í öllum krimmalátunum fyrir sunnan...


Ekki kasta steini í glerhúsi. :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/